Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 219

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.02.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að tveimur málum verði bætt á dagskrá fundarins. Mál 1810011 ? Ráðning slökkviliðsstjóra og 1511031 ? Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa verði bætt á dagskrá fundarins sem dagskrárliðir 18. og 19. Aðrir dagskrárliðir færist aftur í samræmi við það.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902032 - Umsókn í styrkvegasjóð 2019
Farið yfir umsókn í styrkvegasjóð og yfirlit yfir styrkvegaframkvæmdir ársins 2018.

Viðar Ólafsson mætir á fundinn.

Sótt verði um 10.800.000 kr. vegna styrkvega. Þegar úthlutun liggur fyrir verði auglýst eftir umsóknum.
Samþykkt samhljóða.
Styrkvegir í Dalabyggð 2019.pdf
Viðar Ólafsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Úr fundargerð 171. fundar sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14. febrúar sl.:
Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013
Tóku til máls: Einar Jón, Kristján, Skúli,
Sveitarstjórn felur byggðarráði að gera tillögu að hvernig staðið verði að áframhaldandi söluferli Lauga og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Magnús Pálmi Skúlason lögmaður tekur þátt í þessum dagskrárlið í síma.

Það sem er til sölu skv. samþykkt sveitarstjórnar eru byggingar og lóðir undir þeim. Samningum við fasteignasala verði slitið.
Varðandi heita vatnið verði farið í viðræður við meðeiganda sveitarfélagsins að Laugum um fyrirkomulagið þar.

Samþykkt samhljóða.
Magnús Pálmi Skúlason tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í síma.
3. 1712010 - Sameinuð almannavarnanefnd á Vesturlandi
Staða varðandi ráðningu starfsmanns fyrir Almannavarnanefnd Vesturlands.
Samþykkt samhljóða með fyrirvara um viðauka vegna kr. 150.000 sem er kostnaður Dalabyggðar vegna starfsmannsins á árinu 2019.
Fundur bæjar- og sveitarstjóra 2019 - fundargerð.pdf
Tölvupóstur frá SSV - Almannavarnamál.pdf
Almannavarnarnefnd - samkomulag um ráðningu starfsmanns.pdf
4. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Úr fundargerð fræðslunefndar frá 22. febrúar sl.:
Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skólaakstur verði boðinn út. Útfæra þarf frekar tillögur um hvernig fyrirkomulagið verði.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn vísar málinu til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd fer yfir reglur um skólaakstur og leggur fram eftirfarandi ábendingar.
Áhersluatriðin:
- Öryggi nemenda
- Traust sé á milli skólabílstjóra, nemenda og foreldra
- Nemendur verji eins litlum tíma í skólabíl og hægt er
Mjög skýrar reglur þurfa að vera um það hvernig eigi að útdeila plássum leikskólabarna í skólabíla.
Eftirfarandi setning í reglum um skólaakstur má taka út þar sem hún þykir óljós.
“Skólastjóra er heimilt að breyta fyrirkomulagi heimaaksturs þannig að verktaki skuli aka öðrum börnum heim en komu með honum í skóla um morguninn þó þannig að ekki sé um að ræða lengingu viðveru barna í skólabíl.?
- Forsenda þess að geta verið skólabílstjóri er að viðkomandi tali íslensku. Það þarf einnig að vera skýrt hverjir eru varabílstjórar á akstursleið og þeir uppfylli öll skilyrði sem til þeirra eru gerð.
- Bílstjórar skrifa undir sérstakt trúnaðareyðublað þegar þeir hefja störf.
- Sér bíll er fyrir hverja akstursleið
- Krafa sé gerð um að þriggja punkta belti séu í bílunum (öllum sætum)
- Gott samstarf þarf að ríkja á milli starfsmanna leikskóla og skólabílstjóra
Mikilvægt er að framkvæma þær hugmyndir sem fram hafa komið í sambandi við aðgengi að leikskóla s.s. að skólabílar þurfi ekki að bakka á stæðum fyrir framan leikskólann. Fræðslunefnd beinir til sveitarstjórnar að lagfæra aðgengi og aðkomu skólabíla við skólana.

Sveitarstjóra falið að vinna að tillögum um skólaaksturinn.
5. 1902024 - Ónýtar girðingar
Erindi með ósk um að sveitarfélagið grípi til aðgerða vegna ónýtra girðinga.
Ákveðið að fá fulltrúa Búnaðarsambands Vesturlands á fund byggðarráðs.
Tölvupóstur frá 21.2.19 skannaður
6. 1902022 - Afnot af sundlaug fyrir námskeið
Beiðni um afnot ad sundlauginn við Dalabúð fyrir sundnámskeið 6.-7. og 27.-28. apríl.
Samþykkt að heimila afnot að sundlauginni vegna sundnámskeiðs. Tilskilið er að tryggt sé að gæslufólk sé til staðar. Fyrir liggur að Dalabúð er bókuð á umbeðnum tímum þannig að finna þarf aðrar tímasetningar í samráði við skólastjóra Auðarskóla. Haft verði fullt samráð við skólastjóra Auðarskóla um fyrirkomulag og framkvæmd.
Afnot af sundlaug fyrir námskeið
7. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Erindi frá Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf. vegna álagningarhlutfalls fasteignagjalda.
Byggðarráð felur formanni og sveitarstjóra að funda með framkvæmdastjóra Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
8. 1901002 - Tækifærisleyfi 2019
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga ásamt umsagnarbeiðni vegna Kótilettukvölds Lionsklúbbs Búðardals kt.530586-2359 sem halda á í Dalabúð, Búðardal 3. mars 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Umsögn um tækifærisleyfi -Kótilettukvöld Dalabúð Búðardal 23_3_2019.pdf
9. 1902011 - Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð
Úr fundargerð 171. fundar sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14. febrúar sl.:
Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð - 1902011
Tóku til máls: Einar Jón, Eyjólfur, Skúli.

Oddviti ber upp eftirfarandi tillögu Einars Jóns.
Sveitarsjórn Dalabyggðar samþykkir að fela fræðslunefnd að koma með tillögu að launs á húsnæðisvanda líkamsræktaraðstöðu í Búðardal Tillögurnar skal leggja fyrir sveitarstjórn í síðasta lagi á maí fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að hefja undirbúning á sölu húsnæðis á Vesturbraut.
Samþykkt samhljóða.

Fengið verði verðmat á húsnæðið. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á aðstöðu í Dalabúð.
Samþykkt samhljóða.
10. 1902010 - Ályktun skólaráðs - skólabúðagjald
Úr fundargerð 171. fundar sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14. febrúar sl.:
Ályktun skólaráðs - skólabúðagjald - 1902010
Úr fundargerð skólaráðs 23.01.2019:
Ályktun frá skólaráði varðandi breytingar á skólabúðagjaldi. Skólaráð óskar eftir að sveitarfélagið haldi áfram að greiða niður skólabúðir á Reykjum og "Laugum" að hluta næstu ár til að gefa breytingunni aðlögunartíma.
Tóku til máls Kristján, Einar Jón,
Byggðaráði falið að útfæra breytingar á niðurgreiðslu í viðauka við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
Samþykkt samhljóða.
11. 1902029 - Fjárhagsáætlun 2019 - Viðauki I
Farið yfir þau atriði sem taka þarf fyrir í viðaukaáætlun.
Eftirtalin atriði þarf að skoða í viðauka: Dalaveitur, félagsþjónusta, snjómokstur, lögfræðikostnaður og sorpútboð.
12. 1902028 - Skrifstofuhúsnæði
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur óskað eftir að starfsmaður embættisins fái starfsaðstöðu á skrifstofu Dalabyggðar.
Ákveðið að óska eftir að sýslumaður komi á fund sveitarstjórnar 14. mars.
Samþykkt samhljóða.
13. 1901023 - Úrvinnslugjald vegna bifreiða
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að funda með KM þjónustunni um samning vegna móttöku á bifreiðum.
Samþykkt samhljóða.
14. 1902008 - Möguleg kaup á leiguíbúðum.
Erindi frá Almenna leigufélaginu.
Byggðarráð þakkar erindið. Dalabyggð mun ekki skoða íbúðakaup að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða.
15. 1902030 - Danssýning 10. mars - Dalabúð
Beiðni um afnot af Dalabúð vegna sýningar danshóps frá Kanada.
Byggðarráð samþykkir afnot af Dalabúð vegan danssýningar.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur vegna danssýningar 10 mars.pdf
16. 1902031 - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar
Endurskoðun gjaldskrár.
Sveitarstjóra falið að gera tillögu að gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða.
Gildandi gjaldskrá vegna beitar- og ræktunarlands frá 2016.pdf
17. 1902033 - Innflutningur á ófrystu kjöti
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Drögin eru til umsagnar í Samráðsgátt.

Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun. Ályktunin verður sett í samráðsgátt og einnig send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Byggðaráð Dalabyggðar bókaði eftirfarandi vegna framkomins frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru:
Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir verulegum vonbrigðum með framkomið frumvarp. Með innflutningi á ófrystu hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum er verið að taka stórkostlegra áhættu varðandi lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna auk þess að grafa undan fæðuöryggi Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina stærstu heilbrigðisógn heimsins. Byggðarráð mótmælir harðlega að búið sé að leggja drög að innflutningi á ófrosnu hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum. Matvælaöryggi og lýðheilsa þjóðarinnar ásamt hreinleika búfjárstofna, þar sem Ísland hefur mikla sérstöðu, eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Byggðarráð hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna til hlýtar hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins, með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði hérlendis og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja.

Ef frumvarpið verður að lögum má búast við auknum kostnaði innan heilbrigðiskerfisins vegna sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í framtíðinni. Lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði en íslenskt búfjárkyn hefur þar mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi. Augljóst er hversu alvarlegar afleiðingar það hefði fyrir samfélagið og íslenskan landbúnað ef hingað bærust alvarlegir dýrasjúkdómar.

Byggðarráð Dalabyggðar gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og krefur stjórnvöld um að innflutt kjöt, egg og ógerilsneyddar mjólkurafurðir verði ekki leystar úr tolli fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar og aðrar bakteríur eða hætta á búfjársjúkdómum til staðar í viðkomandi vörum. Ekki verið veitt leyfi til innflutnings þar til öllum merkingum og öryggiskröfum um eftirlit verði tryggt.
Frumvarp til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma o_fl.pdf
Drög að frumvarpi - úr samráðsgátt.pdf
18. 1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Svar Kaldrananeshrepps vegna byggðasamlags.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að af hálfu Dalabyggðar standi samningsdrög óbreytt varðandi kostnaðarskiptingu.
Erindi - Byggðasamlag um slökkvilið - 28_02_2019.pdf
19. 1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Svar Kaldrananeshrepps vegna embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að af hálfu Dalabyggðar standi samningsdrög óbreytt varðandi kostnaðarskiptingu.
Erindi - Samstarfssamningur um Skipulags- og byggingarfulltrúa - 28_02_2019.pdf
Mál til kynningar
20. 1901005 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019
Lögð fram sex erindi frá nefndarsviði Alþingis.
Frá nefndasviði Alþingis - 296. mál til umsagnar
Til umsagnar 255. mál frá nefndasviði Alþingis
Til umsagnar 542. mál frá nefndasviði Alþingis
Frá nefndasviði Alþingis - 509. mál til umsagnar
Til umsagnar 184. mál frá nefndasviði Alþingis
Frá nefndasviði Alþingis - 356. mál til umsagnar
Næsti fundur byggðarráðs verður 11. mars kl. 10.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta