Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 119

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.04.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir fulltrúi foreldra,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sat fundinn undir þessum lið.
1. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Rætt um framhaldsnám fyrir ungmenni í Dalabyggð.
Farið yfir stöðuna varðandi möguleika til framhaldsnáms fyrir ungmenni í Dalabyggð. Í kjölfar fundar formanns fræðslunefndar og sveitarstjóra með skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar þá samþykkir fræðslunefnd að horfa til þess að einblína á þann kost að taka upp samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að koma á framfæri þökkum til skólameistara Fjölbrautaskólans á Snæfellsnesi fyrir góð samtöl og samskipti í aðdraganda þessarar ákvörðunar.

Rætt var um þá möguleika sem til staðar eru varðandi akstur framhaldsskólanema á milli Búðardals og Borgarness og fór Páll yfir það hvernig staðið hefur verið að málum hvað varðar akstur annarra sveitarfélaga fyrir íbúa þeirra í framhaldsnám.
Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir stuðningi og samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um að útbúa umsókn í byggðaáætlun vegna þessa verkefnis.
2. 2301030 - Skólastefna 2023 -
Kynnt staða mála við gerð skólastefnu Dalabyggðar.
Ingibjörg formaður fræðslunefndar kynnti stöðu mála.
3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Rætt um skólastarf í Auðarskóla.
Herdís skólastjóri fór yfir stöðuna hvað starfsmannamál varðar, styttingu vinnuviku og framkvæmd þess verkefnis sem og horfur varðandi nemendafjölda næsta vetur.
Útlit er fyrir í leikskóladeildinni verði 20 börn f.o.m. hausti 2023 og í grunnskólanum verði 74 börn f.o.m. hausti 2023.
Skólastjóri fór yfir stöðuna á gerð skólanámsskrár og starfsáætlunar fyrir grunnskóladeild Auðarskóla. Ný starfsáætlun verður gefin út í upphafi næsta skólaárs en uppfærð skólanámsskrá Auðarskóla verði kynnt á vordögum.
Skólastjóri fór yfir að komnar eru niðurstöður úr Skólapúlskönnunum sem lagðar voru fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn og verða þær kynntar fyrir haghöfum á næstunni.
Jón Egill Jónsson tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 4, 5 og 6.
4. 2208010 - Tómstundir - vor/sumar 2023
Sumarstarf og leikjanámskeið sumar 2023, rætt um stöðu mála.
Rúna og Jón Egill kynntu drög að fyrirkomulag sumarstarfs og leikjanámskeiðs. Undri hefur auglýst eftir starfsmanni vegna leikjanámskeiðs sem áætlað er að verði haldið í fjórar vikur í sumar fyrir 1.-6. bekk. Íþróttaæfingar verða á námskeiðistímanum tvo daga í viku. Virkir dagar 5. - 30. júní kl. 09-15.
Umræður um skipulag leikjanámskeiðis.
5. 1509018 - Félagsmiðstöð ungmenna
Á síðasta fundi fræðslunefndar var samþykkt að fresta afgreiðslu á uppfærðum reglum félagsmiðstöðvarinnar þar til nemendum hefur verið gefinn kostur á að kjósa um nafn á félagsmiðstöðina.

Rætt um tímasetningu á auglýsingu í viðbótarstarf í félagsmiðstöð.

Rætt var almennt um þátttöku/mætingu í félagsmiðstöð. Íþrótta- og æslulýðsfulltrúi kynnti gögn þar að lútandi.

Könnun um nafn á félagsmiðstöðina fer í loftið á næstu dögum og er stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir 28. apríl n.k.

Ekki hefur verið auglýst starf í félagsmiðstöð en það sú auglýsing fer í loftið ásamt auglýsingu um laus störf í Auðarskóla á næstu vikum.

Einnig var sagt frá afar vel heppnuðu Samvest balli sem haldið var í Dalabúð 16. mars s.l. Öll framkvæmd var til sóma og vill fræðslunefnd hrósa þeim sem að framkvæmd þessa atburðar komu.

Tómstundafulltrúi fór yfir mætingu í félagsmiðstöð og á aðra viðburði hjá þeim bekkjum sem mega mæta á þá viðburði sem í boði eru á vegum félagsmiðstöðvarinnar, sjá fylgiskjal frá tómstundafulltrúa.
þátttaka_í_félagsmiðstöð_og_framboð.pdf
6. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023
Sagt frá fundum sem haldnir hafa verið með ungmennaráði Dalabyggðar þann 8. mars og 3. apríl sl. og hvað framundan sé á vegum ungmennaráðsins.
Jón Egill tómstundafulltrúi og Ingibjörg formaður fræðslunefndar fara yfir staðfesta fundargerð fundar 8. mars og drög að fundargerð frá 3. apríl. Næstu fundur nefndarinnar verður 31. maí. Ákveðið hefur verið að ungmennaráð mun fundi með sveitastjórn fimmtudaginn 8 júní.
7. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu mála varðandi áform um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal og teikningar þar að lútandi kynntar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála. Vinna við undirbúning og hönnun íþróttamannvirkja gengur vel og er stefnt að því að á næstu vikum ljúki þeirri vinnu og skilað verði inn gögnum til byggingafulltrúa og umsókn um byggingarleyfi. Aftur á móti er staðan á fjármálamörkuðum þannig að hægja þarf á upphafi framkvæmdarinnar sjálfrar, segja má að 11. og 12. hækkun stýrivaxta í á skömmum tíma hafi leitt til þessa. Þreyfingar og samtöl um fjármögnun halda engu að síður áfram og er nú unnið að gerð 10 ára rekstrar- og fjárfestingaráætlunar fyrir samstæðu Dalabyggðar til að undirbyggja aðgerðir í rekstri og framtíðar fjárfestingum enn styrkari stoðum en gert er í fyrirliggjandi áætlunum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til bakaPrenta