Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 92

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.04.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Kristján Ingi Arnarson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt er til að eftirfarandi máli verði bætt á dagskrá fundarins: 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023 og 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima.
Samþykkt samhljóða.

Einnig sat Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1811006 - Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd
Jarðareigendur Óss á Skógarströnd óska eftir lausn úr landbúnaðarnotkun fyrir frístundasvæðið sem er í deiliskipulagsferli.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst og bárust athugasemdir frá Heilbrigðiseftirlitinu. Skipulagsgögn hafa verið uppfærð í samræmi við athugasemdir og svæðið fornleifaskráð og minjum bætt við uppdrátt.

Nefndin samþykkir að landið sé tekið úr landbúnaðarnotkun.

Nefndin samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar þegar niðurstaða liggur fyrir.
2. 1904011 - Framkvæmdarleyfi - laxastigi við Sólheimafoss í Laxá
Veiðifélag Laxdæla sækir um framkvæmdarleyfi fyrir gerð laxastiga til hliðar við Sólheimafoss í Laxá í Laxárdal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdirnar.
3. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Á 221. fundi byggðarráðs þann 28.03.2019 var eftirfarandi samþykkt:
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 á fundum sínum í apríl og maí, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að leitað verði tilboða í gerð aðalskipulags hjá þeim aðilum sem falla innan rammasamnings Ríkiskaupa. Nefndin ræddi sorpmál og mun taka málið aftur upp á næsta fundi.
4. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Skipulagslýsing, unnin af Eflu, lögð fram til yfirferðar og samþykktar fyrir auglýsingu, sbr samþykkt frá mars sl.
Nefndin samþykkir greinargerðina. Fram komi í auglýsingum að lýsingarferli vegna annars samskonar verkefnis sé í gangi.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
5. 1903035 - Umsókn um niðurrif mannvirkja - Sælingsdalur
Umsókn um niðurrif mannvirkja í Sælingsdal.
Matshlutar nr. 04 Fjárhús byggt 1933
06 Hlaða byggt 1966
08 Geymsla byggt 1935
09 Fjárhús byggt 1990

Mál lagt fram til kynningar.
6. 1903015 - Skógrækt í Stóra-Langadal
Benedikt R. Steingrímsson sækir um framkvæmdarleyfi fyrir 148ha skógrækt í landi Stóra-Langadals á Skógarströnd.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi.
7. 1904003 - Umsagnarbeiðni - The Castle, gististaður í flokki III
Embætti sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist beiðni Carolin Baare Schmidt f.h. Dalahesta ehf kt.650418-0930 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekið er sem The Castle að Brekkuhvammi 1 (F2117185), Búðardal sem skiptist í gistingu í íbúðarhúsinu og þremur smáhýsum á lóðinni. Fyrri rekstraraðili Jóhannes H.Hauksson er með gilt rekstrarleyfi LG-REK-012216 dags.28.6.2017 sem gildir ótímabundið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Mál til kynningar
8. 1810028 - Tillaga um endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps
Endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps
Málið lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta