Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 91

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.03.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir varaformaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Ingibjörg Anna Björnsdóttir varamaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jón Egill Jónsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðrún Andrea Einarsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Anna Björnsdóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Unnið í skólastefnunni.
2. 1803008 - Auðarskóli - Skólastarf 2018-2019
Umræða um málið fór fram undir dagskrárliðum 3 til 6.
3. 1903028 - Auðarskóli - skóladagatöl 2019-20
Tillaga fræðslunefndar er að sumarleyfi leikskólans 2020 hefjist 6. júlí og standi til 10. ágúst.
Skóladagatal samþykkt.
Leikskóladagatal samþykkt.
Skóladagatal grunnskólans 2019-20
Skóladagatal leikskóla 2019-20
4. 1903022 - Mannahald Auðarskóla 2019-2020
Tvær 100% grunnskólakennarastöður fyrir næsta haust verða auglýstar í næstu viku. Einnig verður auglýst 100% staða tónlistarkennara.

5. 1903023 - Skólaþróun Auðarskóla - byrjendalæstri og skólapúlsinn
Byrjendalæsi: Fræðslunefnd mun kynna sér málið.
Skólapúlsinn: Heimasíða þar sem starfsmenn skóla, nemendur og forráðamenn svara könnunum um skólastarfið. Þetta gæti eflt innra mat skólans.
6. 1903024 - Opnunartími leikskóla
Stytting opnunartíma leikskóla tekur gildi í ágúst 2019. Hann styttist um 30 mín. (úr 17:15 í 16:45. Foreldrum verður tilkynnt um þessa breytingu.

Mál til kynningar
7. 1903003 - Vinnuskóli fyrir ungmenni
Lagt fram til kynningar.Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

Næsti fræðslunefndarfundur er áætlaður 29.apríl 2019.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta