Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 243

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.02.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála
Lagt til að mál nr. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029 verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 6.

Lagt til að mál nr. 2312002F - fundargerð Byggðarráðs Dalabyggðar, fundur nr. 318, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður 7.

Lagt til að mál nr. 2312007 - fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar, fundur nr. 143, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður 11.

Önnur mál færast aftur í samræmi við það.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2401044 - Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki I
Byggðarráð samþykkti tillögu að Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2024 á 318. fundi sínum sem haldinn var þann 2. febrúar sl.

Hækka kostnað v.Barnaverndar kr. 27.000.000
Tekjur v.mótframlags ríkisins allt að kr. 5.400.000
Hækkun kostnaðar v.Lengdrar viðveru kr. 1.967.000
Hækkun kostnaðar v.Deiluskipulags kr. 2.000.000
Hækkun á húsaleigutekjum kr. 11.900.000

Samtals breytingar á A-sjóði kr. 13.667.000 og til lækkunar á handbæru fé

Til máls tók: Björn Bjarki

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_1.pdf
2. 2401021 - Varúðarniðurfærsla skatt- og viðskiptakrafna og afskriftir v/2023
Á 318. fundi byggðarráðs var tekin til umræðu og afgreiðslu tillaga varðandi varúðarniðurfærlsu skattkrafna og afskriftir. Við undirbúning og afgreiðslu fundargerðar féllu út ákveðnir þættir þessa máls og eru hér til afgreiðslu uppfærðar upplýsingar/tölur þess efnis.

Tillaga:
Afskriftir samtals 368.613
Hækkun á varúðarniðurfærlsu viðskiptakrafna um kr. 2.800.000
Hækkun á varúðarniðurfærslu skattkrafna um kr. 5.400.000

Til máls tók: Björn Bjarki

Samþykkt samhljóða.
3. 2301066 - Viðmiðunarreglur um snjómokstur og hálkuvarnir
Rætt um gildandi viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur sem eru síðan árið 2015.
Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt til að fela sveitarstjóra að setja af stað endurskoðun á viðmiðunarreglum varðandi snjómokstur í Dalabyggð.

Samþykkt samhljóða.
Viðmiðunarreglur um sjóðmokstur, feb. 2015.pdf
4. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar uppfærð drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu og er opið fyrir umsagnir til og með 20. febrúar n.k.. Sveitarstjórn Dalabyggðar skilaði inn umsögn á fyrri stigum um þau drög sem þá lágu fyrir.
Ný og uppfærð drög eru efnislega á sömu nótum og þau fyrri og því tilefni til að sveitarstjórn Dalabyggðar taki þau að nýju til umræðu.

Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt til að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.
20240108 Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu drög.pdf
Umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.pdf
5. 2205016 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Aðalfundur SSV, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, verður haldinn í mars. Aðalfulltrúi Dalabyggðar í stjórn SSV, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, hyggst ekki gefa kost á sér til stjórnarsetu áfram og því þarf að kjósa nýjan aðalfulltrúa af hálfu Dalabyggðar til setu í stjórn SSV.
Lagt til að Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verði aðalfulltrúi Dalabyggðar og Skúli Hreinn Guðbjörnsson verði varafulltrúi.

Samþykkt samhljóða.
6. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029
Fram er lögð lokaútgáfa Menntastefnu Dalabyggðar 2024-2029 til afgreiðslu.
Til máls tók: Ingibjörg

Menntastefna Dalabyggðar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Ingibjörg lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshóp sem hafi það hlutverk að koma fram með tillögu að skipulagi þess hver og hvernig aðkoma Dalabyggðar verði að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu í framtíðinni. Tillaga að erindisbréfi verði kynnt fræðslunefnd og í kjölfarið lögð fram til staðfestingar í sveitarstjórn.
Í tillögu að erindisbréfi verði það m.a. tilgreint hver tilgangur með starfshópnum sé, hvernig hópurinn skuli skipaður, fjöldi fulltrúa í starfshópnum og annað það sem máli skiptir í vinnu sem þessari. Einnig verði tilgreint hvaða starfstíma hópnum er ætlað að starfa, fjöldi funda og við hverja skuli haft samráð.

Samþykkt samhljóða.
Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029 (stefna og innleiðing)_glærur.pdf
Lokaskjal_Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029.pdf
Fundargerð
7. 2312002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 318
Samþykkt samhljóða.
7.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Framlögð kostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Eflu vegna vinnu við deiliskipulag í Hvömmum.
Byggðarráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun vegna vinnu við deiliskipulag í Hvömmum.
7.2. 2401044 - Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki I
Framlögð tillaga að Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2024.
Hækka kostnað v.Barnaverndar kr. 27.000.000
Tekjur v.mótframlags ríkisins allt að kr. 5.400.000
Hækkun kostnaðar v.Lengdrar viðveru kr. 1.967.000
Hækkun kostnaðar v.Deiluskipulags kr. 2.000.000
Hækkun á húsaleigutekjum kr. 11.900.000

Samtals breytingar á A-sjóði kr. 13.667.000 og til lækkunar á handbæru fé

7.3. 2312008 - Ábyrgð á ráðstöfun aukaafurða dýra (dýraleifa)
Framlagt afrit af minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent var til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna ábyrgðar á ráðstöfun dýraleifa.
Byggðarráð þakkar fyrir minnisblaðið og hvetur til þess að málinu sé komið í réttan farveg eins og lýst er í framlögðu minnisblaði.
7.4. 2110010 - Sjúkraþjálfun í Dalabyggð
Framlagt erindi vegna mögulegrar starfsemi sjúkraþjálfunar í Dalabyggð og regluverks Sjúkratrygginga Íslands.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að eiga samskipti við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðherra í samræmi við erindið og umræður á fundinum.
7.5. 2401017 - Heilsuefling
Framlagt erindi með hvatningu um að heilsuefling fyrir eldri borgara í Dalabyggð verði efld með t.d. samstarfi við Janus heilsueflingu
Byggðarráð þakkar fyrir erindið.
Þá bendir ráðið á nýgerðan samning sveitarfélagsins við Umf. Óla pá um gjaldfrjáls afnot elli- og örorkulífeyrisþega af líkamsræktinni að Vesturbraut 8 og því góða starfi sem Íþróttafélagið Undri hefur haldið úti fyrir eldri borgara í aðstöðunni.
Sveitarfélagið leitar reglulega leiða til að stuðla að heilsueflingu íbúa og verður erindið tekið með til frekari skoðunar í þeim málum.
7.6. 2401021 - Varúðarniðurfærsla skattkrafna 2023
Kynnt tillaga um að varúðarniðurfærsla vegna útistandandi skattkrafna verði hækkuð.
Samþykkt samhljóða.
7.7. 2401022 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt umsókn um leikskólavist í Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða.
7.8. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur í Dalabyggð
Sveitarstjóri kynnti stöðu á vinnu starfshópsins.
Mánudaginn 29. janúar var haldinn opinn fundur með starfshópi ráðuneytisins.
Verið er að taka saman punkta frá fundinum sem verða birtir á næstu dögum.
7.9. 2401037 - Umsagnarb. tækifærisleyfi Þorrablót Suður-Dala
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 10. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, þ.e. fædd 2006 eða 18 ára á árinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Árbliki 10. febrúar 2024.
7.10. 2401042 - Umsagnarbeiðni Rekstrarleyfi Sælukotið Árblik
Framlögð umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi varðandi útgáfu rekstrarleyfis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.

Samþykkt samhljóða.
7.11. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
7.12. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Rætt um ljósleiðarakerfi Dalaveitna, stöðu og horfur.
Sveitarstjóri mun eiga fund með Mílu um miðjan mánuðinn.
8. 2401003F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 36
Til máls tók: Einar um fundargerðina í heild.

Samþykkt samhljóða.
8.1. 2401008 - Menningarmálaverkefnasjóður 2024
Allar skýrslur vegna úthlutana 2023 hafa skilað sér.
Teknar eru fyrir umsóknir sem bárust í sjóðinn fyrir árið 2024.
Farið yfir innsendar umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar. Opið var fyrir umsóknir frá 6. desember 2023 til og með 15. janúar 2024.
Í sjóðinn bárust 7 umsóknir að upphæð 4.294.517 kr.- til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-

7 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:

Sælukotið Árblik - jólatrésskemmtun = 80.000kr.-
Sönghópurinn Hljómbrot - tónlistarverkefni = 200.000kr.-
Héraðsskjalasafn Dalasýslu - námskeið, sögustund = 70.000kr.-
History up close ehf. - námskeið í fornu handverki = 200.000kr.-
Skátafélagið Stígandi - fjölskylduútilega = 200.000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir - jólatónleikar, menningaviðburður = 200.000kr.-
Hallrún Ásgrímsdóttir - málverkasýning = 50.000kr.-

Menningarmálanefnd Dalabyggðar þakkar fyrir innsendar umsóknir.
8.2. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Undirbúningur fyrir Heim í Búðardal 2024
Ákveðið að halda sig við 5.-7. júlí fyrir Heim í Búðardal.
Dalabyggð mun leggja áherslu á dagskrá fyrir börnin á hátíðinni yfir daginn en menningarmálanefnd hvetur íbúa og rekstraraðila til að huga að öðrum dagskrárliðum sem og kvölddagskrá. Ekki er gert ráð fyrir dansleik á hátíðinni í ár. Eldhátíð verður haldin á Eiríksstöðum sömu helgi.
9. 2312003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 127
Samþykkt samhljóða.
9.1. 2308003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri kynnti framvinduskýrslu ytra mats 2020 sem uppfærð var í nóvember sl. Jákvætt er að sjá þá þróun sem orðið hefur frá því að síðasta uppfærsla átti sér stað í október 2022.

Skólastjóri fór yfir það sem framundan er í starfi grunnskólans og nefndi þar verkefnið Nordplus sem er samstarfsverkefni með finnskum skóla og snýr að elsta stigi grunnskólans og eitt af grunnstefum þessa samstarfs snýr að sjálfbærni og þýðingu þess fyrir viðkomandi samfélög.

Skólaráð fundaði fyrir stuttu og er fundargerð þess fundar komin inn á heimasíðu Auðarskóla.

Skíðaferð er fyrirhuguð í síðustu viku febrúar og er stefnan sú að elsta stigið fari fyrst og svo í kjölfarið miðstig. Yngsta stigið er fyrirhugað að fara með á gönguskíðanámskeið til nágranna okkar á Ströndum í fyrstu viku mars ef veður leyfir.

Skólastjóri fór yfir gögn úr Skólapúlsi.
9.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Framlagt erindi til fræðslunefndar frá meistaranema í leikskólafræðum varðandi könnun sem viðkomandi hefur áhuga á að framkvæma ef samþykki fæst af hálfu fræðslunefndar.
Innleiðing Námsvísa er í fullum gangi og unnið er að þróun samsvarandi námslota líkt og í grunnskólanum og fer sú vinna vel af stað.

Skólastjóri kynnti útkomu úr könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna og sjá má að fréttabréf mælist vel fyrir meðal foreldra leikskólabarna.

Varðandi framkomið erindi frá meistaranema þá gerir fræðslunefnd ekki athugasemd við að viðkomandi framkvæmi þá rannsókn sem um ræðir.



9.3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Rætt um stöðu vinnu við endurskoðunar skólastefnu Dalabyggðar í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í fjarfundi þann 17. janúar sl.
Formaður fræðslunefndar fór yfir stöðu vinnunnar. Opið var fyrir umsagnir um drög að skólastefnu fram í yfirstandandi viku í kjölfar íbúafundar sem haldinn var þann 17. janúar sl.
Næstu skref eru að fara yfir fram komnar athugasemdir og stefnan er að tillaga að nýrri menntastefnu Dalabyggðar verði lögð fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 8. febrúar n.k. Fyrir þann fund verði tillaga að menntastefnu kynnt fyrir nemendum grunnskólans.
9.4. 2301027 - Skólaakstur
Sveitarstjóri kynnir stöðu mála í samskiptum við Ríkskaup varðandi undirbúning útboðsgagna vegna skólaaksturs.
9.5. 2304010 - Félagsmiðstöðin Hreysið
Rætt um starfsmannamál í ljósi auglýsingar um laust 20% starf í félagsmiðstöðinni.
Auglýsing um það starf sem um ræðir er í loftinu á heimasíðu Dalabyggðar.
9.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar.
Formaður íþróttafélagsins Undra fór yfir það að hafinn er undirbúningur fyrir komandi sumar varðandi tómstunda/leikjanámskeið á vegum íþróttafélagsins.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með þetta frumkvæði íþróttafélagsins Undra og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa, verkefnastjóra fjölskyldumála ásamt sveitarstjóra að halda utan um verkefnið af hálfu Dalabyggðar til þess að létta undir með þeim þáttum sem snúa að sveitarfélaginu.

Einnig var rætt um tómstundastarfið núna í vetur og ánægjulegt að það hefur orðið alger sprenging í badmintoniðkun ungmenna en hvað starfið núna og skipulag, eins og oft áður, þá vantar starfsmenn/þjálfara oft á tíðum.
9.7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Farið yfir málefni ungmennaráðs og hvernig rétt er að stuðla að auknu vægi ráðsins í umfjöllun og umsögnum um einstaka mál.
Fræðslunefnd hvetur til þess að ungmennaráð verði kallað saman sem fyrst til þess að fara yfir erindisbréf ráðsins og möguleg verkefni ásamt því að skipta með sér verkum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi boðar til fundar með ungmennaráði.
10. 2401001F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 44
Til máls tók: Garðar um dagskrárlið 3.

Samþykkt samhljóða.
10.1. 2301015 - Eiríksstaðir 2023
Rekstraraðilar Eiríksstaða mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2023.
Nefndin þakkar Bjarnheiði fyrir yfirferðina á starfsárinu 2023 og áætlanir fyrir 2024.
10.2. 2401016 - Almennt um vinnu verktaka 2024
17. janúar sl. var haldinn fundur með verktökum og iðnaðarmönnum í Dalabyggð þar sem kynnt var framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og nýjar reglur þeirra sem koma til með að vinna við þær og aðrar framkvæmdir hjá Dalabyggð og tengdum félögum.
Nefndin þakkar þeim sem sáu sér fært að mæta á fundinn og góðar spurningar og umræður.

Nefndin tekur fram að samræma þarf hvort skila eigi inn taxta með eða án vsk, þ.e. ekki er samræmi milli leiðbeininga og eyðublaðs.

Umræður um hvort birta eigi niðurstöður minni verðkannana líkt og þegar um niðurstöður útboða er að ræða, þ.e. að þeir sem senda inn verð fái upplýsingar um niðurstöðu.

Umræður hvernig Dalabyggð tekur á "frávikstilboðum" þegar gerðar eru verðkannanir.

Umræður um nýtingu Ríkiskaupa-samninga fyrir stærri verkefni á vegum Dalabyggðar t.d. innkaup og flutning.

Nefndin vonar að í framhaldi af kynningu á framkvæmdaáætlun verði hægt að undirbúa verkefni ársins þannig að aðföng og undirbúningur sé tilbúið þegar að viðeigandi/ákveðnum verktíma kemur.
10.3. 2212003 - Mælingar á farsímasamböndum í Dalabyggð
Í morgun var kynnt skýrsla Þorsteinn Gunnlaugssonar ráðgjafa hjá Gagna sem unnin var fyrir SSV um stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi.
Nefndin ræðir skýrsluna og næstu skref.
Lagt til að fá Þorstein Gunnlaugsson á fund nefndarinnar til að fara yfir þá þætti er snúa sérstakleg að Dalabyggð.
10.4. 2401027 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2024
Lagt til að gjaldskrá haldist óbreytt að öllu leyti fyrir utan að verð fyrir týndan lykil hækki sem nemur kostnaði við að fá og afgreiða nýjan.

Drög að dagskrá setursins kynnt nefndinni.
Gjaldskrá lögð fram til afgreiðslu.

Lagt til að gjaldskráin sé samþykkt.

