Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 222

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.04.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að þrjú mál verði tekin á dagskrá:
1904002 - Endurnýjun rekstrarleyfa félagsheimila í Dalabyggð.
1904003 - Umsagnarbeiðni - The Castle, gististaður í flokki III.
1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902029 - Fjárhagsáætlun 2019 - Viðauki I
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fjárhagsáætlun 2019 vegna rekstrar með viðauka I. Á móti þeim rekstrarliðum sem hækka þá lækka aðrir þannig að rekstrarkostnaður í heild hækkar ekki.
? 0000 Skatttekjur hækka um 1.100 þús., er þar annars vegar um að ræða fasteignaskatt og hins vegar lóðaleigu.
? 0200 Félagsþjónusta hækkar um 600 þús. Viðbótarkostnaður vegna nýs þjónustusamnings er 1.800 þús en aðrir liðir lækka á móti um 1.200 þús.
? 0300 Heilbrigðismál hækka um 677 þús. Hér er um að ræða tilfærslu frá 0800 Heilbrigðismál en ekki aukinn kostnað.
? 0400 Menntamál lækka um 725 þús. Viðbótarkostnaður vegna skólabúða er 75 þús. og vegna útboðs á skólaakstri 400 þús. Hins vegar er gert ráð fyrir lægri kostnaði við skólaakstur um 1.200 þús vegna styttingar leiða. Mögulega verður um frekari lækkun að ræða á þeim lið en það kemur til skoðunar síðar.
? 0500 Menningarmál, niðurstaða málaflokksins breytist ekki. Útgjöld Byggðasafns hækka um 2.350 þús. en safnið hefur hins vegar fengið jafn háan styrk sem mætir þeim kostnaði.
? 0600 Æskulýðs- og íþróttamál hækka um kr. 1.000 þús. Um er að ræða kostnað vegna Sælingsdalslaugar.
? 0700 Brunamál og almannavarnir hækka um 150 þús. Þetta er hlutur Dalabyggðar í launakostnaði starfsmanns Almannavarnanefndar Vesturlands.
? 0800 Hreinlætismál hækka um 277 þús. 677 þús. færast í 0300 Heilbrigðismál en hins vegar kemur inn viðbótarkostnaður 400 þús vegna útboðs á sorphreinsun.
? 0900 Skipulags- og byggingarmál lækka um 136 þús. Um er að ræða leiðréttingu á áætlun á ýmsum þáttum innan málaflokksins.
? 1300 Atvinnumál lækka um 289 þús. vegna ofáætlaðra gjalda.
? 2100 Sameiginlegur kostnaður lækkar um 400 þús vegna stuðnings Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við íbúaþing.
? 6100 Fráveita lækkar um 500 þús. þar sem tekjur af holræsagjöldum verða hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
? 6500 Dalaveitur hækka um 1.000 þús. vegna launakostnaðar.
Breytingar verði á fjárfestingum hjá Dalaveitum vegna síðasta áfanga lagningu ljósleiðara. Hækkun nemur 23.500 þús og verður henni mætt með langtímalántöku 15.000 þús. og láni frá aðalsjóði fram í byrjun árs 2020 sem nemur 8.500 þús. Þá fær Dalabyggð vegna ljósleiðaralagningar 12.000 þús byggðastyrk og 8.500 þús styrk frá Fjarskiptasjóði vegna Ísland ljóstengt 2019. Loks er gerir áætlun ráð fyrir tengigjöldum vegna 20 staða.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 1902029 - Viðauki I.pdf
Yfirlit viðauka 1- 2019_Dalabyggð I.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 1809019 - Húsnæðismál - umsókn um stofnframlag.
Sótt verður um stofnframlag vegna leiguhúsnæðis. Umsókn þarf að skila fyrir lok dags 5. apríl.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 1903004 - Eiríksstaðir 2019
Drög að samningi lögð fram.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri gangi frá samningi við Iceland up close ehf með fyrirvara um samþykki sveitarsjórnar.
Samþykkt samhljóða
Samningur um Eiríksstaði - drög.pdf
4. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Lagt fram minnisblað.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að mæla með að skólaakstur verði boðin út í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaði frá sveitarstjóra.
Minnisblað - 1903004 - Skólaakstur.pdf
5. 1901023 - Úrvinnslugjald vegna bifreiða
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð vill gera samning um móttöku á bílum til úrvinnslu frá 1. janúar 2019. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
6. 1904001 - Gjaldskrá íbúða í eigu Dalabyggðar
Tillaga að gjaldskrá lögð fram.
Samþykkt samhljóða að leggja nýja gjaldskrá fyrir sveitarstjórn.
Gjaldskrá íbúða í eigu Dalabyggðar.docx
7. 1807013 - Vínlandssetur
Umræða um framhald framkvæmda.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tilboðinu verði ekki tekið en teknar verði upp viðræður við tilboðsgjafa um möguleika á öðrum forsendum við framkvæmdina.
Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarsson starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi og Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir dagskrárlið 7.
8. 1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Þórður Már Sigfússon skipulagsfræðingur hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa. Hann hefur störf næstu daga.
Byggðarráð býður Þórð velkominn til starfa.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 8.
9. 1901020 - Landamerki Lauga við Gerði
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð sem fulltrúi Dalabyggðar sem landeiganda samþykkir landamerki milli Gerðis og Lauga sem fram koma á mynd sem fylgir með í fundargögnum með þeim fyrirvara að það sé Laxá sem skiptir löndum.
Samþykkt samhljóða.
Landamerki Lauga við Gerði - Yfirlitskort
Kristján Ingi Arnarsson starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 9.
10. 1901021 - Landamerki Sælingsdalstungu við Gerði
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð sem fulltrúi Dalabyggðar sem landeiganda samþykkir landamerki milli Gerðis og Sælingsdalstungu sem fram koma á mynd sem fylgir með í fundargögnum.
Samþykkt samhljóða.
Landamerki Sælingsdalstungu við Gerði - yfirlitskort
Landamerkjalýsing frá 1922
Kristján Ingi Arnarsson starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 10.
11. 1902035 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Ekki verður gerð brayting á sorpgjaldi á þessu ári en álagningin verður endurskoðuð í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.
Kristjan Sturluson vék af fundi undir dagskrárliðum 11 til 13.
12. 1902036 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Ekki verður gerð brayting á sorpgjaldi á þessu ári en álagningin verður endurskoðuð í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.
13. 1902038 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Ekki verður gerð brayting á sorpgjaldi á þessu ári en álagningin verður endurskoðuð í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.
14. 1904002 - Endurnýjun rekstrarleyfa félagsheimila í Dalabyggð
Minnisblað um umsóknir um rekstrarleyfi fyrir félagsheimili í Dalabyggð lögð fram.
Sótt verður um rekstrarleyfi vegna félagsheimilanna en ekki gert ráð fyrir að sótti verði um gistileyfi.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 1904002 - rekstrarleyfi félagsheimila.pdf
15. 1904003 - Umsagnarbeiðni - The Castle, gististaður í flokki III
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi lagt fram.
Byggðarráð gerir fyrir hönd Dalabyggðar ekki athugasemdar við rekstrarleyfið.
Samþykkt samhljóða.
Ums.b.rek.G.III-The Castle, Brekkuhvammi 1, Búðardal.pdf
16. 1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Ívar Örn Þórðarson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri fyrir Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahrepp.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta