Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 110

Haldinn á fjarfundi,
04.12.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2011038 - Ósk um umsögn v.breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps
Óskað er eftir umsögn við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna vindorkuvers í landi Garpsdals, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þessa breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Ósk um umsögn v/breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps.pdf
SA30Gb_P-Reykholahr-br-nov_2020.pdf
SA30Gb_P-Reykholahr-br-vindur.pdf
2. 2011016 - Kirkjuskógur ný lóð
Óskað er eftir stofnun frístundalóðar úr ríkisjörðinni Kirkjuskógi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun nýrrar lóðar úr ríkisjörðinni Kirkjuskógi.
Bréf - Kirkjuskógur.pdf
F550 Kirkjuskógur.pdf
Kirkjuskógaland lóðablað.pdf
3. 2009005 - Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla
Fyrir liggur uppdráttur og greinargerð frá Verkís um deiliskipulag íþróttamannvirkja við Dalabúð og Auðarskóla í Búðardal.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi uppdrátt og greinargerð að deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal og að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá skipulagsgögnum til auglýsingar skv. lögbundnu auglýsingaferli sbr. 41. gr. skipulagslaga.

Fallið verði frá því að gera skipulagslýsingu fyrir verkefnið þar sem allar meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
4. 2011019 - Sælingsdalur ný lóð
Óskað er eftir stofnun íbúðarlóðar úr ríkisjörðinni Sælingsdal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að kanna hvort fara þurfi í deiliskipulagsvinnu vegna stofnun lóðarinnar.
Bréf - Sælingsdalur 2.pdf
F550 Sælingsdalur 2.pdf
Sælingsdalur 2 lóðablað.pdf
5. 2011023 - Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögnum eða athugasemdum við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við stofnunina er til og með 8. janúar 2021.
Nefndin gerir athugasemd við grein 6.1.6 um skilgreiningu óbyggðra víðerna. Nefndin leggur til að sett verði lágmarks stærðarmörk í skilgreininguna, sbr. Lög um náttúruvernd 60/2013. Einnig að miðað verði að lágmarki við 10 kílómetra en ekki 5.

Jafnframt telur nefndin augljóst að á þeim jörðum sem búið er á, sé miðað við landamerki, en ekki mannvirki, þannig að ekki sé hægt að skilgreina jarðir sem sannanlega eru byggðar, sem óbyggð víðerni.

Þar sem þannig háttar til að tiltekið svæði falli inn á fleiri en eitt aðalskipulagssvæði skal samráð haft milli sveitarfélaganna um skilgreininguna.
Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2016.pdf
Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2026 - með breytungu á kafla 6_3.pdf
LSK-kynning_19.-november_glaerur.pdf
6. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Úr fundarferð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.09.2020, dagskrárliður 3:
2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Skugga-Sveinn ehf. áformar að hefja skógrækt í landi Ásgarðs í Hvammssveit og óskar eftir afstöðu Dalabyggðar um hvort krafist verði framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld sem felur í sér að leita þarf umsagnar viðeigandi stofnana. Auk þess er þörf á samþykki eigenda aðliggjandi jarða. Afgreiðslu erindisins er frestað þar til niðurstaða úr stjórnsýslukæru liggur fyrir.

Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.
Tilkynning um skógrækt_Ásgarður.pdf
7. 2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn
Úr fundargerð 259. fundar byggðarráðs 26.11.2020, dagskrárliður 5:
2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn
Tillögur Breiðarfjarðarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin tekur undir mikilvægi þess að endurskoða lögin um vernd Breiðafjarðar og tekur undir að skýra og efla þurfi hlutverk Breiðafjarðarnefndar og svæði sem verndunin nær yfir.

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að Breiðafjörður og hans málefni verði áfram stýrt af heimamönnum. Einnig að skipulagsvald sveitarfélaganna við fjörðinn verði ekki skert frekar á svæðinu, eins og gerast mundi við stofnun þjóðgarðs.
20201120_framtid_breidafjardar_dalabyggd.pdf
20201123_framtid_breidafjardar_samantekt.pdf
8. 1906010 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Neðri-Hundadalur.
Nefndin vísar í afgreiðslu máls númer 2004002 og fellir málið niður.
Tilkynning um skógrækt ásamt yfirlitsmynd.pdf
9. 2012008 - Gautastaðir - fyrirspurn um byggingarleyfi
Óskað er eftir afstöðu Dalabyggðar vegna byggingar 250 m2 geymsluhúsnæðis á Gautastöðum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga í málið.
10. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
Skógræktaráform í Ólafsdal.
Nefndin vísar í afgreiðslu máls númer 2004003 og fellir málið niður. Skipulagsfulltrúa er falið að eiga samtal við Minjavernd um það hvernig fyrirhuguð skógrækt getur fallið undir ákvæði hverfisverndar.
Skógræktaráform Minjaverndar hf. á jörðinni Ólafsdalur landnúmer 137878.pdf
11. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á 7. grein: Fyrsta setning hefjist svo: „Fyrirtækjum, stofnunum, bújörðum og öðrum rekstraraðilum, sem starfa að einhverju leyti í Dalabyggð er skylt að flokka þann úrgang ....“

Jafnframt falli út 3. málsgrein 7. greinar.

Nefndin bendir á að gott væri að skilgreina í tillögunni meðferð bindigarns og neta af heyrúllum.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - drög.pdf
Mál til kynningar
12. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til bakaPrenta