Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 4

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.03.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson, Ritari


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1811014 - Jörvagleði 2019
Ferðamálafulltrúi kynnti stöðu mála, ákveðið að halda áfram skipulagningu og vera með nokkuð endanlega dagskrá um 15. mars.
Bjarnheiður kemur inn á fundinn og fer yfir dagskrá fyrir Jörvagleði.

Umræða um dagskrá fyrir Jörvagleði, en mikið er um skemmtilega atburði og dagskrá metnaðarfull.

Dagskráin er næstum tilbúin og verður gefin út fyrstu vikuna í apríl.
2. 1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Fyrir liggur minnisblað um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 8.2.2019.
Fyrir liggur minnisblað - kostir í stöðunni um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 27.3.2019.

Valdís kemur inná fundinn.
Hún hefur tekið saman nokkra punkta með framtíðarhúsnæði sem byggja á því húsnæði sem að Dalabyggð á og öðru húsnæði sem væri hugsanlega í boði.

Nefndin ætlar að semja fyrirspurn til sveitastjórnar varðandi hver vilji sveitastjórnar er gagnvart því húsnæði sem sveitafélagið á nú þegar og hvort að eitthvað af því húsnæði sé hugsað til þess að hýsa safnið til frambúðar.

Þorgrímur og Valdís ætla að taka saman fyrirspurnina.
Minnisblað 27.03.2019
Minnisblað 9.2.2019 Byggðasafn Dalamanna húsnæðismál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta