Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 317

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.01.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál 2401016 Varðandi vinnu verktaka 2024 sé tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 5.

Lagt er til að mál nr. 2401015 Sorphirða í Dölum 2024 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 6.

Aðrir dagskrárliðir í útsendri dagskrá færist til miðað við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310012 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2024
Á 240. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar voru gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2024 teknar til afgreiðslu og samþykktar. Tvær gjaldskrár þarf að skoða frekar, annars vegar gjaldskrá slökkviliðs Dalabyggðar m.t.t. samræmingar gjaldskrár innan byggðarsamlagsins sem starfað er innan og hins vegar gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs á gámasvæði í Búðardal.
Einnig er hér tekin til afgreiðslu tillaga vegna afsláttar af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar, sjá viðehngi með fundargerð.

Breytingar á gjaldskrá Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og slökkviliðs Dalabyggðar 2024 samþykktar.
Breytingar á gjaldskrá hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2024 samþykktar.
Breytingar á afslætti fasteignaskatts ellilífeyrisþega og öryrkja 2024 samþykktar.
Gjaldskrá - fasteignagjöld 2024 - 04012024.pdf
Gjaldskrá Slökkvilis Dalabyggðar 2024 og BDRS_ÍÖÞ.pdf
Gjaldskrá - Sorp Úrgangur 2024_tilb.pdf
2. 2312004 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024
Framlögð umsókn Samtaka um kvennaathvarf um rekstrarstyrk á árinu 2024.
Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
FW: Beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2024.pdf
3. 2305010 - Löggæsla í Dalabyggð
Framlögð til kynningar skýrsla sem Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið varðandi löggæslu í Dalabyggð.
Skýrslan lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð og verður til umfjöllunar á sveitarstjórarfundi 18. janúar nk.
4. 2301028 - Grassláttur og hirðing 2024 - 2025
Lögð fram til umræðu og afgreiðslu tillaga að samningi vegna grassláttar og hirðingar á árunum 2024 til 2025 byggð á verðkönnun sem gerð var vorið 2023 og samningi sem gerður var í kjölfar þeirrar verðkönnunar við Harra ehf.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.
5. 2401016 - Varðandi vinnu verktaka 2024
Framlögð til umræðu drög að vinnureglum vegna vinnu verktaka fyrir Dalabyggð 2024 ásamt verkbeiðnaformi.
Vakin er athygli á að reikningar vegna vinnu 2023 fyrir Dalabyggð og Dalaveitur þurfa að skila sér í síðasta lagi 15. janúar nk. Hægt er að koma með reikninga á skrifstofu Dalabyggðar milli kl.09-13 alla virka daga, setja þá í póstkassann í anddyri Stjórnsýsluhúss þegar opið er eða senda þá rafrænt á dalir@dalir.is

Drög að vinnureglum vegna vinnu verktaka verða kynnt verktökum, iðnaðarmönnum og öðrum sem tengjast vinnu fyrir Dalabyggð og Dalaveitur. Að því loknu verði þær sendar sveitarstjórn til afgreiðslu.
6. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Gámafélagið hefur breytt fyrirkomulagi við söfnun matarleifa. Í stað maíspoka verði notaðir bréfpokar. Minnisblað umsjónarmanns framkvæmda lagt fram.
Sveitarfélagið Dalabyggð tekur upp nýmæli við sérsöfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum til að styðja við það fyrirkomulag sem er að verða ráðandi á landinu og er einnig umhverfisvænni leið.
Þannig verði lífrænn úrgangur flokkaður í bréfpoka í stað maíspoka.

Vegna þessara breytinga mun sveitarfélagið útdeila þar til gerðri körfu á öll heimili í Dalabyggð ásamt búnti af bréfpokum (80 stk.) og leiðbeiningabækling til að auðvelda íbúum breytingarnar.
7. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlagt erindi frá Högum/Olís með lóðarumsókn.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið, felur sveitarstjóra að hafa samband við umsækjanda og upplýsa um reglur um úthlutun lóða.
8. 2210026 - Uppbygging - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila
Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.

Rætt um mögulega uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð en eins og kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs þá hefur erindi verið sent til FSRE, Lögreglunnar á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Rauða Kross deildarinnar í Dalabyggð, Slysavarnardeildar Dalasýslu, Björgunarsveitarinnar Óskar og slökkviliðsstjóra Dalabyggðar varðandi mögulega aðkomu að uppbyggingu húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð.

Rætt um stöðu eignarhluta FSRE/ríkisins í Miðbraut 11.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9. 2401004 - Eiríksstaðanefnd
Kennitala Eiríksstaðarnefndar er enn við lýði og eign skráð á þá kennitölu en nefndin var formlega lögð niður og hélt lokafund sinn þann 8. júní árið 2021.
Byggðarráð leggur til að kennitalan verði lögð niður og felur sveitarstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þessa.
10. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Rætt um útboð á skólaakstri og hvaða forsendur eru uppi varðandi t.a.m. fjölda akstursleiða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja samtal við Ríkiskaup og undirbúa útboð á skólaakstri fyrir árin 2024-2027 með möguleika á framlengingu (tvisvar sinnum 1 ár í senn).
11. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrirspurn um viðhald og endurnýjun
Framlagt svar frá Rarik við bréfi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem sent var í kjölfar 239. fundar sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar breyttrar innheimtu hitaveitunnar gagnvart lögbýlum.
Byggðarráð þakkar fyrir svar frá RARIK en hvetur fyrirtækið til að sýna hófsemi gagnvart notendum hitaveitunnar.
Svar til Dalabyggðar 28.11.2023.pdf
Þorgrímur Einar Guðbjartsson mætir á fundinn sem gestur undir dagskrárlið 12.
12. 2312013 - Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum
Á fundinn mæta fulltrúar Kruss ehf. og kynna verkefni sitt "Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum".
Byggðarráð þakkar Þorgrími fyrir komuna og kynninguna á verkefninu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta