Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 96

Haldinn á fjarfundi,
08.05.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal varamaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005007 - Auðarskóli - skóladagatöl 2020-2020
Umsögn skólaráðs liggur fyrir.
Hlöðver fór yfir skóladagatölin.
Breytingin á leikskóladagatalinu er aðallega sú að ekki eru tveir samliggjandi skipulagsdagar í júní.
Ekki heldur stórvægilegar breytingar á grunnskóladagatali. Umræða um vetrarfrí eftir áramót, hvort rétt sé að halda því þar sem páskarnir eru snemma. Niðurstaðan var að jafnaði verði miðað við að ekki verði vetrarfrí eftir áramót ef páskar eru í viku 14 eða fyrr.
Leikskóladagatal og grunnskóladagatal (leið 1) samþykkt samhljóða.
Einar Jón Geirsson vék af fundi kl. 14:16 undir dagskrárlið 1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Hlöðver Ingi Gunnarsson véku af fundi að loknum dagskrárlið 1.
2. 1911019 - Samstarfssamningur 2020
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 18:
1911019 - Samstarfssamningur 2020 - UDN og Dalabyggð
Tillaga að samstarfssamningi UDN og Dalabyggðar lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ganga frá lokadrögum að samningi og leggja fyrir fræðslunefnd til umsagnar.

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta