Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 32

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að taka dagskrárlið 1 fyrir kl.17:00, vegna gestkomu gegnum fjarfundabúnað, með leyfi fundarmanna.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Franz Jezorski kom á fund nefndarinnar gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 1, frá kl.17:00 til 17:35.
1. 2209006 - Viljayfirlýsing Dalaskógar
Fulltrúar Dalaskóga koma á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Franz fyrir komuna á fundinn, samtalið og upplýsingarnar.
2. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar
Nefndin ræðir stöðu sauðfjárræktar í Dalabyggð
Formaður mun funda ásamt sveitarstjóra með fjallskilanefndum í Dalabyggð.
Formaður mun fara yfir forsendur endurskoðunar búvörusamnings í sauðfjárrækt með sveitarstjóra.
Nefndin ræðir samantekt á gögnum fyrir matvælaráðherra.
3. 2210032 - Að Vestan 2023
Nefndin skoðar samstarf við N4 varðandi innslög úr Dalabyggð í "Að Vestan"
Nefndin leggur áherslu á framhald samstarfs við N4 um "Að Vestan" þar sem það reynist vel til kynningar á sveitarfélaginu.
4. 2210034 - Framkvæmdir á höfn í Búðardal
Nefndin ræðir möguleika á framkvæmdum á höfn í Búðardal til frekari atvinnuuppbyggingar.
Nefdin leggur til við sveitarstjórn að það verði skoðað að kaupa og setja upp krana við bryggjuna í Búðardal.
Krani við bryggjuna er forsenda fyrir hafsækinni starfsemi og frekari uppbyggingu atvinnu þar í kring.
Skoðaðir verði möguleikar á styrkjum og jafnvel samstarfi til kaupa á krana.
Mál til kynningar
5. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022
Atvinnuleysistölur fyrir september 2022. Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 1.
Lagt fram til kynningar.
sept-22-toflur-1-9.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:32 

Til bakaPrenta