Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 91

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.03.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Kristján Ingi Arnarson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902037 - Ósk um aðalskipulagsbreytingu fyrir vindlund á jörð Sólheima
Quadran Development Iceland óskar eftir að hefja skipulagsferli við breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna áætlana fyrirtækisins um uppbyggingu vindorkugarðs á jörðinni Sóleimum í Laxárdal.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að vinna lýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 - 2016 vegna vindorkugarðs í landi Sólheima þar sem óskað er eftir umsögnum viðeigandi stofnana og athugasemda hagsmunaaðila. Nefndin bendir á að þetta er einungis fyrsta skrefið í ferli breytinga.
Nefndin lítur svo á að breytingin á aðalskipulagi verði öll norðan vegsvæðis, eins og kemur fram á mynd 1 í minnisblaði Eflu frá 19.2.2019.
2. 1902040 - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Hvols í Saurbæ
Landeigendur og Vegagerðin óska eftir að stofna lóð um vegsvæði úr landi Hvols í Saurbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðar.
3. 1811005 - Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs
Skipulagslýsing, unnin af Eflu, lögð fram til yfirferðar og samþykktar fyrir auglýsingu, sbr samþykkt frá desember sl.
Nefndin samþykkir greinargerðina, með eftirtöldum breytingum:
Við lið 5.1 um umsagnaraðila bætist:
Eigendur aðliggjandi jarða og frístundahúsa
Liður 5.3 breytist þannig:
Í stað Mars/apríl komi Mars/maí
Í stað Maí/júní komi Júni/júlí
Í stað Júní/ágúst komi Ágúst/september
Í stað Ágúst/september komi Október/nóvember
Í stað Október/nóvember komi Desember/janúar
Fram komi í auglýsingum að lýsingarferli vegna annars samskonar verkefnis sé í farvatninu.
Við greinargerðina bætist uppdráttur sem sýnir ytri mörk mögulegs iðnaðarsvæðis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta