Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 49

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.09.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Einar Jón Geirsson boðaði forföll, ekki fannst varamaður í hans stað.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021
Erindi til heilbrigðisráðuneytis vegna reksturs Silfutúns verður ítrekað.

Laus eru 3 rými á Silfurtúni og viðræður í gangi við fólk á biðlista.

Mönnun er í góðum málum.

Formanni falið að finna dag fyrir fund með starfsfólki Silfurtúns.

Samþykkt samhljóða.
2. 2109001 - Framlenging samnings um Silfurtún
Sjúkratryggingar Íslands hafa óskað eftir svari um hvort fallist er á framlengingu samnings um rekstur Silfurtúns til loka febrúar 2022. Erindi hefur borist frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu um að aðildarfyrirtæki fresti því að svara erindi SÍ.
Bréf hefur borist frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu varðandi framlengingu samninga við SÍ þar sem hjúkrunarheimili eru hvött til að ganga frá og undirrita samningana við SÍ sem gildir til loka febrúar.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta