Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 173

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
14.03.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Magnína G Kristjánsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri
Lagt til að tveimur málum verði bætt á dagskrá: Fundargerð 91. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar sem verði dagskrárliður 23 og mál nr. 1903018 - Breyting á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 sem verði dagskrárliður 16. Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við þetta.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902028 - Skrifstofuhúsnæði
Úr fundargerð 219. fundar byggðarráðs frá 28.02.2019:
Skrifstofuhúsnæði - 1902028
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur óskað eftir að starfsmaður embættisins fái starfsaðstöðu á skrifstofu Dalabyggðar.
Ákveðið að óska eftir að sýslumaður komi á fund sveitarstjórnar 14. mars.
Samþykkt samhljóða.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi, Ólafur K. Ólafsson, mætir á fundinn.

Tóku til máls: Ólafur K. Ólafsson, Ragnheiður.

Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Sýslumanninn á Vesturlandi um að starfsmaður embættisins fái starfsaðstöðu á skrifstofu Dalabyggðar. Samningurinn verði lagður fyrir byggðarráð til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.
Berglind Lilja Þorbergsdóttir sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á Vesturlandi sat fundinn undir dagskrárlið 1..
2. 1903006 - Ársreikningur Dalabyggðar 2018 - fyrri umræða
Úr fundargerð 220. fundar byggðarráðs frá 11.03.2019:
Ársreikningur Dalabyggðar 2018 - 1903006
Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2018 lagður fram.
Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar mætir á fundinn og fer yfir ársreikninginn.
Dalagisting ehf. kemur inn í samstæðuna 2018. Taka þarf Dalagistingu inn í áætlun með viðaukum.
Ábending um utanumhald með framkvæmdum Dalaveitna ehf. þar sem fjárfesting var mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Breyttir útreikningar á skuldaviðmiðiði.
Afkoma lakari en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun er í henni var gert ráð fyrir söluhagnaði.
81,5 m.kr. vegna fyrirframgreiðslu til Brúar. Kemur til greiðslu eftir 2020, um 3 m.kr. á hverju ári.
Kröfur A hluta á B hluta hafa hækkað vegna framkvæmda.
Rekstrarniðurstaða A hluta um 81 m.kr., eignir um 1.485 m.kr.

Reikningurinn undirritaður og samþykkt að vísa honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar mætir á fundinn.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi kynnti ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2018 á og fór yfir endurskoðunarskýrslu.

Til máls tóku: Einar Jón, Haraldur, Kristján.
Fyrir liggur til fyrri umræðu ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2018 undirritaður af byggðarráði og sveitarstjóra. Einnig liggur fyrir sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrsla.
Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2018 voru fyrir A og B-hluta 930,5 millj. kr. en rekstrargjöld 828,6 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 68,6 millj. kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 19,8 millj. kr og rekstrarniðurstaða jákvæð um 49,4 millj. kr.
Í A hluta voru rekstrartekjur 774,0 millj. kr., rekstrargjöld 675,6 millj. kr. og fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld 2,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 81,0 millj. kr.
Fastafjármunir A og B hluta voru í árslok 1.176,3 millj. kr., veltufjármunir 224,2 millj. kr. og eignir alls um 1.400,5 millj. kr. Langtímaskuldir voru 367,6 millj. kr. skammtímaskuldir 182,7 millj. kr og skuldir og skuldbindingar alls um 644,5 millj. kr.
Fyrir A hluta var veltufé frá rekstri um 112 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 36,5 millj. kr. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 100,5 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 9,5 millj. kr.

Veltufjárhlutfall A og B hluta var 1,23, eiginfjárhlutfall 0,54, skuldahlutfall 69,3% og skuldaviðmið 32%. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 131,5 millj. kr. Tekin voru ný langtímalán á árinu 132,1 millj. kr, þar af eru 82,1 millj.kr. vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Handbært fé í ársbyrjun var 141,8 millj. kr. en í árslok 135,8 millj. kr.
Oddviti bar upp bókun um ársreikning.
Samþykkt samhljóða.

Oddviti lagði til að ársreikningi 2018 verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt í einu hljóði.

Ársreikningurinn verður birtur á vef og íbúar hvattir til að senda inn fyrirspurnir varðandi hann sem teknar yrðu fyrir við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar.
Dalabyggð Endurskoðunarskýrsla 2018-14.mars-2019.pdf
Dalabyggð sundurliðunarbók 2018.pdf
Ársreikningur Dalabyggðar - 2018 - Endanlegt.pdf
3. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Úr fundargerð 219. fundar byggðarráðs frá 28.02.2019:
Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013
Úr fundargerð 171. fundar sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14. febrúar sl.:
Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013
Tóku til máls: Einar Jón, Kristján, Skúli,
Sveitarstjórn felur byggðarráði að gera tillögu að hvernig staðið verði að áframhaldandi söluferli Lauga og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Magnús Pálmi Skúlason lögmaður tekur þátt í þessum dagskrárlið í síma.
Það sem er til sölu skv. samþykkt sveitarstjórnar eru byggingar og lóðir undir þeim. Samningum við fasteignasala verði slitið.
Varðandi heita vatnið verði farið í viðræður við meðeiganda sveitarfélagsins að Laugum um fyrirkomulagið þar.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 220. fundar byggðarráðs frá 11.03.2019:
Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013
Bréf frá lögmanni Arnarlóns lagt fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að framkomnum kröfum Arnarlóns ehf. verði hafnað og lögmanni Dalabyggðar falið að svara bréfi fyrirtækisins.
Samþykkt samhljóða.


Tóku til máls: Einar Jón, Kristján, Eyjólfur.
Tillaga um að samningum við fasteignasala verði slitið.
Samþykkt með 4 atkvæðum, (RP, ÞJS, EB, SHS) þrír sitja hjá (SHJ, PJ, EJG)
Tillaga um að farið verði í viðræður við meðeiganda sveitarfélagsins að Laugum um fyrirkomulagið varðandi heita vatnið.
Tók til máls. Einar Jón.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að framkomnum kröfum Arnarlóns ehf verði hafnað og lögmanni Dalabyggðar falið að svara bréfi fyrirtækisins.
Tóku til máls: Einar Jón, Ragnheiður, Pálmi.
Pálmi leggur til að fresta tillögunni.
Tillagan féll á jöfnun atkvæðum, einn sat hjá (SHS), þrír á móti (EB,RP,ÞJS), þrír samþykkja (PJ, EJG, SHJ).
Tillaga Byggðarráðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum (EB, RP, ÞJS), tveir á móti (EJG, PJ), tveir sátu hjá (SHJ, SHS).
Bréf til lögmanns Dalabyggðar_040319.pdf
4. 1903009 - Beiðni um styrk til foreldrafélags Auðarskóla
Foreldrafélag Auðarskóla sækir um styrk kr. 450.000.
Til máls tóku: Sveitarstjóri.

Sveitarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu: Foreldrafélagi Auðarskóla verði veittur styrkur að upphæð kr. 400.000 í samræmi við fjárhagsáætlun. Áður en styrkurinn verður greiddur leggi Foreldrafélag Auðarskóla fram siðareglur í samræmi við samþykkt 166. fundar sveitarstjórnar frá 18. október 2018, 16. dagskrárlið.
Samþykkt samhljóða.
Umsókn um styrk frá Foreldrafélagi Auðarskóla.pdf
5. 1810018 - Ungmennaráð Dalabyggðar
Úr fundargerð 90. fundar fræðslunefndar frá 22.02.2019:
Ungmennaráð Dalabyggðar - 1810018
Fræðslunefnd staðfestir val ungmenna í ungmennaráð Dalabyggðar en bendir á að enn vanti einn aðila í ungmennaráðið samanber skipunarbréfi Dalabyggðar.
Búið er að fullskipa í ungmennaráð. Eftirfarandi ungmenni sitja í ráðinu:
Árdís Lilja Kristjánsdóttir
Hólmfríður Tania Steingrímsdóttir
Soffía M. Kristjánsdóttir
Sigurdís Katla Jónsdóttir

Skipan ungmennaráðs staðfest.
Samþykkt samhljóða.
6. 1902039 - Umsókn frá Björgunarsveitinni Ósk um styrk vegna fasteignagjalda 2019.
Úr fundargerð 220. fundar byggðarráðs frá 11.03.2019:
Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda 2019. - 1902039
Björgunarsveitin Ósk sækir um styrk vegna fasteignaskatts.
Samþykkt með fyrirvara um að ársreikningi sé skilað.
Samþykkt samhljóða.

Ársreikningur liggur fyrir með umsóknargögnum.
Samþykkt samhljóða.
Ársreikningur Björgunarsveitarinnar Óskar 2018 - óafgreiddur.pdf
Reglur Dalabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og.pdf
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Siðareglur Landsbjargar.pdf
7. 1902021 - Dalaveitur - Framkvæmdir 2019
Úr fundargerð 16. fundar stjórnar Dalaveitna ehf. frá 11.03.2019:
1902021 - Dalaveitur - Framkvæmdir 2019.
Fjarskiptasjóði hefur verið svarað um að tilboði sjóðsins vegna Ísland ljóstengt 2019 verði tekið.
Ákveðið ljúka framkvæmdum á árinu.
Samþykkt samhljóða.

Tók til máls: Kristján,

Samþykkt samhljóða.
8. 1807008 - Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar
Úr fundargerð 171. fundar sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.02.2019:
1807008 - Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar
Úr fundargerð 51. fundar félagsmálanefndar frá 30.01.2019:
Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar - 1807008
Hækkun aldurstakmarks úr 16 í 18 ár.
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, verði 18 ár. Sama gildi hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Samþykkt samhljóða.
Tóku til máls: Einar Jón, Skúli, Sigríður, Kristján.
Sveitarstjórn Dalabyggðar vísar tillögu félagsmálanefndar til umsagnar ungmennaráðs og annarra hagsmunaaðila sem haldið hafa skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar. Umsagnir skulu hafa borist sveitarstjórn fyrir fund sveitarstjórnar 9. mars n.k

Umsagnir lagðar fram.

Tóku til máls: Ragnheiður, Einar Jón, Svana, Eyjólfur,

Lögð fram eftirfarandi tillaga Ragnheiðar: Tillaga um að umræðu um aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar verði vísað frá þar sem lög nr. 85/2007 5.gr. eru svo vítæk að illmögulegt er að framfylgja aldurstakmarki.

Tillagan felld með fjórum atkvæðum (EJG, SHJ, PJ, ÞJS), tveir samþykkir (RP, SHS), einn situr hjá (EB).


Lögð fram tillaga félagsmálanefndar

Samþykkt með 4 atkvæðum (SHJ, PJ, EJG, ÞJS), gegn tveimur (SHS, RP), einn sat hjá (EB).
Tölvupóstur frá umboðsmanni barna - 18_02_2019.pdf
Minnisblað - 1807008 - 18 ára aldurstakmark.pdf
Umsögn ungmennaráðs.pdf
Tölvupóstur frá umboðsmanni barna - 11_02_2019.pdf
Erindi til sveitarstjórnar_Jón Egill Jóhannsson 09_03_2019.pdf
Tölvupóstur frá umboðsmanni barna - 26_02_2019.pdf
umsagnir - Kvenfélagið Fjóla - Ungmennafélagið Ólafur Pá - UDN.pdf
sveitastjórnarbréf 2_ Sigurdís Katla Jónsdóttir.pdf
9. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Úr fundargerð 91. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 8.03.2019:
Ósk um aðalskipulagsbreytingu fyrir vindlund á jörð Sólheima - 1902037
Quadran Development Iceland óskar eftir að hefja skipulagsferli við breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna áætlana fyrirtækisins um uppbyggingu vindorkugarðs á jörðinni Sóleimum í Laxárdal.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að vinna lýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 - 2016 vegna vindorkugarðs í landi Sólheima þar sem óskað er eftir umsögnum viðeigandi stofnana og athugasemda hagsmunaaðila. Nefndin bendir á að þetta er einungis fyrsta skrefið í ferli breytinga.
Nefndin lítur svo á að breytingin á aðalskipulagi verði öll norðan vegsvæðis, eins og kemur fram á mynd 1 í minnisblaði Eflu frá 19.2.2019.

Samþykkt samhljóða.
FW: Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima.
Erindi vegna aðalskipulags
Minnisblað_Sólheimar.pdf
Sólheimar - Takmarkanir.pdf
Minnisblað_vindlundur_Sólheimar
10. 1811005 - Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða.
Úr fundargerð 91. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 8.03.2019:
Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs - 1811005
Skipulagslýsing, unnin af Eflu, lögð fram til yfirferðar og samþykktar fyrir auglýsingu, sbr samþykkt frá desember sl.
Nefndin samþykkir greinargerðina, með eftirtöldum breytingum:
Við lið 5.1 um umsagnaraðila bætist:
Eigendur aðliggjandi jarða og frístundahúsa
Liður 5.3 breytist þannig:
Í stað Mars/apríl komi Mars/maí
Í stað Maí/júní komi Júni/júlí
Í stað Júní/ágúst komi Ágúst/september
Í stað Ágúst/september komi Október/nóvember
Í stað Október/nóvember komi Desember/janúar
Fram komi í auglýsingum að lýsingarferli vegna annars samskonar verkefnis sé í farvatninu.
Við greinargerðina bætist uppdráttur sem sýnir ytri mörk mögulegs iðnaðarsvæðis.

Tillaga um að bæta við nafn í málaskrá í landi Hróðnýjarsstaða.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Hróðnýjarstaðir, skipulagslýsing
ASK_svæði, tillaga - 418ha
11. 1902040 - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi jarðarinnar Hvoll 137860
Úr fundargerð 91. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 8.03.2019:
Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Hvols í Saurbæ - 1902040
Landeigendur og Vegagerðin óska eftir að stofna lóð um vegsvæði úr landi Hvols í Saurbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðar.

Samþykkt samhljóða.
Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi jarðarinnar Hvoll 137860
12. 1903002 - Rekstur Silfurtúns 2019
Úr fundargerð 22. fundar Stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns frá 05.03.2019:
Rekstur Silfurtúns 2019 - 1903002
Rætt um fund með heilbrigðisráðherra 20. febrúar.
Í framhaldi af honum þarf að óska eftir fundi með Fellsenda varðandi samstarf.
Einnig verði óskað eftir tveimur hvíldarinnlagnarrýmum og einu dagrými.
Samþykkt samhljóða.

Lagt fram minnisblað um fund með heilbrigðisráðherra.

Tillaga um að sveitarstjórn óski eftir fundi með stjórn Fellsenda varðandi samstarf.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að óska eftir tveimur hvílarinnlagnarrýmum og einu dagrými.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 1903002 - fundur með heilbrigðisráðherra.pdf
13. 1712010 - Sameinuð almannavarnanefnd á Vesturlandi
Úr fundargerð 219. fundar byggðarráðs frá 28.02.2019:
Sameinuð almannavarnanefnd á Vesturlandi - 1712010
Staða varðandi ráðningu starfsmanns fyrir Almannavarnanefnd Vesturlands.
Samþykkt samhljóða með fyrirvara um viðauka vegna kr. 150.000 sem er kostnaður Dalabyggðar vegna starfsmannsins á árinu 2019.

Tillaga um viðauka.
Samþykkt samhljóða.
14. 1902032 - Umsókn í styrkvegasjóð 2019
Úr fundargerð 219. fundar byggðarráðs frá 28.02.2019:
Umsókn í styrkvegasjóð 2019 - 1902032
Farið yfir umsókn í styrkvegasjóð og yfirlit yfir styrkvegaframkvæmdir ársins 2018.

Viðar Ólafsson mætir á fundinn.
Sótt verði um 10.800.000 kr. vegna styrkvega. Þegar úthlutun liggur fyrir verði auglýst eftir umsóknum.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Styrkvegir í Dalabyggð 2019.pdf
15. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Úr fundargerð 90. fundar fræðslunefndar frá 22.02.2019:
Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skólaakstur verði boðinn út. Útfæra þarf frekar tillögur um hvernig fyrirkomulagið verði.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn vísar málinu til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd fer yfir reglur um skólaakstur og leggur fram eftirfarandi ábendingar.
Áhersluatriðin:
- Öryggi nemenda
- Traust sé á milli skólabílstjóra, nemenda og foreldra
- Nemendur verji eins litlum tíma í skólabíl og hægt er
Mjög skýrar reglur þurfa að vera um það hvernig eigi að útdeila plássum leikskólabarna í skólabíla.
Eftirfarandi setning í reglum um skólaakstur má taka út þar sem hún þykir óljós.
Skólastjóra er heimilt að breyta fyrirkomulagi heimaaksturs þannig að verktaki skuli aka öðrum börnum heim en komu með honum í skóla um morguninn þó þannig að ekki sé um að ræða lengingu viðveru barna í skólabíl.
- Forsenda þess að geta verið skólabílstjóri er að viðkomandi tali íslensku. Það þarf einnig að vera skýrt hverjir eru varabílstjórar á akstursleið og þeir uppfylli öll skilyrði sem til þeirra eru gerð.
- Bílstjórar skrifa undir sérstakt trúnaðareyðublað þegar þeir hefja störf.
- Sér bíll er fyrir hverja akstursleið
- Krafa sé gerð um að þriggja punkta belti séu í bílunum (öllum sætum)
- Gott samstarf þarf að ríkja á milli starfsmanna leikskóla og skólabílstjóra
Mikilvægt er að framkvæma þær hugmyndir sem fram hafa komið í sambandi við aðgengi að leikskóla s.s. að skólabílar þurfi ekki að bakka á stæðum fyrir framan leikskólann. Fræðslunefnd beinir til sveitarstjórnar að lagfæra aðgengi og aðkomu skólabíla við skólana.

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón,

Málið lagt fram til kynningar.
16. 1903018 - Breyting á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013
Áform um brytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 eru í samráðsgátt og er frestur til að skila umsögnum til 17. mars.
Tók til máls: Ragnheiður,

Ragnheiður leggur fram eftirfarandi bókun.
Mótmæli því að styrkja almenningsrétt til að ferðast um eignarlönd í byggð. Ef af því yrði væri verið að bjóða almenning inn á athafnasvæði sem gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar af ýmsu tagi, td. Slys af völdum búfjár, opin hlið, átroðning á viðkvæm landsvæði og margt fleira.

Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við oddvita að gera umsögn f.h. Dalabyggðar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum 60/2013 um náttúruvernd.“

Tillagan samþykkt samhljóða.
Breyting á lögum um náttúruvernd - samráðsgátt.pdf
Frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd.pdf
Fundargerð
17. 1902001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 219
Tók til máls: Ragnheiður,

Ragnheiður kom með eftirfarandi bókun: 20.1901005-Mál til Alþingi til umsagnar- 2019 lögð fram sex erindi til umsagnar frá nefndarsviði alþingis. Alþingi gefur of stuttan tíma til umsagnar til að það náist að afgreiða mál í nefndum og sveitarstjórn.


Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18. 1902010F - Byggðarráð Dalabyggðar - 220
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
19. 1901002F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 8
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
20. 1902009F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 9
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
22. 1902002F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 22
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
23. 1902003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 90
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
24. 1902004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 91
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
25. 1902027 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2019
Fundargerð Dalaveitna ehf. frá 11.03.2019 lögð fram.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Dalaveitur ehf 16.pdf
26. 1903016 - Fundargerðir ungmennaráðs 2019
Fundargerð frá 28.02.2019 lögð fram.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
1. fundur ungmennaráðs
27. 1902003 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 22.02.2019 lögð fram.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
28. 1903011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
29. 1902025 - Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2. mars 2019
Lögð fram til kynningar.
fundargerð aðalfundar 2019 - ársreikningur 2018 - bændadagar - samningur um leigu - til birtingar.pdf
Mál til kynningar
21. 1903010 - Aðalfundur SSV 03.04.2019
Fundarboð vegna aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lagt fram.
Lögð fram til kynningar.
Fundarboð á aðalfund SSV 03.04.2019
30. 1903014 - Fundarboð - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2019
Lögð fram til kynningar.
Fundarboð - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 29_03_2019.pdf
Tölvupóstur 11_03_2019.pdf
31. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Lögð fram til kynningar.
Til máls tók: Kristján.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra mars 2019.pdf
Tillaga um að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 10. apríl.
Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til bakaPrenta