Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 94

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.06.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, nefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1905038 - Lóðir fyrir atvinnustarfsemi í Búðardal.
Tryggja þarf að til séu lóðir af mismunandi stærðum fyrir atvinnustarfsemi.
Kristján Sturluson sat fundinn undir þessum líð. Rætt var um iðnaðarsvæði við Iðjubraut og tekin ákvörðun um að skipuleggja iðnaðarlóðir í mismunandi stærðum sem væru tiltækar fyrir áhugasöm fyrirtæki.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3. 1905035 - Ný lóð úr landi Staðarfells - 137787
Umsókn þar sem óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar úr landi Staðarfells 137787 í Dalabyggð ásamt yfirlitsmynd með hnitum og yfirlitsmynd af staðsetningu matshluta á lóðinni.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
4. 1905015 - Snæfellsnesvegur (54) Blönduhlíð - Ketilsstaðir
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Snæfellsvegi um Skógarströnd frá Blönduhlíð að Ketilstöðum
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sveitarfélagið veiti framkvæmdaleyfi, með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.
5. 1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Óskað er eftir afgreiðslu á framkvæmdarleyfi um skógrækt að Ósi í Saurbæ
Nefndin vísar til fyrri bókunar á þessu máli, sem fram fór 11. september 2018. Hún var svohljóðandi: "Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi."
Gefin hafa verið út leyfi fyrir skógrækt í óræktanlegu landi undanfarið ár, en þar sem um ræktanlegt land er að ræða, þarf stefna sveitarfélagsins að liggja fyrir í aðalskipulagi. Nefndin hvetur til þess að sú vinna fari af stað sem allra fyrst.
6. 1802018 - Deiliskipulag Hvammar
Þörf er á að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hvamma.
Skiplagstillaga Hvamma tekin fyrir og ákveðið að endurauglýsa tillöguna samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli.
7. 1811006 - Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd
Bóka þarf breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna stækkunar á frístundabyggðinni.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar, sem felur í sér stækkun á frístundabyggðinni á Ósi á Skógarströnd úr 20 hektörum í 25 hektara. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki breytingu á deiliskipulagi að nýju í samræmi við ný gögn frá Landmótun, þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar.
8. 1905011 - Umsagnarbeiðni - Drangar - rekstrarleyfi
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Háskerðings ehf um breytingu rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki III í stærra gistiheimili. Breytingin felst í viðbót gistirýmis í fjósi/hlöðu að Dröngum og því fjölgun gistirýma þannig að leyfilegur heildarfjöldi gesta í báðum húsum fari úr 10 gestum í 28 gesti.
Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
9. 1905031 - Umsagnarbeiðni - Veiðihúsið við Laxá í Dölum - rekstrarleyfi
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Veiðifélagið Hreggnasi ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, stærra gistiheimili, sem rekið er sem Veiðihúsið við Laxá í Dölum,í Þrándarkoti (F2117165), Laxárdal , 371 Búðardal. Umsækjandi hefur rekstrarleyfi LG-REK-007577 sem gilti til 30.10.2018.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
10. 1906004 - Skráning á nýrri landeign í fasteignaskrá
Skráning á nýrri landeign í fasteignaskrá - Hvítidalur 1
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
11. 1802012 - Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði
Bréf frá hagsmunaaðilum með ósk um frestun auglýsingar skipulags- og matslýsingar vegna vindorkuvirkjunar að Hróðnýjarstöðum.
Nefndin hvetur hagsmunaaðila og aðra íbúa til að koma með athugasemdir við skipulags- og matslýsingu fyrir 18. júní næstkomandi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samráð verði haft við íbúa og gerð verði samskiptaáætlun.
Mál til kynningar
1. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Hirðing sorps í Dalabyggð og flutningur í flokkun og urðun
Kristján Sturluson og Viðar Þór Ólafsson komu á fundinn og kynntu stöðu sorpurðunarmála í landinu og rætt var um fyrirsjáanlegar breytingar á tilhögun sorpmála í sveitarfélaginu. Nauðsynlegt er að fara af stað með útboð fyrir haustið og fyrir liggur að skilgreina þurfi hvaða þjónustu sveitarféalgið vill fá.
12. 1906003 - Matarvagn við Eiríksstaði
Hev hefur gefið ú leyfi til að reka matarvagn að Eiríksstöðum í tengslum við starfsemina þar. Lagt fram til kynningar
Bjarnheiður Jóhannsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Nefndin leggst ekki gegn því að veitt sé leyfi.
13. 1905030 - Umsókn um lóðir - Bakkahvammur 13, 15 og 17.
Umsókn frá Hrafnshóli ehf. um lóðirnar 13, 15 og 17 við Bakkahvamm. 12 íbúðir í þremur raðhúsum. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til bakaPrenta