Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 125

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
01.04.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
Hörður Hjartarson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
1. 2202015 - Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku
Tekið fyrir að nýju ósk eftir afstöðu og aðkomu Dalabyggðar varðandi uppbyggingu á áningarstað/kaldri upplýsingastöð við Merkjahrygg á Bröttubrekku.
Það eru til hnitsett landamerki jarða sem liggja að sýslumörkum. Nefndin leggur til að verkefnið verði samþykkt, falli einhver hluti verkefnisins innan sveitarfélagamarka Dalabyggðar, með fyrirvara um samþykki viðkomandi landeigenda.

Samþykkt samhljóða.
Áningastaður á Bröttubrekku-verkefnislýsing-2022.pdf
2. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal í Gilsfirði en erindinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fyrir liggja uppdrættir og greinargerð dags. 18. mars 2022.
Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu við bílastæði og tjaldsvæði við tóvinnuhús bætt inn á uppdrátt. Einnig er legu aðkomuvegar breytt lítillega. Breytingin er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:1000 og skýringaruppdrætti í mælikvarðanum 1:7500.

Fyrir liggur í uppfærðri tillögu nánari útskýring um hvernig breytingin samræmist markmiðum hverfisverndarsvæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið verði frá skipulagslýsingu, skv. 1. mgr. 40. gr., sömu laga.

Samþykkt samhljóða.
DÞ1601c_br_Olafsdalur_greinargerð-2022-03-18.pdf
DÞ1601C-Olafsdalur_dskuppdr_A0-1000-2022-03-18_.pdf
DÞ1601C-olafsdalur_pl-A1 7500_2022-03-18_.pdf
5. 2203015 - Ketilsstaðir - Umsókn um stofnun vegsvæðis 75.058 m2
Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 75.058,4 fm vegsvæðis úr landi Ketillstaða, L137943.

Fyrir liggur uppdráttur frá Vegagerðinni og undirritað samþykki landeiganda.

Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðis úr landi Ketilstaða.

Samþykkt samhljóða.
6. 2203016 - Dunkur - Umsókn um stofnun vegsvæðis
Fyrir liggur umsókn um stofnun vegsvæða frá Vegagerðinni úr landi Dunks L228598, 197,9 fm og Dunks 1, L137909, 52.934,2 fm.

Fyrir liggur uppdráttur frá Vegagerðinni og undirritað samþykki landeigenda.

Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæða úr landi Dunks og Dunks 1.

Samþykkt samhljóða.
7. 2204002 - Umsókn um byggingarleyfi
Borgarverk leggur fram umsókn um byggingarleyfi fyrir vinnubúðum vegna framkvæmda við Snæfellsnesveg.
Nefndin felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og afgreiða málið að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisins. Grenndarkynningu telst lokið með undirrituðu samþykki hagsmunaðila á skipulagsgögn.

Samþykkt samhljóða.
Afstöðumynd.pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3. 2203023 - Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Breiðabólsstað 2
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti skipulags- og matslýsingu að breytingu aðalskipulags fyrir Breiðabólsstað 2 í Borgarbyggð til auglýsingar á fundi sínum nr. 224 þann 10. febrúar 2022.

Óskað er umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.

Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og matslýsing_9.03.2022.pdf
4. 2203024 - Br. á aðalskipulagi Borgarbyggðar, skipulagslýsing fyrir Litlu-Tunguskóga
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. mars 2022 að auglýsa lýsingu að breytingu á aðalskipulagi fyrir frístundasvæðið Litlu-Tunguskógur í Húsafelli í Borgarbyggð.

Óskað er umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.

Samþykkt samhljóða.
Husafell-ask-br-lysing_2022-02-22.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta