Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 264

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.03.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2102023 - Sala á slökkvibíl, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr. 2012014 - Flugeldasýning á Jörvagleði, almennt mál, verði dagskrárliður 17.
Mál.nr. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19, mál til kynningar, verði dagskrárliður 26.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103020 - Ársreikningur Dalabyggðar 2020
Ársreikningur Dalabyggðar 2020 lagður fram.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og fór yfir ársreikninginn.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 993,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 812,2 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 42,9 millj. kr. en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 65,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 855,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 766,5 millj. kr.

Reikningurinn staðfestur og samþykkt að visa honum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir dagskrárlið 1 í gegnum fjarfundabúnað. Einnig sátu Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2102029 - Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 1:
1911008 - Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda.
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 23:
1911008 - Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda.
Haraldur Reynisson endurskoðandi mætir á fundinn.
Haraldur ræddi að sem mest gagn yrði af skoðuninni væri rétt að skoða fjárfestingaferlið vegna framkvæmda á árinu heilstætt en ekki verkefnið við fráveituframkvæmdirnar eitt og sér.
Haraldur Reynisson endurskoðandi fór yfir drög að úttekt. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Frestað til næsta fundar.
3. 2101037 - Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes
Erindi frá Gísla Eggertssyni í kjölfar afgreiðslu byggðarráðs.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
4. 2103028 - Sláttur og hirðing 2021-2023 - verðkönnun
Tvö svör bárust vegna verðkönnunar um grasslátt, frá BS þjónustu ehf. og Garðabýlinu ehf.
Í verðkönnun var tilgreint að valið yrði út frá verði, tækjabúnaði og reynslu. Munur á verðum er smávægilegur. Þegar metin er reynsla af verkinu og tækjabúnaður (t.d. vinnslubreidd sláttuvéla) er það niðurstaða byggðarráðs að ganga til samninga við BS þjónustuna ehf.
Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 4.
5. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lóðarleigusamningar lagðir fram til afgreiðslu. Samningar vegna Gunnarsbrautar 3 og 7 og Dalbrautar 10 og 12.
Byggðarráð staðfestir lóðarleigusamninga vegna Gunnarsbrautar 3 og 7 og Dalbrautar 10 og 12.
Samþykkt samhljóða.
6. 2103015 - Verðkönnun vegna ljósmyndaverkefnis
Þann 9. mars sl. var sent út erindi útaf verðkönnun vegna ljósmyndaverkefnis fyrir Dalabyggð. Erindið var sent á 14 ljósmyndara. Þeir voru valdir af lista félags ljósmyndara og fyrri viðskiptum sveitarfélagsins. Fimm aðilar sendu inn verðtilboð.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Odd Stefan ljósmyndara.
Minnisblað - 2103015 - verðkönnun vegna ljósmyndaverkefnis.pdf
7. 1911006 - Fulltrúaráð Bakkahvamms hses.
Úr fundargerð 203. fundar sveitarstjórnar 11.03.2021, dagskrárliður 9:
1911006 - Fulltrúaráð Bakkahvamms hses.
Samkvæmt 7. gr. samþykkta fyrir Bakkahvamm hses skal Dalabyggð tilnefna sex fulltrúa í fulltrúaráð stofnunarinnar. Tilnefningar skulu vera til fjögurra ára.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að tilnefna fulltrúa Dalabyggðar í fulltrúaráð Bakkahvamms hses.
Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Dalabyggðar í fulltrúaráði Bakkahvamms hses.
Pálmi Jóhannsson
Sigríður Huld Skúladóttir
Anna Berglind Halldórsdóttir
Jón Egill Jónsson
Sigurður Bjarni Gilbertsson
Sindri Geir Sigurðarson
Til vara:
Þorkell Cýrusson
Magnína Kristjánsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Kristján Ingi Arnarsson
Sigrún Birna Halldórsdóttir
Ívar Örn Þórðarson
Samþykkt samhljóða.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 5, 6 og 7.
8. 2103031 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I
Viðauki vegna fráveitu, Dalaveitna, Silfurtúns og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Viðauki samþykktur samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.
Viðauki I 2021.pdf
9. 2103032 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Stjórnsýslukæra og fylgiskjöl lögð fram.
Sveitarstjóra falið að svara úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálamála í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Kæra og fylgiskjöl.pdf
10. 2011020 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Umræða um leigu á Laugum í sumar.

Farið yfir stöðuna.
Formanni byggðarráðs falið að taka þátt í viðræðum við Heilsusköpun ehf. ásamt sveitarstjóri og Tryggva Guðmundssyni stjórnarmanni í Dalagistingu ehf.
Samþykkt samhljóða.
12. 2103033 - Miðbraut 11, kaup á húsnæði.
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 16, mál 2005027:
2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Borist hefur svar fá fjármálaráðuneytinu þar sem því er hafnað að veita endurgjaldslaus afnot af húsnæðinu á jarðhæð stjórnsýsluhússins. Hins vegar er Dalabyggð boðið húsnæðið til kaups.
Sveitarstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.

Ríkiseignir eru tilbúnar til að selja Dalabyggð þann hluta húsnæðisins sem starfsemi sýslumannsinsembættisins var í. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga um kaup á húsnæðinu.
13. 2103009 - Sirkus Íslands til Búðardals
Sirkus Íslands er að skoða með að koma með sýningu í Búðardal 10. eða 11. apríl. Sótt er um að fá Dalabúð eða íþróttahúsið til afnota fyrir sýninguna. Einnig er fyrirspurn hvort sveitarfélagið hafi hug á að styðja frekar við sýninguna.
Vegna sóttvarnarráðstafanna er ljóst að áætluð dagsetning mun ekki ganga eftir.
Samþykkt samhljóða að Sirkus Íslands fái afnot af íþróttahúsinu á Laugum fyrir sýningu.
Tölvupóstur - 05_03_2021 - Sirkus Íslands.pdf
14. 2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Úr fundargerð 203. fundar sveitarstjórnar Dalabyggðar 11.03.2021, dagskrárliður 3:
2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 6:
2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Tillaga um að húsið verði selt. Fasteignamat hússins er kr. 15.650.000.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að húsið verði selt. Sveitarstjóra falið að láta verðmeta eignina.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Kristján.
Samþykkt samhljóða.

Ásett verð er kr. 15.800.000.
Fasteignasölunni Bæ falið að annast söluna.
Samþykkt samhljóða.
15. 2102010 - Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna
Hamingja Dalamanna til framtíðar, hvað er til ráða?

Vífill Karlsson kynnti að búið væri að sækja um styrk til að gera úttekt á og bera saman niðurstöður fyrir Dali, Húnaþing vestra og Austur Húnavatnssýslu.
Dalabyggð fagnar þessu mikilvæga verkefni og styður það eindregið að niðurstöður könnunarinnar séu nýttar til þess að greina hvernig sé hægt að gera betur. Mikilvægt er að það fáist fjármagn til verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
Ibuakönnun-landshlutanna-2020-nidurstodur Dalir.pdf
Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sat fundinn undir dagskrárlið 15 í gegnum fjarfundabúnað.
16. 2102023 - Sala á slökkvibíl.
Úr fundargerð 203. fundar sveitarstjórnar 11.03.2021, dagskrárliður 2:
2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 4:
2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Ræða þarf hvort fara skuli í viðgerðir á slökkvibíl. Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn.
Ákveðið að ráðast ekki í viðhald á þriðja bíl slökkviliðsins og hann verði tekinn úr umferð. Talið er fullnægjandi að vera með tvo bíla.
Lagt verður til við sveitarstjórn að bíllinn verði seldur.
Samþykkt samhljóða.
Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 4.
Samþykkt samhljóða.

Ásett verð á bílinn er kr. 950.000.
Samþykkt samhljóða.
17. 2012014 - Flugeldasýning á Jörvagleði
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfi til flugeldasýningar. Sömuleiðis veitir byggðarráð heimild fyrir sýningunni fyrir hönd Dalabyggðar sem landeiganda.
Samþykkt samhljóða.
Flugeldasýning í Búðardal_yfirlitsmynd.pdf
Tölvupóstur - 24_03_2021 - flugeldasýning.pdf
Mál til kynningar
18. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Úr fundargerð 263. fundarbyggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 25:
2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Dalabyggð er næst stærsti hluthafinn í Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf.
Rætt um ársreikning Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. vegna 2019.
Byggðarráð óskar eftir fundargerðum aðalfunda félagsins vegna áranna 2018 og 2019.

Í tölvupósti frá framkvæmdastjóra Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. 08.03.2021 kemur fram að "aðalfundir vegna 2018 og 2019 hafa enn ekki verið haldnir, stefnt er á að boða þá núna í apríl ef covid ástandið verður í lagi."

Dalabyggð fer fram á, sem hluthafi í Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf., að aðalfundir verði haldnir svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. maí.
Samþykkt samhljóða.
19. 2101001 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.
Umsögn lögð fram.
Umsögn Dalabyggðar um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.pdf
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar 259 mál.pdf
20. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál.

Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga nr 74_1997 (beiting nauðungar) 563 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr 90_2018 585 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað 495 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis nr 24_2000 (fjölgun jöfnunarsæta) 496 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir íbúakosningar um einstök mál) 491 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga 602 mál.pdf
21. 2102022 - Svar Sjúkratrygginga við áskorun Dalabyggðar.
Svar Sjúkratrygginga Íslands við áskorun byggðarráðs vegna sjúkraþjálfara lagt fram.
Svar við áskorun Dalabyggðar.pdf
22. 2103021 - Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda
Lagt fram bréf frá Samtökum iðnaðarins þar sem þau skora á sveitarfélög að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála
Áskorun til sveitarfélaga stöðuleyfisgjöld 15.03.2021.pdf
23. 2103024 - Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.
Bændasamtök Íslands skora á sveitarfélög að nýta innlend matvæli eins og kostur er við framleiðslu á skólamáltíðum, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.

Byggðarráð tekur undir áskorunina.
Samþykkt samhljóða.
Áskorun til sveitarfélaga.pdf
24. 2011025 - Stjórnsýsluendurskoðun 2020
Í stjórnsýsluendurskoðuninni kemur fram að setja þarf verklagsreglur um viðauka og tryggja að þeir séu afgreiddir áður en til útgjalda kemur. Þá er bent á að gerð lóðarleigusamninga sem komið er í ferli. Búið er að mæta eldri ábendingum sem varða skránngu eigna í Fasteignaskrá, endurnýja húsnæðisáætlun, breyta samþykkt Dalabyggðar varðandi kjör í nefndir og uppfæra innkaupareglur.
25. 2101039 - XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
Landsþingi Sambands ísl. Sveitarfélaga sem halda átti 26.03.2021 er frestað fram í maí.
26. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Starfsemi hefur verið breytt í samræmi við nýjar sóttvarnarreglur. Grunnskóli lokar fram að páskafríi og sundlaug hefur verið lokað. Gætt verður að fjöldatakmörkunum, grímuskyldu og tveggja metra fjarlægð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35 

Til bakaPrenta