Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 174

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.04.2019 og hófst hann kl. 16:04
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, Skrifstofustjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima. Almennt mál. Verði dagskrárliður 18.
1903005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 92 - Fundargerð til staðfestingar. Verði dagskrárliður 23.
1903032 - Fasteignafélagið Hvammur, aðalfundur 2019 og stjórnarfundir. - Fundargerð til kynningar. Verði dagskrárliður 24.
1807004 -Dalagisting ehf - fundargerðir. - Fundargerð til kynningar. Verði dagskrárliður 25.
1904013 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - ársreikningur 2018 - Mál til kynningar. Verði dagskrárliður 31.
1904014 - Dalagisting ehf. - ársreikningur 2018 - Mál til kynningar. Verði dagskrárliður 32.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903006 - Ársreikningur Dalabyggðar 2018, seinni umræða.
Á 173. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 14.03.2019 var samþykkt í einu hljóði að visa ársreikningi 2018 til síðari umræðu.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir ársreikning 2018.

Ársreikningurinn undirritaður af sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Ársreikningur Dalabyggðar - 2018 - Endanlegt
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 1902029 - Fjárhagsáætlun 2019 - Viðauki I
Á 222. fundi byggðarráðs 4.04.2019 var eftirfarandi samþykkt:
1902029: Fjárhagsáætlun 2019 - Viðauki I
Tillaga byggðarráðs að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram.

Tók til máls: Kristján.
0000 Skatttekjur hækka um 1.100 þús., er þar annars vegar um að ræða fasteignaskatt og hins vegar lóðaleigu.
0200 Félagsþjónusta hækkar um 600 þús. Viðbótarkostnaður vegna nýs þjónustusamnings er 1.800 þús en aðrir liðir lækka á móti um 1.200 þús.
0300 Heilbrigðismál hækka um 677 þús. Hér er um að ræða tilfærslu frá 0800 Heilbrigðismál en ekki aukinn kostnað.
0400 Menntamál lækka um 725 þús. Viðbótarkostnaður vegna skólabúða er 75 þús. og vegna útboðs á skólaakstri 400 þús. Hins vegar er gert ráð fyrir lægri kostnaði við skólaakstur um 1.200 þús vegna styttingar leiða. Mögulega verður um frekari lækkun að ræða á þeim lið en það kemur til skoðunar síðar.
0500 Menningarmál, niðurstaða málaflokksins breytist ekki. Útgjöld Byggðasafns hækka um 2.350 þús. en safnið hefur hins vegar fengið jafn háan styrk sem mætir þeim kostnaði.
0600 Æskulýðs- og íþróttamál hækka um kr. 1.000 þús. Um er að ræða kostnað vegna Sælingsdalslaugar.
0700 Brunamál og almannavarnir hækka um 150 þús. Þetta er hlutur Dalabyggðar í launakostnaði starfsmanns Almannavarnanefndar Vesturlands.
0800 Hreinlætismál hækka um 277 þús. 677 þús. færast í 0300 Heilbrigðismál en hins vegar kemur inn viðbótarkostnaður 400 þús vegna útboðs á sorphreinsun.
0900 Skipulags- og byggingarmál lækka um 136 þús. Um er að ræða leiðréttingu á áætlun á ýmsum þáttum innan málaflokksins.
1300 Atvinnumál lækka um 289 þús. vegna ofáætlaðra gjalda.
2100 Sameiginlegur kostnaður lækkar um 400 þús vegna stuðnings Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við íbúaþing.
6100 Fráveita lækkar um 500 þús. þar sem tekjur af holræsagjöldum verða hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
6500 Dalaveitur hækka um 1.000 þús. vegna launakostnaðar.
Breytingar verði á fjárfestingum hjá Dalaveitum vegna síðasta áfanga lagningu ljósleiðara. Hækkun nemur 23.500 þús og verður henni mætt með langtímalántöku 15.000 þús. og láni frá aðalsjóði fram í byrjun árs 2020 sem nemur 8.500 þús. Þá fær Dalabyggð vegna ljósleiðaralagningar 12.000 þús byggðastyrk og 8.500 þús styrk frá Fjarskiptasjóði vegna Ísland ljóstengt 2019. Loks er gerir áætlun ráð fyrir tengigjöldum vegna 20 staða.
Samþykkt samhljóða.
Yfirlit viðauka 1- 2019_Dalabyggð I.pdf
Minnisblað - 1902029 - Viðauki I.pdf
3. 1810030 - Endurskoðun þjónustusamninga
Úr fundargerð 221. fundar byggðarráðs 28.03.2019:
1810030 - Endurskoðun þjónustusamninga
Lögð fram lokadrög samnings.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að þjónustusvæði fyrir fatlaða á Vesturlandi verði lagt niður og óskað eftir samstarfi við Borgarbyggð um þjónustuna.
Samþykkt samhljóða.

Tók til máls: Kristján.

Samningur við Borgarbyggð borinn upp til samþykktar og tillaga um að þjónustusvæði fyrir fatlaða á Vesturlandi verði lagt niður og óskað eftir samstarfi við Borgarbyggð um þjónustuna.

Samþykkt samhljóða.
RE: Þjónustusvæði vegna fatlaðs fólks Mál nr. 1903154 -
Þjónustusamningur 2019 drög í mars.pdf
4. 1903020 - Bólusetningar skilyrði fyrir innritun í leikskóla
Tillaga lögð fram.
Þuríður Jóney Sigurðardóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bólusetningum barna er ætluð til að verja þau gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum sem eiga lögheimili á Íslandi stendur til boða gjaldfrjáls bólusetning. Því legg ég til að frá og með haustinu 2019 verði það skilyrði fyrir dagvistun í leikskóladeild Auðarskóla að foreldrar eða forráðamenn framvísi staðfestingu á að barn hafi verið bólusett samkvæmt skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Ég legg til að tillögunni verði vísað til frekari umræðu í félagsmálanefnd og fræðslunefnd og einnig til umsagnar persónuverndarfulltrúa Dalabyggðar.
Tók til máls: Einar Jón.
Tillaga Þuríðar samþykkt samhljóða.
5. 1904001 - Gjaldskrá íbúða í eigu Dalabyggðar.
Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs frá 4.04.2019:
1904001 - Gjaldskrá íbúða í eigu Dalabyggðar
Tillaga að gjaldskrá lögð fram.
Samþykkt samhljóða að leggja nýja gjaldskrá fyrir sveitarstjórn.

Tók til máls: Kristján.

Tillagan um gjaldskrá samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá íbúða í eigu Dalabyggðar.pdf
6. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs 4.04.2019:
1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Lagt fram minnisblað.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að mæla með að skólaakstur verði boðin út í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaði frá sveitarstjóra.


Tóku til máls: Kristján, Einar Jón, Skúli.

Einar Jón kom með eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að fella út möguleika í fyrirhuguðu útboði á því að einn aðili geti fengið allar aksturleiðir annað hvort sunnan eða vestan Búðardal.

Skúli leggur til að tillögu Einars Jóns verði vísað til fræðslunefndar og að fræðslunefnd taki til umræðu aldur leikskólabarna í skólabílum.

Samþykkt samhljóða


Minnisblað - 1903004 - Skólaakstur.pdf
7. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Bréf lögmanns Dalabyggðar til lögmanns Arnarlóns ehf. lagt fram.
Tóku til máls: Einar Jón, Kristján.

Bréf lögmanns Dalabyggðar lagt fram.
8. 1904010 - Erindi vegna tómstundastyrks.
Erindi frá Hestamannafélaginu Glað vegna reglna um tómstundastyrk.
Tók til máls: Einar Jón, Kristján, Skúli,

Einar Jón kom með eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir eftirfarandi breytingar á reglum um hvað sé hægt að nota frístundastyrk í:
Að fellt verði út: Samfellt í a.m.k. 8 vikur og eftir standi þá eftirfarandi:
-Skipulagt frístundastarf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, skátastarf og annað reglubundið frístundastarf.

Tillaga Einars Jóns borin upp.
Samþykkt samhljóða.
v tómstundastyrks.pdf
9. 1903004 - Eiríksstaðir 2019
Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs 4.04.2019:
1903004 - Eiríksstaðir 2019
Drög að samningi lögð fram.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri gangi frá samningi við Iceland up close ehf. með fyrirvara um samþykki sveitarsjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 10. fundar atvinnumálanefndar 5.04.2019:
1903004 - Eiríksstaðir 2019
Samningur kynntur.
Atvinnumálanefnd mælir með samþykkt samningsins.

Samningurinn við Iceland up close ehf. samþykktur samhljóða.
Umsókn um rekstur Eiríksstaða IUC.pdf
Greinargerð með umsókn um Eiríksstaði.pdf
Drög að auglýsingu eiríksstaðir.pdf
Samningur um Eiríksstaði - drög.pdf
Upplýsingar um rekstur Eiríksstaða eftir umfjöllun.pdf
10. 1804010 - Tjaldsvæðið Búðardal
Úr fundargerð 221. fundar byggðarráðs frá 28.03.2019:
1804010 - Tjaldsvæðið Búðardal
Drög að samningi við rekstraraðila lögð fram.
Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 10. fundar atvinnumálanefndar 5.04.2019:
1804010 - Tjaldsvæðið Búðardal
Samningur kynntur.
Atvinnumálanefnd mælir með samþykkt samningsins.

Samningurinn við Anne Carolin A Baare-Schmidt samþykktur samhljóða.
Samningur um tjaldsvæði - loka.pdf
Umsokn1 Tjaldsv.2019.pdf
Tjaldsvæði-afmörkun_rekstrarsamningur 2019-.pdf
11. 1807013 - Vínlandssetur
Úr fundargerð 221. fundar byggðarráðs frá 28.03.2019:
1807013 - Vínlandssetur
Niðurstöður útboðs kynntar.
Eitt tilboð barst frá tveimur aðilum sameiginlega. Tilboðið hljóðar upp á 30,2 m.kr. en kostnaðaráætlun var um 18,3 m.kr

Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs frá 4.04.2019:
1807013 - Vínlandssetur
Umræða um framhald framkvæmda.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tilboðinu verði ekki tekið en teknar verði upp viðræður við tilboðsgjafa um möguleika á öðrum forsendum við framkvæmdina.
Samþykkt samhljóða.

Kristján Ingi Arnarsson starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi og Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir dagskrárlið 7.

Tóku til máls: Skúli, Sigríður, Kristján, Pálmi.

Pálmi lagði fram eftirfarandi viðbót við tillögu byggðarráðs: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, formanni byggðarráðs og byggingarfulltrúa að ræða við tilboðsgjafa.

TIllaga byggðarráðs með ofangreindri viðbót samþykkt samhljóða.
12. 1902035 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda - Saurar.
Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs 4.04.2019:
1902035- Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Ekki verður gerð breyting á sorpgjaldi á þessu ári en álagningin verður endurskoðuð í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.

Tóku til máls: Einar Jón, Skúli, Ragnheiður.

Tillaga Byggðarráðs borin upp til atkvæða.

Samþykkt samhljóða.
Kristján Sturluson sveitarstjóri vék af fundi undir dagskrárliðum 12, 13 og 14.
13. 1902036 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda - Brautarholt 2.
Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs 4.04.2019:
1902036 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Ekki verður gerð breyting á sorpgjaldi á þessu ári en álagningin verður endurskoðuð í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
14. 1902038 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda - Hafurstaðir
Úr fundargerð 222. fundar byggðarráðs 4.04.2019:
1902038 - Ósk um breytingu á fasteignagjöldum v. sorpgjalda
Frestað á fundi byggðarráðs 28. mars 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Ekki verður gerð breyting á sorpgjaldi á þessu ári en álagningin verður endurskoðuð í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
15. 1811006 - Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd
Úr fundargerð 92. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.04.2019:
1811006 - Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd
Jarðareigendur Óss á Skógarströnd óska eftir lausn úr landbúnaðarnotkun fyrir frístundasvæðið sem er í deiliskipulagsferli.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst og bárust athugasemdir frá Heilbrigðiseftirlitinu. Skipulagsgögn hafa verið uppfærð í samræmi við athugasemdir og svæðið fornleifaskráð og minjum bætt við uppdrátt.
Nefndin samþykkir að landið sé tekið úr landbúnaðarnotkun.

Nefndin samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar þegar niðurstaða liggur fyrir.

Sveitarsjórn staðfestir niðurstöðu umhverfis og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.


Umsögn Umhverfisstofnunar barst í pósti eftir að umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um málið. Þar er vísað til verndarsvæða, sem þegar eru tilgreind í greinargerð skipulagsins. Gerð er athugasemd við að ekki sé málsett frá árbakka að byggingarreitum. Framkvæmdir verði minnst 50 metra frá sjávar- og árbökkum, eins og skipulagsreglugerð kveður á um, en stofnunin mælir með að vegalendin sé 100 metrar til að vernda sjávarströnd og bakkagróður.
Sveitarstjórn telur að ekki sé hægt að ganga lengra á notkunarrétt landeigenda en skipulagsreglugerð segir til um, varðandi fjarlægð framkvæmda frá árbakka. Í kafla 2.4 í greinargerð með skipulagsbreytingunni eru skilmálar um verndun bakkagróðurs og næsta umhverfi vatnsins. Uppdráttur hefur verið uppfærður þannig að 50 metra fjarlægð byggingarreita frá bakka er sýnileg.
Samþykkt samhljóða.
Ós_brASK_beðni til Skipulagsstofnunar
Umsókn um lausn úr landbúnaðarnotkun-undirritað
Umsögn frá Umhverfisstofnun
Umsögn frá Skipulagsstofnun
Umsögn frá Vegagerðinni
Ós_deiliskipulagsgögn_01-04-2019
Umsögn Heilbrigðiseftirlits_feb19
Allar umsagnarbeðnir - feb 2019
16. 1904011 - Framkvæmdarleyfi - laxastigi við Sólheimafoss í Laxá
Úr fundargerð 92. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.04.2019:
1904011 - Framkvæmdarleyfi - laxastigi við Sólheimafoss í Laxá
Veiðifélag Laxdæla sækir um framkvæmdarleyfi fyrir gerð laxastiga til hliðar við Sólheimafoss í Laxá í Laxárdal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdirnar.

Samþykkt samhljóða.
Umsögn Fiskistofu.pdf
1706-1-1_tkn.pdf
Umsókn_eyðublað-sign.jpg
1706-Greinagerd.pdf
1706-1-2_tkn.pdf
17. 1903015 - Skógrækt í Stóra-Langadal
Úr fundargerð 92. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.04.2019:
Skógrækt í Stóra-Langadal - 1903015
Benedikt R. Steingrímsson sækir um framkvæmdarleyfi fyrir 148ha skógrækt í landi Stóra-Langadals á Skógarströnd.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla um skógrækt í Stóra-Langadal
18. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
úr fundargerð 92. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.04.2019:
1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Skipulagslýsing, unnin af Eflu, lögð fram til yfirferðar og samþykktar fyrir auglýsingu, sbr samþykkt frá mars sl.
Nefndin samþykkir greinargerðina. Fram komi í auglýsingum að lýsingarferli vegna annars samskonar verkefnis sé í gangi.

Samþykkt samhljóða.
ASK - Lysing_Sólheimar_190401.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
19. 1903003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 221
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
20. 1904001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 222
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
21. 1902008F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 91
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
22. 1903006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 10
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
23. 1903005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 92
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
24. 1903032 - Fasteignafélagið Hvammur, aðalfundur 2019 og stjórnarfundir
Fundargerðir stjórnarfunda og aðalfundar Fasteignafélagsins Hvamms ehf. lagðar fram.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur 4_4_2019 kl_15_00.pdf
Fasteignafélagið Hvammur 4_4_2019 kl_15_35.pdf
Fasteignafélagið Hvammur - aðalfundur 2019.pdf
25. 1807004 - Dalagisting ehf - fundargerðir
Fundargerð stjórnar Dalagistingar ehf. 9. apríl 2019 lögð fram.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Dalagisting ehf 66.pdf
26. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019
Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 869.pdf
Mál til kynningar
27. 1903035 - Umsókn um niðurrif mannvirkja - Sælingsdalur
Úr fundargerð 92. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.04.2019:
Umsókn um niðurrif mannvirkja - Sælingsdalur - 1903035
Umsókn um niðurrif mannvirkja í Sælingsdal.
Matshlutar nr. 04 Fjárhús byggt 1933
06 Hlaða byggt 1966
08 Geymsla byggt 1935
09 Fjárhús byggt 1990
Mál lagt fram til kynningar.

Mál lagt til kynningar.
28. 1809019 - Húsnæðismál - umsókn um stofnframlag
Lögð var inn til Íbúðalanasjóðs umsókn um stofnframlag vegna þriggja íbúða fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar.
Tók til máls: Skúli.

Lagt fram til kynningar.
29. 1903031 - Sorpurðun Vesturlands - grænt bókhald og ársreikningur 2018
Dagskrá aðalfundar, grænt bókhald og ársreikningur lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundir 2019 - dagskrá.pdf
Sorpurðun Vesturlands hf. ársreikningur 2018 undirritaður.pdf
Grænt bókhald 2018 bls_1-12.pdf
Grænt bókhald 2018 bls_13-24.pdf
30. 1903010 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - ársskýrsla og ársreikningur 2018
Ársskýrsla og ársreikningur 2018 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur 2018 undirritaður.pdf
Dagskrá aðalfundar SSV 2019.pdf
Ársskýrsla 2018 2.pdf
Ársreikningur ÞRMF 2018 undirritaður.pdf
31. 1904013 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - ársreikningur 2018
Ársreikningur 2018 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Ffel Hvammur 2018.pdf
32. 1904014 - Dalagisting ehf. - ársreikningur 2018
Dalagisting ehf., ársreikningur 2018 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Dalagisting 2018.pdf
33. 1904012 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 2019 - ársskýrsla og ársreikningur 2018
Ársskýrsla og ársreikningur 2018 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársskyrsla HEV 2018.pdf
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ársreikningur 2018.pdf
34. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra apríl 2019.pdf
Næsti fundur sveitarstjórnar er 9. maí.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta