Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 325

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.07.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri og staðgengill sveitarstjóra, Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir liðum 1 og 2.
1. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Kynnt tillaga að tímaramma vegna undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2025 til 2028.
Jafnframt er framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum varðandi fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir komandi ár, byggt á nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kom út 28. júní sl.

Rætt um einstaka þætti sem hafa þarf í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár, t.a.m. innleiðingu rafrænna lausna.
Byggðarráð samþykkir að vinna samkvæmt þeim tímaramma sem lagður er til, sjá fylgigagn.
Tímarammi vinnu við fjárhagsáæltun 2025 - 2028.pdf
Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur (sumar 2024).pdf
2. 2407004 - Fjárhagsáætlun 2024 -staða mála á rekstri eftir 6 mánuði
Farið yfir stöðu á rekstri Dalabyggðar og undirstofnana fyrstu 6 mánuði ársins 2024.
Ekki er um veruleg frávik að ræða heilt yfir og reksturinn í jafnvægi.
3. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu verkefnisins og hvernig tímalína ákveðinna verkþátta næstu vikur lítur út.
4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf í Dalabyggð mætti á fundinn. Starfshópurinn hefur verið að störfum frá því 8. febrúar sl. og hefur haldið 5 fundi.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og felur sveitarstjóra að vinna samkvæmt þeim umræðum sem fram fóru á fundinum í kjölfarið. Lokaskýrsla starfshópsins verður lögð fyrir sveitarstjórn á fundi í ágúst.
5. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi
Kynnt drög að stöðugreiningu sem unnin hefur verið varðandi úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi.
Lokaskýrsla hópsins verður kynnt þegar líður frekar á sumarið. Samþykkt að taka málið upp í kjölfar þess í byggðarráði.
6. 2406029 - Félagsheimilið Tjarnarlundur
Lagt fram yfirlit yfir notkun, útleigu og rekstrarkostnað félagsheimilisins Tjarnarlundar undanfarin misseri og ár.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við meðeigendur Dalabyggðar um framtíðarfyrirkomulag varðandi rekstur og eignarhald á húsinu.
7. 2407001 - Umsagnarbeiðni Rekstrarleyfi Vínlandssetur ehf. vegna veitingastaðarins Blys.
Framlögð umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi varðandi útgáfu rekstrarleyfis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.
8. 2403021 - Styrkvegir 2024
Framlögð tilkynning frá Vegagerðinni um úthlutun fjármagns til styrkvega á árinu 2024 sem og tillaga um ráðstöfun þeirra fjármuna sem um ræðir.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu um útdeilingu fjármuna til viðhalds styrkvega en lýsir jafnframt vonbrigðum með að ekki sé um hærra framlag að ræða.
9. 2407005 - Bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um tillögur ríkisins um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 28. maí sl., varðandi tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Rætt var um framkomnar tillögur.
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir bókun stjórnar Samtaka heilbrigðissvæða á Íslandi frá 8.nóvember 2023 og leggst gegn því að starfsemi heilbrigðiseftirlits verði færð til ríkisins.
10. 2407007 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt umsókn um grunnskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir grunnskólavist utan lögheimilis.
11. 2407008 - Umsókn um leikskólavist í öðru sveitarfélagi
Kynnt umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir leikskólavist utan lögheimilis.
Fundargerðir til kynningar
12. 2405001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 39
12.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Dagskrá bæjarhátíðarinnar "Heim í Búðardal 2024" rædd.
Nefndin samþykkir dagskránna.
12.2. 2003007 - Málefni Listasafns Dalasýslu
Nefndin ræðir málefni Listasafns Dalasýslu.
Frestað til næsta fundar.
Mál til kynningar
13. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 949 og 950.
Næsti fundur byggðarráðs Dalabyggðar er áætlaður fimmtudaginn 8. ágúst n.k.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til bakaPrenta