Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 52

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.06.2019 og hófst hann kl. 09:15
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Thelma Eyfjörð félagsráðgjafi,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi.
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir, Félagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1906007 - Fært í trúnaðarbók.
Lögð var fram ein umsókn um heimilishjálp vegna sérstakra aðstæðna sem var samþykkt.

Einnig var lagður fram þjónustusamningur og honum vísað til sveitarstjórnar.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. 1904021 - Þjónusta við aldraða - erindi frá öldungaráði
Vísað af sveitarstjórn til umfjöllunar í byggðarráði og félagsmálanefnd.
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 09.05.2019, dagskrárliður 11:

1904021 - Þjónusta við aldraða - erindi frá Öldungaráði
Úr fundargerð 8. fundar öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps 3.04.2019:
Þjónusta við aldraða hjá sveitarfélögunum.
Rætt um snjómokstur og slátt í görðum. Talað um hvort sömu reglur gildi um þéttbýli og dreifbýli og rætt um snjómokstur til þeirra sem búa einir og eiga erfitt með aðgengi að verslun og þjónustu yfir vetrarmánuðina. Vísað til sveitarfélaganna að útbúa reglur um slátt og snjómokstur fyrir eldri borgara og koma þeim á framfæri til íbúa.
Tók til máls Kristján,
Málinu vísað til umfjöllunar í byggðarráði og félagsmálanefnd.
Samþykkt samhljóða.
Umsóknareyðublað vegna garðasláttar sumarið 2019 kynnt.

Rætt um snjómokstur og slátt í görðum til lífeyrisþega. Starfsmönnum félagsþjónustunnar falið að afla meiri upplýsinga um málið.
3. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Vísað til félagsmálanefndar af byggðarráði:
Úr fundargerð 221. fundar byggðarráðs 28.03.2019, dagskrárliður 4:
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 á fundum sínum í apríl og maí, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 224. fundar byggðarráðs 23.05.2019, dagskrárliður 13:
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Umræða.
Byggðarráð hvetur þær nefndir sem ekki hafa tekið fjárhagsáætlun til umræðu að gera það fyrir sumarið.

Hafa áfram í huga aðgengi fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu og þá sérstaklega horft til grunnskólans.
Hvetja sveitarstjórn að hafa í huga að leggja sitt af mörkum varðandi aðstöðu til heilsuræktar og hreyfingar með forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi.
4. 1903020 - Bólusetningar skilyrði fyrir innritun í leikskóla
Vísað til félagsmálanefndar af sveitarstjórn.
Úr fundargerð 174. fundar sveitarstjórnar, 19.04.2019, dagskrárliður 4:
1903020 - Bólusetningar skilyrði fyrir innritun í leikskóla
Tillaga lögð fram.
Þuríður Jóney Sigurðardóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bólusetningum barna er ætluð til að verja þau gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum sem eiga lögheimili á Íslandi stendur til boða gjaldfrjáls bólusetning. Því legg ég til að frá og með haustinu 2019 verði það skilyrði fyrir dagvistun í leikskóladeild Auðarskóla að foreldrar eða forráðamenn framvísi staðfestingu á að barn hafi verið bólusett samkvæmt skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Ég legg til að tillögunni verði vísað til frekari umræðu í félagsmálanefnd og fræðslunefnd og einnig til umsagnar persónuverndarfulltrúa Dalabyggðar.
Tók til máls: Einar Jón.
Tillaga Þuríðar samþykkt samhljóða

Bólusetning barna er ekki bundin í lög og því ekki heimild fyrir því að óska eftir upplýsingum varðandi þær við innritun í leikskóla.
Félagsmálanefnd hvetur til að fræðsla til foreldra og leikskólabarna um mikilvægi bólusetninga sem og annarra heilsufarsvandamála sem upp koma gjarnan á leikskólum verði efld ef til vill með aðkomu skólahjúkrunarfræðings.
5. 1905032 - Heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi gagnvart börnum og vanrækslu
Vísað til félagsmálanefndar frá byggðarráði.
Úr fundargerð 224. fundar byggðarráðs, 23.05.2019, dagskrárliður 24:
1905032 - Heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi gagnvart börnum og vanrækslu
Erindi frá UNICEF lagt fram.
Erindinu verði vísað til umræðu í félagsmálanefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.

Starfsmenn félagsþjónustu eru að skoða samræmingu á verklagi vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Niðurstaða verður lögð fyrir í haust. Rætt var um Suðurnesja módelið og starfsmönnum bent á að kynna sér það.
6. 1806029 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Erindisbréf til endurskoðunar
Formaður kynnti drög að erindisbréfi. Málinu frestað.
7. 1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Jafnréttisstofa hefur kallað eftir jafnréttisáætlun Dalabyggðar og framkvæmdaáætlun.
Samkvæmt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018, 3. tölul. 1. málsgr. 48. gr. fer félagsmálanefnd með hlutverk jafnréttisnefndar.

Málinu er frestað
Mál til kynningar
8. 1904030 - Veggspjald um einelti, kynferðislega áreitni, kynbunda áreitni
Lagt fram til kynningar,
Nefndin vill þakka Jafnréttisstofu og Vinnueftirlitinu fyrir framtakið.

Nefndin hvetur jafnframt sveitarstjóra til að senda veggspjaldið til að fyrirtækja og stofnana á vegum Dalabyggðar.
9. 1810030 - Endurskoðun þjónustusamninga
Úr fundargerð 174 fundar sveitarstjórnar 10.04.2019, dagskrárliður 3:
1810030 - Endurskoðun þjónustusamninga
Úr fundargerð 221. fundar byggðarráðs 28.03.2019:
1810030 - Endurskoðun þjónustusamninga
Lögð fram lokadrög samnings.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að þjónustusvæði fyrir fatlaða á Vesturlandi verði lagt niður og óskað eftir samstarfi við Borgarbyggð um þjónustuna.
Samþykkt samhljóða.
Tók til máls: Kristján.
Samningur við Borgarbyggð borinn upp til samþykktar og tillaga um að þjónustusvæði fyrir fatlaða á Vesturlandi verði lagt niður og óskað eftir samstarfi við Borgarbyggð um þjónustuna.
Samþykkt samhljóða.

Endurskoðaður samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnum fatlaðra milli Dalabyggðar og Borgarbyggðar kynntur.

Samningurinn hefur verið samþykktur af sveitarstjórnum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta