Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 172

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.02.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Magnína G Kristjánsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Vegna tæknilegra vandamála var ekki gerð hljóðupptaka af fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1811024 - Ísland ljóstengt 2019
Úr fundargerð 15. fundar stjórnar Dalaveitna ehf. frá 21. febrúar sl.:
1811024 - Ísland ljóstengt 2019.
Fjarskiptasjóður hefur sent Dalaveitum tilboð um styrk sem nemur 60% af kostnaðaráætlun, skipt á tvö ár.
Ákveðið að ganga að tilboðinu og skipta verkinu niður þannig að í ár verði lagður ljósleiðari frá Tjaldanesi að Á.

Til máls tóku: Kristján, Skúli

Oddviti ber fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn staðfestir tillögu stjórnar Dalaveitna um að ganga að tilboði Fjarskiptasjóðs.
Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð tilboð.pdf
Fundargerðir til kynningar
2. 1902027 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2019
Fundargerð frá 21. febrúar sl. lögð fram.
Dalaveitur ehf 15.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15 

Til bakaPrenta