Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 220

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.03.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá: 1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, 1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra og 1903012 - Refa- og minkaveiði 2019. Verða liðir 8, 9 og 10, aðrir dagskrárliðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903006 - Ársreikningur Dalabyggðar 2018
Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2018 lagður fram.
Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar mætir á fundinn og fer yfir ársreikninginn.

Dalagisting ehf. kemur inn í samstæðuna 2018. Taka þarf Dalagistingu inn í áætlun með viðaukum.
Ábending um utanumhald með framkvæmdum Dalaveitna ehf. þar sem fjárfesting var mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Breyttir útreikningar á skuldaviðmiðiði.
Afkoma lakari en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun er í henni var gert ráð fyrir söluhagnaði.
81,5 m.kr. vegna fyrirframgreiðslu til Brúar. Kemur til greiðslu eftir 2020, um 3 m.kr. á hverju ári.
Kröfur A hluta á B hluta hafa hækkað vegna framkvæmda.
Rekstrarniðurstaða A hluta um 81 m.kr., eignir um 1.485 m.kr.

Reikningurinn undirritaður og samþykkt að visa honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir þessum lið.
2. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Bréf frá lögmanni Arnarlóns lagt fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að framkomnum kröfum Arnarlóns ehf. verði hafnað og lögmanni Dalabyggðar falið að svara bréfi fyrirtækisins.
Samþykkt samhljóða.
Bréf til lögmanns Dalabyggðar_040319.pdf
3. 1902039 - Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda 2019.
Björgunarsveitin Ósk sækir um styrk vegna fasteignaskatts.
Samþykkt með fyrirvara um að ársreikningi sé skilað.
Samþykkt samhljóða.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Reglur Dalabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og.pdf
4. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri funduðu 4. mars sl. með framkvæmdastjóra Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.

Málinu frestað.
5. 1903005 - Drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga
Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun. Ályktunin verður send til heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanna Norðvesturkjördæmis.

Byggðaráð Dalabyggðar mótmælir harðlega þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpi til nýrra lyfjalaga að verðlagning dýralyfja og lausasölulyfja verði gefin frjáls og að heimildir dýralækna til reksturs lyfjasölu verði afnumdar.
Dýralæknar hafa sérþekkingu á dýralyfjum sem lyfjafræðingar hafa ekki. Þá treysta dýralæknar í dreifðari byggðum á lyfjasölu til þess að halda uppi tekjum sínum, því ekki eru næg verkefni til að byggja laun dýralækna á vitjunum einum saman. Gjaldskrá dýralækna gæti hækkað umtalsvert ef af þessu verður til að standa undir rekstri.
Ef lyfjasalan er ekki fyrir hendi eru þó nokkrar líkur á að erfitt verði að fá dýralækna til starfa í dreifðari byggðum landsins. Minnt er á hvað gerðist þegar læknar máttu ekki lengur reka lyfsölu.
Við státum okkur af dýravelferð og lítilli sýklalyfjanotkun. Það er staðreynd að á Íslandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði hvað minnst. Sá árangur hefur náðst m.a. með góðu og skilvirku samstarfi dýralækna og bænda, slíkur árangur hefur náðst með ábyrgri lyfjanotkun sem sannarlega hefur verið viðhöfð hjá bæði dýralæknum og bændum. Það er því engin ástæða fyrir að afnema heimildir til lyfjasölu dýrlækna.
Það felst mikið öryggi í því fyrir bændur að geta leitað til dýralæknis sem næst búum sínum og treyst á að viðeigandi meðhöndlun á dýrinu geti hafist sem fyrst. Með frumvarpinu, þar sem heimild dýralækna til lyfjasölu er afnumin, er því verulega verið að draga niður dýravelferð. Dýr geta veikst snögglega hvenær sem er sólarhringsins, allan ársins hring og í öllum veðrum. Í Dalabyggð getur verið um langan veg að fara og getur reynst erfitt fyrir bændur að komast í lyfjasölu, auk þess að opnunartími er mjög takmarkaður, engin bakvakt né neyðarþjónusta. Getur það þýtt að meðhöndlun hefjist jafnvel of seint. Erfitt er að sjá hvernig það stuðlar að aukinni dýravelferð, svo ekki sé talað um það tjón og kostnaðarauka sem kann að hljótast af þessu.
Drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga.pdf
6. 1804010 - Tjaldsvæðið Búðardal
Umsókn um rekstur tjaldsvæðis í Búðardal kynnt.
Byggðarráð mælir með því að gengið verði til samninga við Carolin Baare-Schmidt um rekstur tjaldsvæðis í Búðardal til þriggja ára.
Samþykkt samhljóða.
7. 1903004 - Eiríksstaðir 2019
Umsóknir um rekstur Eiríksstaða kynntar.
Tilboð bárust frá tveimur aðilum. Byggðarráð leggur til að fundað verði með báðum áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Atvinnuráðgjöf SSV taki þátt í fundunum.
Samþykkt samhljóða.
8. 1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Umræða um kostnaðarskiptingu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að af hálfu Dalabyggðar verði miðað við óbreytt samningsdrög varðandi kostnaðarskiptingu embætta skipulags- og byggingarfulltrúa.
9. 1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Umræður um kostnaðarskiptingu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að af hálfu Dalabyggðar komi til greina að tiltekin upphæð, t.d. 1 m.kr. verði grunnframlag af hálfu sveitarfélaga sem aðild eiga að byggðarsamlaginu um slökkviliðin.
10. 1903012 - Refa- og minnkaveiði 2019.
Ákvörðun um auglýsingu og samninga vegna 2019.
Samþykkt að auglýsa eftir refa- og minkaveiðimönnum. Þeir sem hafa haft samning við Dalabyggð um verkefnið hafi forgang að því.
Mál til kynningar
11. 1901005 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019
Lagt fram.
Frá nefndasviði Alþingis - 86. mál til umsagnar
12. 1902018 - Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunar og eflingu lýðræðis
Lagt fram.
Bréf til sveitarfélaga
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta