Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 256

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.05.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr. 2308002, Deiliskipulag í Búðardal, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 4.

Lagt er til að mál nr. 2504002F, fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, fundur nr.156, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 9.

Lagt er til að mál nr. 2501002, Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 11.

Aðrir dagskrárliðir raðist í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2412009 - Könnunarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Lagt fram bréf dags. 5. maí 2025 frá verkefnisstjórn vegna óformlegra viðræðna um hugsanlega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem staðið hafa yfir frá því í upphafi árs. Inniheldur bréfið niðurstöðu viðræðna og tillögu verkefnisstjórnar til sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Ingibjörg, Eyjólfur, Ingibjörg (annað sinn).

Lögð fram tillaga að bókun:

Í bréfi dagsettu 6. maí 2025 leggur verkefnisstjórn um óformlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja að gengið verði til formlegra viðræðna um sameiningu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Húnaþings vestra skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn skipar eftirtalda tvo aðalfulltrúa og til vara í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna:

Aðalfulltrúar Dalabyggðar í samstarfsnefnd verði:

Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Skúli Hreinn Guðbjörnsson

Varafulltrúar Dalabyggðar í samstarfsnefnd verði:

Þuríður Sigurðardóttir og Guðlaug Kristinsdóttir

Með samstarfsnefndinni starfi Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri

Sveitarstjórn beinir því til samstarfsnefndar að stefnt verði að kosningu um sameiningu eigi síðar en í desember 2025. Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefnd er falið að gera verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið og sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til seinni umræðu í sveitarstjórn.

6.maí 2025, bréf verkefnastjórnar til Sveitarstjórn Dalabyggðar.pdf
Könnunarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra - Forsendur 6. maí 2025 v3.pdf
2. 2411009 - Lánasamningur 2024/2025 - Lánasjóður sveitarfélaga
Fyrirliggjandi er heimild til lántöku í fjárhagsáætlun Dalabyggðar á árinu 2025 vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja sem og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Hér er gerð eftirfarandi tillaga að undangengnum samskiptum við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.:


Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir hér með á 256. fundi sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 670.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til byggingar íþróttahús í Búðardal sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra, kt. 040768-5059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


Til máls tók: Björn Bjarki

Samþykkt samhljóða.
3. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Á 255. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar fór fram fyrri umræða um uppfærða fjallskilasamþykkt Dalabyggðar og var hún þar afgreidd til seinni umræðu.

Framlagt erindi frá fjallskilanefnd Hvammssveitar og fjallskiladeild Saurbæjar vegna málsins.

Til máls tóku: Eyjólfur, Björn Bjarki, Eyjólfur (annað sinn).

Lagt til að haft verði samband við fjallskilanefndir aðliggjandi sveitarfélaga fyrir samræmingu dagsetninga.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að málinu verði frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
FJALLSKILASAMÞYKKT_Dalabyggðar_fyrri_umraeda..pdf
Varðandi Fjallskilasamþykkt Dalabyggðar.pdf
Fundargerð-14.04.2025.pdf
4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Umhverfis- og skipulagsnefnd bókaði eftirfarandi á 156. fundi sínum:

"Til afgreiðslu er fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi í Búðardal. Um er að ræða skipulagssvæðið norðan Miðbrautar sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 sem er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Einnig er um að ræða miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.

Tillögurnar teknar fyrir að lokinni auglýsingu skv, 3 málsgrein 41. greinar skipulagslaga, með lagfæringum, sbr. samantekt, vegna fram kominna athugasemda. Tillaga samþykkt."

Til máls tók: Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
DSK_Búðardal_norðan Miðbrautar. Samantekt umsagna og viðbrögð.pdf
DSK sunnan Miðbrautar -athugasemdir og viðbrögð.pdf
5. 2505005 - Aðalfundarboð Fjárfestingafélagið Hvammur
Framlagt fundarboð á aðalfund Fjárfestingafélagsins Hvamms.
Fulltrúar Dalabyggðar í stjórn félagsins eru nú Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Garðar Freyr Vilhjálmsson.

Til máls tók: Ingibjörg.

Ingibjörg Þóranna Steinudóttir hefur beðist lausnar frá stöðu fulltrúa í stjórn félagsins.
Lagt til að Einar Jón Geirsson taki sæti sem fulltrúi í stjórn félagsins í hennar stað.

Samþykkt samhljóða.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf - aðalfundarboð 2025..pdf
Fundargerðir til kynningar
6. 2503006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 335
Lögð fram til kynningar.
6.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina.
Rætt um hönnun á Lóð/umhverfi íþróttamannvirkja m.t.t. skólalóðar og næsta nágrennis.
Staða mála kynnt.
6.2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Sveitarstjórn Dalabyggðar tók til fyrri umræðu tillögu að uppfærðri fjallskilasamþykkt á 255. fundi sínum og stefnt er að seinni umræðu á 256. fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 8. maí n.k.
Málinu vísað til seinni umræðu hjá sveitarstjórn.
6.3. 2504007 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
6.4. 2504006 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
6.5. 2504019 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
6.6. 2504013 - Bréf til framkvæmdastjóra sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga
Lögð fram fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til framkvæmdastjóra sveitarfélaga landsins um fjárhagsleg áhrif nýrra kjarasamninga við kennara og viðbrögð við þeim.
Framlagt til upplýsingar og sveitarstjóra falið að svara Eftirlitsnefnd.
6.7. 2209012 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála en unnið er að lokafrágangi á sölu húseigna og landspildu til kaupleigutaka á grundvelli samnings frá því í júli 2022.
Staða mála kynnt.
6.8. 2412009 - Könnunarviðræður
Rætt um stöðu mála í óformlegum könnunarviðræðum Dalabyggðar og Húnaþings vestra um mögulega sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Staða mála kynnt.
6.9. 2301067 - Starfsmannamál
Sveitarstjóri fór yfir mál er varða starfsmannahald og viðbrögð við manneklu á einstaka starfsstöðvum.
Einnig rætt um jafnlaunavottun og stefnur Dalabyggðar er varða starfsmannamál og starfsmannahald.
Starfsmannahald rætt. Áfram unnið að endurnýjun jafnlaunavottunar.
7. 2504001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 140
Lögð fram til kynningar.
7.1. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs kemur fyrir fundinn og fer yfir stöðuna.
Ársskýrsla DalaAuðs 2024 hefur verið birt á heimasíðu Byggðastofnunar og hægt að nálgast hana á heimasíðu Dalabyggðar.
Linda fór einnig yfir þau verkefni sem stuðningur hefur fengist til í gegnum C1 sjóð Byggðarstofnunar ætlaðan til sértækara verkefna á landsbyggðinni.
Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs og yfirferð verkefna sem stuðningur hefur fengist við í gegnum C1.
7.2. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum. Fór yfir stöðu í starfsmannamálum og horfur á komandi skólaári.
Lögð fram tillaga að skóladagatali fyrir komandi skólaár.
Skólastjóri sagði frá nemendaþingi sem í gangi var fyrr í dag.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að skóladagatali fyrir næsta skólaár, þ.m.t. að Skólaþing verði haldið þann 28.ágúst 2025.
7.3. 2501010 - Málefni leikskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum. Einnig var rætt um hvort taka ætti upp reiknireglu varðandi mönnun í anda barngilda eins og var á sínum tíma.
Lögð fram tillaga að skóladagatali fyrir komandi skólaár.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjóra að skilgreiningu á barngildum sem verði notað til að ákvarða varðandi t.a.m. mönnunarþörf leikskólans.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár en með þeim fyrirvara að starfsfólk samþykki það upplegg sem lagt er upp með.
7.4. 2505004 - Leikskólamál - verklagsreglur
Rætt um gildandi verklagsreglur um starfsemi leikskólans, s.s. um viðmið um viðbragð þegar mannekla er vegna veikinda eða annarra aðstæðna sem upp kunna að koma í starfseminni.
Samþykkt að skoða gildandi verklagsreglur vegna manneklu m.a. m.t.t. gildandi kjarasamninga fyrir næsta fund.
7.5. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í tónlistarskólanum og um starfsmannahald á komandi skólaári.
7.6. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála varðandi innleiðingu farsældarlaga í Dalabyggð.
Samþykkt að nota tækifærið á væntanlegu Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs til að ræða um farsæld barna og verkefni því tengdu.
7.7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Farið yfir stöðu mála í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar það sem af er og ennig rætt um mögulega útfærslu á starfsemi á komandi hausti.
7.8. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar í framhaldi af umræðum á síðasta fundi.
Búið er að manna starfið hjá Íþróttafélaginu Undra í sumar varðandi leikjanámskeið fyrir 1. til 6 bekk og er það ánægjuefni.
Verið er að kortleggja hvernig staðið verður að íþróttaæfingum í sumar og verður skipulagið kynnt þegar mál skýrast frekar.
Fyrirhugað er að bjóða upp á reiðnámskeið á vegum hestamannafélagsins Glaðs í sumar og verður fyrirkomulagið kynnt þegar mál skýrast frekar.
7.9. 2505001 - Lýðheilsa
Rætt um verkefni tengd lýðheilsu í Dalabyggð og möguleika til að verða t.d. aðili að landsverefni sbr. "Heilsueflandi samfélag".
Fræðslunefnd felur lýðheilsufulltrúa að taka saman minnisblað um hvað Dalabyggð þarf að gera til að verða aðili að heilsueflandi samfélagi.
8. 2503007F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 53
Lögð fram til kynningar.
8.1. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Lagt til að skýrslur um forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskiptamál í Dalabyggð verði sameinaðar í eina skýrslu er fjallar um forgangsröðun innviða í Dalabyggð.
Verkefnastjóra falið að hefja vinnu við sameinaða skýrslu. Rætt að fjalla um vegamál, fjarskiptamál, rafmagn og húshitun (hitaveitu) til að byrja með.
8.2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Haldinn var fundur með fjallskilanefndum mánudaginn 7. apríl sl.
Nefndum var gefinn frestur til og með 30. apríl til að skila inn athugasemdum.
Fjallskilasamþykktin var tekin til fyrri umræðu með áorðnum breytingum á fundi sveitarstjórnar 10. apríl sl.
Rætt um dagsetningar aðliggjandi sveitarfélaga (fyrri og seinni), gæta þarf samræmis með þeim sem vinna þarf með að fjallskilum.
Skoða þarf orðalag varðandi skyldur aðila sem hafa jörð til ábúðar eða umráða.
8.3. 2504014 - Erindi vegna byggðakvóta
Erindi barst er varðar möguleika á byggðakvóta í Dalabyggð.
Nefndin tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
8.4. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í mars var 4,2% og lækkaði úr 4,3% frá febrúar.
Atvinnuleysi var 4,1% á landsbyggðinni og á Vesturlandi lækkaði atvinnuleysi úr 3,5% í febrúar í 2,9% í mars.
Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í mars. Mest var fækkunin í farþegafluningum með flugi en atvinnulausum fjölgaði í þremur atvinnugreinum, mest þó í sérfræðiþjónustu.
Alls komu inn 272 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í mars, þar af 17 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
9. 2504002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 156
Lögð fram til kynningar.
9.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Til afgreiðslu er fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi í Búðardal. Um er að ræða
skipulagssvæðið norðan Miðbrautar sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 sem er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Einnig er um að ræða miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.
Tillögurnar teknar fyrir að lokinni auglýsingu skv, 3 málsgrein 41. greinar skipulagslaga, með lagfæringum, sbr. samantekt, vegna fram kominna athugasemda. Tillaga samþykkt.
9.2. 2505002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða framkvæmdaleyfi, skv. 13. grein skipulagslaga, að uppfylltum skilyrðum.
9.3. 2504017 - Umsókn um breytt staðfang
Framlögð umsókn um breytingu á staðfangi.
Erindi frestað
9.4. 2505006 - Ljósleiðari í S-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Búðardal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum.
Mikilvægt er að horft til nýs deiliskipulags og tillit tekið til allra lóða við framkvæmdina.
10. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagðar fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 976..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 977..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 978.pdf
11. 2501002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025
Framlagðar fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagðar fram til kynningar.
188 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
187 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
Mál til kynningar
12. 2504012 - Frá sambandsþingi UDN - þakkarbréf og ársskýrsla
Framlagt bréf frá sambandsþingi UDN til Dalabyggðar og ársskýrsla sambandsins fyrir árið 2024.
Til máls tóku: Björn Bjarki og Ingibjörg.

Sveitarstjórn sendir UDN hamingjuóskir með árangur sambandsins í þeirra góða starfi en UDN uppfyllir nú skilyrði fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Samþykkt samhljóða.
Þakkir frá sambandsþingi UDN.pdf
Árskýrsla UDN fyrir árið 2024.pdf
13. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025
Til máls tók: Björn Bjarki.
256. fundur 8. maí 2025.pdf
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 12. júní 2025 kl.16:00


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:46 

Til bakaPrenta