Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 90

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.02.2019 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir varaformaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Ingibjörg Anna Björnsdóttir varamaður,
Guðrún B. Blöndal áheyrnarfulltrúi,
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir varamaður,
Guðrún Andrea Einarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Anna Björnsdóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901032 - Farsímanotkun nemenda á skólatíma
Mikilvægt er að fá að heyra hvernig viðhorf samfélagsins er til snjalltækjanotkunar á skólatíma. Skólastjóri leggur til að fræðslunefnd hitti nemendaráð á næsta fundi. Fræðslunefnd óskar eftir áliti frá skólaráði og ungmennaráði um snjalltækjanotkun nemenda á skólatíma. Skólastjóri fagnar umræðunni og segir að það standi til að fá fyrirlestur frá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.
Nemendaráð kemur á fundinn:
Sara Björk, Hafdís, Helga, Sigurdís, Sigríður, Soffía, Stefán, Sigurvin
Kostir þess að vera með síma í skólanum eru m.a.:
- Nýtast sem námstæki t.d. google leit
- Öryggi fyrir sveitabörnin t.d. til að vita hvort það er Hreysi
- Hægt að hlusta á tónlist á meðan verið er að læra

Ókostir:
- Ósanngjarnt að banna símana ef einungis nokkrir aðilar geta ekki farið eftir reglum.

Uppástunga hjá nemendaráði að hafa 1 símalausan dag í viku og þá kennararnir líka.
Vangaveltur um hvort ætti að minnka/takmarka notkun farsímans á miðstigi.
Nemendaráð óskar eftir að fá vatnshana/brunn í skólann.

Skólinn þarf að vera með síma með rafhlöðu svo hægt verði að ná í skólann ef rafmagnið fer.
2. 1803008 - Auðarskóli - Skólastarf 2018-2019
-Íþróttakennsla í Dalabúð
-Skóladagatöl 2019-2020 leik- og grunnskóli
-Framkvæmdir og breytingar

-Íþróttakennsla í Dalabúð:
Eins og staðan er núna að þá stendur ekki til að fara aftur með íþróttakennsluna inn að Laugum.
Aðgengi fatlaðra við Dalabúð er ekki fullnægjandi ef Dalabúð á að vera framtíðar íþróttakennslu aðstaða. Ýmislegt þarf að lagfæra þó svo horft sé til 2-3 ára í notkun fyrir íþróttakennslu. Væri etv best að fá arkitekt til að koma og skoða hvort Dalabúð henti sem raunhæfur kostur til íþróttakennslu til framtíðar. Hlöðver leggur fram minnisblað.

-Skóladagatöl 2019-2020 leik- og grunnskóli:
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri hafa ákveðið að halda áfram að sitja í foreldraviðtölum hjá kennurum þar sem þetta gafst vel í foreldraviðtölum sem voru í janúar sl.
Vetrarfrí verður 31. okt - 4. nóv. 2019
Skipulagsdagar leikskólans fylgja grunnskólanum.

-Framkvæmdir og breytingar:
Vatnsskemmdir í 3 stofum. Búið að laga 2 stofur (ekki fullklárað en nothæfar til kennslu). Framkvæmdir gengu vel. Hljóðvist í skólanum hefur lagast þar sem miðstig hefur ekki þurft að ganga rampinn. Framkvæmdir sem þarf að fara í þriðju stofunni þurfa að gerast strax og skóla lýkur.

Samkvæmt framkvæmdaráætlun fyrir skólaárið þá átti að fara í að lagfæra salernisaðstöðuna en setja þarf í forgang að ljúka við stofurnar. Hlöðver stingur upp á að á næsta fræðslunefndarfundi verði farið út í Auðarskóla og framkvæmdir teknar út. Einnig þarf að fara yfir allar lagnir í skólanum til að athuga hvort fleiri lagnir séu líklegar til að gefa sig.


3. 1810018 - Ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd staðfestir val ungmenna í ungmennaráð Dalabyggðar en bendir á að enn vanti einn aðila í ungmennaráðið samanber skipunarbréfi Dalabyggðar.
Búið er að fullskipa í ungmennaráð. Eftirfarandi ungmenni sitja í ráðinu:

Árdís Lilja Kristjánsdóttir
Hólmfríður Tania
Soffía M. Kristjánsdóttir
Sigurdís Katla Jónsdóttir
4. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skólaakstur verði boðinn út. Útfæra þarf frekar tillögur um hvernig fyrirkomulagið verði.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn vísar málinu til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd fer yfir reglur um skólaakstur og leggur fram eftirfarandi ábendingar.
Áhersluatriðin:
- Öryggi nemenda
- Traust sé á milli skólabílstjóra, nemenda og foreldra
- Nemendur verji eins litlum tíma í skólabíl og hægt er

Mjög skýrar reglur þurfa að vera um það hvernig eigi að útdeila plássum leikskólabarna í skólabíla.
Eftirfarandi setning í reglum um skólaakstur má taka út þar sem hún þykir óljós.
“Skólastjóra er heimilt að breyta fyrirkomulagi heimaaksturs þannig að verktaki skuli aka öðrum börnum heim en komu með honum í skóla um morguninn þó þannig að ekki sé um að ræða lengingu viðveru barna í skólabíl.?

- Forsenda þess að geta verið skólabílstjóri er að viðkomandi tali íslensku. Það þarf einnig að vera skýrt hverjir eru varabílstjórar á akstursleið og þeir uppfylli öll skilyrði sem til þeirra eru gerð.
- Bílstjórar skrifa undir sérstakt trúnaðareyðublað þegar þeir hefja störf.
- Sér bíll er fyrir hverja akstursleið
- Krafa sé gerð um að þriggja punkta belti séu í bílunum (öllum sætum)
- Gott samstarf þarf að ríkja á milli starfsmanna leikskóla og skólabílstjóra

Mikilvægt er að framkvæma þær hugmyndir sem fram hafa komið í sambandi við aðgengi að leikskóla s.s. að skólabílar þurfi ekki að bakka á stæðum fyrir framan leikskólann. Fræðslunefnd beinir til sveitarstjórnar að lagfæra aðgengi og aðkomu skólabíla við skólana.
5. 1902011 - Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð
Fræðslunefnd kynnir sér málið frekar.
6. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Niðurstaða frá síðasta fundi: Rætt var um hvort skólastefna Dalabyggðar þyrfti endurskoðun og lagt var til að fundarmenn myndu lesa skólastefnuna vel yfir og kæmu með ábendingar til endurskoðunar á næsta fræðslunefndarfundi. Skólastjóri mun leggja fyrir umræðu um skólastefnuna á starfsmannafundi, skólaráðsfundi og foreldrafélagsfundi. Fólk er hvatt til að kynna sér skólastefnu Dalabyggðar og koma með ábendingar til nefndarmanna.

Frestað fram yfir áramót.

Vangaveltur um að setja skýrari formála og markmið. Að settur sé gildistími og stefnan yfirfarin a.m.k á hverju ári.

Skólaþjónustan þarf að vera öflugri.

Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

Næsti reglulegi fræðslunefndarfundur er áætlaður: 22.mars 2019
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl: 14:00


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta