Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 224

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.05.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtalið mál verði tekin á dagskrá til kynningar:
1904017 - Niðurfelling héraðsvega í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 9.05.2019:
1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 4. fundar menningarmálanefndar 29.03.2019:
Fyrir liggur minnisblað um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 8.2.2019.
Fyrir liggur minnisblað - kostir í stöðunni um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 27.3.2019.
Valdís kemur inná fundinn.
Hún hefur tekið saman nokkra punkta með framtíðarhúsnæði sem byggja á því húsnæði sem að Dalabyggð á og öðru húsnæði sem væri hugsanlega í boði.
Nefndin ætlar að semja fyrirspurn til sveitastjórnar varðandi hver vilji sveitastjórnar er gagnvart því húsnæði sem sveitafélagið á nú þegar og hvort að eitthvað af því húsnæði sé hugsað til þess að hýsa safnið til frambúðar.
Þorgrímur og Valdís ætla að taka saman fyrirspurnina.

Varaoddviti leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.

Ákveðið að fá formann menningarmálanefndar og safnstjóra Byggðasafnsins á fund byggðarráðs.
Byggðasafn Dalamanna - bréf til sveitarstjórnar
Minnisblað 27.03.2019
2. 1904021 - Þjónusta við aldraða - erindi frá öldungaráði
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 9.05.2019:
1904021 - Þjónusta við aldraða - erindi frá Öldungaráði
Úr fundargerð 8. fundar öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps 3.04.2019:
Þjónusta við aldraða hjá sveitarfélögunum.
Rætt um snjómokstur og slátt í görðum. Talað um hvort sömu reglur gildi um þéttbýli og dreifbýli og rætt um snjómokstur til þeirra sem búa einir og eiga erfitt með aðgengi að verslun og þjónustu yfir vetrarmánuðina. Vísað til sveitarfélaganna að útbúa reglur um slátt og snjómokstur fyrir eldri borgara og koma þeim á framfæri til íbúa.
Tók til máls Kristján,
Málinu vísað til umfjöllunar í byggðarráði og félagsmálanefnd.
Samþykkt samhljóða.
Umsóknareyðublað vegna garðasláttar sumarið 2019 kynnt.

Ákveðið að fresta málinu þar til félagsmálanefnd hefur fjallað um það.
Umsóknareyðublað um garðaslátt.pdf
Viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur.pdf
Umsóknareyðublað um garðaslátt - útgáfa fyrir sumarið 2019.pdf
3. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Erindi Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
í 3. grein laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga segir:
"Leggja skal árlega fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt [fasteignaskrá], 1) sbr. þó 4. mgr. 4. gr. og 5. gr.
Stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
Sveitarstjórn ákveður fyrir lok árs skatthlutfall næsta árs innan þeirra marka sem greinir í a- og c-lið. Skatthlutfall skal vera sem hér segir:
a. Allt að 0,5% af fasteignamati:
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, [hesthús], 2) öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
b. 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum:
Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
c. Allt að 1,32% af fasteignamati, ásamt lóðarréttindum:
Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Heimilt er sveitarstjórn að hækka um allt að 25% hundraðshluta þá sem tilgreindir eru í a- og c-liðum 3. mgr. þessarar greinar, öðrum eða báðum stafliðum.
Í sveitarfélagi þar sem bæði er þéttbýli og dreifbýli er sveitarstjórn heimilt að undanþiggja fasteignir í dreifbýli og sumarhús álagi á fasteignaskatt skv. 4. mgr".

Sveitarstjórn ber að leggja á fasteignaskatt skv. ofangreindri flokkun. Það er niðurstaða byggðarráðs að mannvirki Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. skuli vera í flokki C samkvæmt þessu eins og verið hefur frá árinu 2013.
Samþykkt samhljóða.
Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
4. 1905012 - Sjálfboðavinnuverkefni 2019
Sjálfboðaliðaverkefni voru auglýst í Dalapóstinum í apríl og var umsóknarfrestur til 14. maí.
Ein umsókn barst.

Verkefnið felst í því að fegra við enda manar við Vesturbraut við Holt. Styrkurinn er kr. 246.976.
Samþykkt samhljóða.
Vesturlandsvegur við Holt
5. 1901023 - Úrvinnslugjald vegna bifreiða
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 9.05.2019:
1901023 - Úrvinnslugjald vegna bifreiða
Tóku til máls: Einar Jón, Skúli, Kristján, Pálmi, Anna Berglind, Jón Egill, Ragnheiður.
Einar Jón leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að allar greiðslur sem borist hafa sveitarfélaginu frá úrvinnslusjóð vegna úreldingar á bifreiðum frá árinu 2003 til dagsins í dag verði borgaðar þeim aðila sem tekið hefur á móti viðkomandi bifreiðum og skilað þar til gerðum skýrslum inn til úrvinnslusjóðs því til staðfestingar. Sveitarstjóra er falið að klára málið.
Pálmi leggur fram tillögu að sveitarstjóra verði falið að semja við KM.
Einar Jón dregur tillögu sína til baka.

Ragnheiður leggur fram tillögu um að byggðaráði og sveitarstjóra verði falið að halda áfram samræðum við KM
Samþykkt með 4 atkvæðum (SG, ABH, RP,ÞJS) þrír á móti (EJG, PJ, JEJ).

Ragnheiður leggur fram tillögu um að visa umræðu um framtíð úrvinnslu bifreiða til byggðaráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá (EJG).

Frestað til næsta fundar.
6. 1905018 - Afnot af félagsheimilinu á Staðarfelli.
Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður óskar eftir að fá vinnuaðstöðu í félagsheimilinu á Staðarfelli í júní.
Samþykkt gegn því að greitt verði fyrir húsið skv. gjaldskrá fyrir félög, íþróttahópa o.þ.h. að því gefnu að það stangist ekki á við aðra viðburði í húsinu.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá félagsheimila 2019.pdf
7. 1905019 - Ósk um tengingu Ljárkots við vantsveitu Dalabyggðar
Lagt fyrir byggðarráð sem stjórn Vatnsveitu.
Málinu frestað á meðan frekari gagna er aflað.
8. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Drög að bréfi til Frón fasteignamiðlun ehf. lögð fram.
Borist hefur tilboð í Laugar.
Gerð grein fyrir fundum með meðeiganda Dalabyggðar að Laugum.

Byggðarráð dregur til baka tillögu sína til sveitarstjórnar um að hætt verði við að segja upp samningi við fasteignasala. Byggðarráð telur rétt að lögmaður sveitarfélagsins sjái um samskipti við Frón fasteignamiðlun í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 13.09.2018.
Samþykkt samhljóða.

Tilboðið bíður fundar sveitarstjórnar.

Fundað hefur verið með meðeigenda og halda viðræður áfram.
9. 1905020 - Grassláttur og hirða - verksamningur 2019 - 2020
Samningur við BS þjónustu ehf. um grasslátt lagður fram.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
10. 1905021 - Laun í Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2019
Ákvörðun um laun til ungmenna í vinnuskólanum sumarið 2019.
Samþykkt samhljóða að hækka laun um 3,6% frá árinu 2018.
Minnisblað - 1905021 - Laun í vinnuskóla.pdf
11. 1807013 - Vínlandssetur
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 9.05.2019:
1807013 - Vínlandssetur
Úr fundargerð 93. fundar byggðarráðs 30.04.2019:
Vínlandssetur - 1807013
Farið yfir viðræður við aðila sem buðu í verkefnið. Samþykkt samhljóða að vinna áfram að samningum á grundvelli breyttra verðhugmynda.
Kristján Ingi Arnarsson starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 2.
Sveitarstjórn veitir byggðarráði umboð til að ganga frá og staðfesta samning við Ásklif ehf. og Gaflfell ehf. um framkvæmdir við Vínlandssetur.
Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (PJ).

Viðræður hafa farið fram við aðila sem gerðu tilboð í verkefnið.
Sveitarstjóra veitt heimild til að semja við framkvæmdaraðila um verk að upphæð kr. 17.690.000.
Samþykkt samhljóða.
12. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Umræða um þá þjónustu sem á að bjóða út.
Umræða. Frekari gagna verður aflað.
13. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Umræða.
Byggðarráð hvetur þær nefndir sem ekki hafa tekið fjárhagsáætlun til umræðu að gera það fyrir sumarið.
14. 1905022 - Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.
Nú er unnið að stefnu um málefni sveitarfélaga og hefur verið gefin út Grænbók. Umsagnarfrestur um hana er til 3. júní.
Áfram fylgst með málinu. Halda þarf umræðu áfram.
Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga.pdf
RE: Fundur með vinnuhópum um efling sveitarstjórnarstigsins og hlutverk landshlutasamtaka
15. 1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Samningur um byggðasamlag.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
16. 1905008 - Samgönguáætlun 2020 til 2024 - Bréf til hafna og sveitasjóða
Skila þarf inn umsókn um ríkisframlög til hafna 2020 til 2024 fyrir 31. maí.
Sótt verður um framlag vegna sjóvarna við Ægisbraut.
Samþykkt samhljóða.
Bréf til hafnarsjóða sveitarfélaga
Eyðublað umsókn 2020-2024
17. 1905023 - Rammasamningur um raforku - útboð
Ríkiskaup eru að undirbúa útboð á raforkukaupum. Sambærilegur rammasamningur er nú í gildi fyrir ríkisstofnanir.
Ríkiskaup bjóða þeim sveitarfélögum sem þess óska og eru aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa að taka þátt í útboðinu. Ríkiskaup reikna með því að útboðið verði auglýst í júní og samningur verði kominn á í september 2019.

Samþykkt samhljóða að taka þátt í útboði Ríkiskaupa vegna raforkukaupa.
Aðild að RS Raforku
18. 1905024 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki II
Umræða um það sem taka þarf með í viðauka II við fjárhagsáætlun 2019.
Beðið eftir niðurstöðu kjarasamninga.
19. 1905025 - Leigusamningur - Stekkjarhvammur 7
Leigusamningur lagður fram,
Samþykkt samhljóða.
20. 1904007 - Útleiga á íbúð fyrir aldraða og öryrkja Gunnarsbraut 11
Tvær umsóknir bárust en önnur þeirra var dregin til baka. Lagt til að sveitarstjóra verði veitt umboð til að ganga frá leigusamningi við þann umsækjenda sem eftir er.
Sveitarstjóra veitt heimild til að gera samning við umsækjanda um leigu Gunnarsbrautar 11.
Samþykkt samhljóða.
21. 1905027 - Félagsmiðstöð - aðstaða.
Heppilegra gæti verið að fresta flutningi félagsmiðstöðvar í Dalabúð séu aðrir möguleikar í stöðunni. Það hefur ekki áhrif á fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri hafi heimild til að fresta flutningi á félagsmiðstöð.
22. 1905028 - Ægisbraut 2
"Réttin" við sláturhúsið. Eignin hefur verið verðmetin. Lagt er til að hún verði sett í söluferli.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Ægisbraut 2 verði sett í söluferli.
Samþykkt samhljóða.
23. 1905030 - Umsókn um lóðir - Bakkahvammur 13, 15 og 17.
Umsókn frá Hrafnshóli ehf. um lóðirnar 13, 15 og 17 við Bakkahvamm. 12 íbúðir í þremur raðhúsnum.
Samþykkt að úthluta lóðum til Hrafnhóls ehf. eftir að skipulag hefur verið staðfest og auglýst skv. 9.gr. reglna um úthlutun lóða í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
Smarabraut_3D.pdf
Umsokn_Bakkahvammur_Budardal.pdf
24. 1905032 - Heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi gagnvart börnum og vanrækslu
Erindi frá UNICEF lagt fram.
Erindinu verði vísað til umræðu í félagsmálanefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
Bréf frá UNICEF.pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
25. 1905011 - Umsagnarbeiðni - Drangar - rekstrarleyfi
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Háskerðings ehf kt.601213-1410 um breytingu rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekinn er sem Drangar í "vélageymslu" að Dröngum (F2116461), Búðardal skv. rekstrarleyfi LG-REK-012519 frá 26.9.2017. Breytingin felst í viðbót gistirýmis í "fjósi/hlöðu" að Dröngum og því fjölgun gistirýma þannig að leyfilegur heildarfjöldi gesta í báðum húsum fari úr 10 gestum í 28 gesti.
Byggðarráð gerir fyrir hönd Dalabyggðar ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Samþykkt samhljóða.
Umsagnarbeiðni breyting rekstrarl.GIII-Drangar, 371 Búðardalur
26. 1905031 - Umsagnarbeiðni - Veiðihúsið við Laxá í Dölum - rekstrarleyfi
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Veiðifélagið Hreggnasi ehf kt.540100-3490 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, stærra gistiheimili, sem rekið er sem Veiðihúsið við Laxá í Dölum, í Þrándarkoti (F2117165), Laxárdal , 371 Búðardal. Umsækjandi hefur rekstrarleyfi LG-REK-007577 sem gilti til 30.10.2018.
Byggðarráð gerir fyrir hönd Dalabyggðar ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Samþykkt samhljóða.
ums.b.rek.G.IV-Veiðihúsið við Laxá í Dölum, Þrándarkot,371 Bdl..pdf
27. 1905029 - Umsögn vegna vatnsveitu á Seljalandi.
Seljaland hefur ekki möguleika á að tengjast vatnsveitu sveitarfélagsins. Staðfestingu þarf frá Dalabyggð á því.
Sveitarstjóra falið að staðfesta við þá sem málið varðar að Seljaland hafi ekki möguleika á að tengjast vatnsveitu Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
mast.pdf
28. 1901005 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019
Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.
Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.

Lagt fram.
Ákveðið að ítreka umsögn um frumvarp til laga um matvæli sem á sínum tíma var send í samráðsgátt.
Til umsagnar 772. mál frá nefndasviði Alþingis
Til umsagnar 825. mál frá nefndasviði Alþingis
Til umsagnar 256. mál frá nefndasviði Alþingis
Frá nefndasviði Alþingis - 844. mál til umsagnar
Til umsagnar 753. mál frá nefndasviði Alþingis
Mál til kynningar
29. 1807002 - Íbúaþing 2019
Gögn frá íbúaþingi kynnt.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að viðkomandi aðilum verði falið að vinna jafnréttisstefnu (félagsmálanefnd), fjármála- og stjórnsýslustefnu (byggðarráð) og persónuverndarstefnu (persónuverndarfulltrúi).
Samþykkt samhljóða.

Ferðamálafulltrúa falið að senda vinnuskjal eins og það er núna til sveitarstjórnarfulltrúa. Það verði síðan tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í ágúst.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 29.
30. 1808007 - Söguskilti 2018
Fyrsta söguskiltið af fjórum var afhjúpað 12. maí síðastliðinn.
Byggðarráð fagnar því að þessum áfanga hefur verið náð.
31. 1905026 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - Söluferli
Stjórn Fasteignafélagsins Hvamms ehf. hefur ákveðið að setja fasteign félagsins í söluferli. Einnig kemur til greina að selja félagið.
Þetta er gert í samræmi við greinargerð með fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2019-2022.

Málið kynnt.
32. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Útboðsskilmálar lagðir fram.
Útboðsskilmálar kynntir.
33. 1901024 - Trúnaðarbók byggðaráðs
Vegna persónuverndar er fundargerð varðandi þetta mál skráð í trúnaðarbók.
Fært í trúnaðarbók.
34. 1905016 - Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga
Erindi frá lögreglustjóra um stöðubrot kynnt.
Lagt fram.
Reglur nr. 104 frá 26.02.1988 um álagningu og innheimtu gjalds vegna stöðvunarbrota
35. 1901030 - Afleysingastörf 2019
Staða ráðninga í afleysingastörf sumarið 2019 kynnt.
Búið er að ráða í flest störf. Enn er eftir að klára ráðningar í allar stöður sundlaugavarða.
36. 1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Ráðinn hefur verið byggingarfulltrúi sem mun sinna Dalabyggð, Reykhólahreppi, Strandabyggð, Árneshreppi og Kaldrananeshreppi. Hann hefur störf 1. júlí og verður með starfsstöð á Hólmavík.
Lagt fram.
37. 1904017 - Niðurfelling héraðsvega í Dalabyggð
Tilkynning frá Vegagerðinni um niðurfellingu Kvennahólsvegar nr. 5927-01 af vegaskrá.
Lagt fram.
Tilkynning um niðurfellingu Kvennahólsvegar nr. 5927-01 af vegaskrá
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05 

Til bakaPrenta