Rætt um dagskránna í Nýsköpunarsetrinu fram á vor. Viðburðir eru skipulagðir ca. aðra hverja viku og verða auglýstir með fyrirvara á miðlum Dalabyggðar.
10.5. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Á árinu 2023 voru 2.041.657kr.- af 2.109.000kr.- sem áætlaðar voru í kynningarstarfsemi. Hér er lagt fram uppgjör ársins 2023 og áætlun 2024 til kynningar þar sem nefndin hefur þegar fjallað um stöðuna og það sem framundan er.
Umræður um að endurskoða áherslur á ferðablöð og taka frekar inn samfélagsmiðla og kostaðar auglýsingar.
10.6. 2208004 - Vegamál
Laugardaginn 13. janúar birtist hálfsíðu auglýsing í Morgunblaðinu varðandi Skógarstrandarveg.
Lagt fram til kynningar.
10.7. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Nóvember: Skráð atvinnuleysi í nóvember var 3,4% og hækkaði úr 3,2% í október. Minnst var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra 1,4%, á Austurlandi 2,3% og eins 2,3% á Vesturlandi. Atvinnuleysi hækkaði alls staðar á landinu frá október og um 0,3% á Vesturlandi. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í nóvember en mest var fjölgun atvinnulausra í gistiþjónustu. Alls komu inn 182 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember, þar af 6 á Vesturlandi.

Desember: Skráð atvinnuleysi í desember var 3,6% og hækkaði úr 3,4% í nóvember. Atvinnuleysi hækkaði á flestum stöðum á landinu frá nóvember nema á Vestfjörðum og Austurlandi þar sem það stóð í stað. Fór úr 2,3% í nóvember upp í 2,9% í desember á Vesturlandi. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í desember en mest var fjölgun atvinnulausra í byggingariðnaði. Alls kom inn 121 nýtt starf sem auglýst var í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í desember, þar af 9 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
11. 2312007F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 143
Til máls tók: Guðlaug um dagskrárlið 5.

Samþykkt samhljóða.
11.1. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Framlagt bréf frá Skógræktarfélagi Dalasýslu vegna samnings um uppbyggingu í Brékkuskógi við Búðardal.
Nefndin felur Jóni Agli og sveitarstjóra að vinna málið áfram með hagsmuni sveitarfélagssins að leiðarljósi og gætt verði að aðgengi fyrir alla.
11.2. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Til afgreiðslu fyrir auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30 . gr. skipulagslaga.
Umsagnir bárust við vinnslutillögu og var breytingartillagan uppfærð með hliðsjón af þeim.
Nefndin samþykkir að auglýsa vinnslutillöguna, með því skilyrði að lóðir sem þegar hafa verið skipulagðar séu óbreyttar. Skipulagsfulltrúa falið að afla gagna.
11.3. 2312007 - Ólafsdalur breyting á gildandi deiluskipulagi
Framlegt erindi frá Minjavernd ehf. vegna lítilsháttar breytinga á deiliskipulagi í Ólafsdal.
Nefndin frestar erindinu með vísan í síðustu málsgrein erindisins, þar sem Minjavernd ehf.lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að funda með nefndinni.
Sveitarstjóra falið að kalla til fundar.
11.4. 2402002 - Skógrækt í landi Hamra
Framlögð gögn vegna skógræktar í landi Hamra sbr. 13. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna verkefnið.
11.5. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Framlögð fyrstu drög Arkís að deiliskipulagsáföngunum þremur í Búðardal til kynningar. Þar eru útfærðar nýjar lóðir, afmörkun núverandi lóða og byggingarreitir.
Nefndin fór yfir drögin og mun í framhaldi halda vinnufund með Arkís um frekari vinnslu tillagnanna.
Sveitarstjóra falið að kalla til fundar.
11.6. 2006017 - Umhverfisdagar/umhverfisviðurkenningar í Dalabyggð
Rætt um og kynntar hugmyndir varðandi umhverfisdaga og viðraðar mögulegar útfærslur varðandi viðurkenningar vegna umhverfismála í Dalabyggð.
Sveitarstjóra falið að útfæra tillögu fyrir næsta fund umhverfis- og skipulagsnefndar.
11.7. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Í Samráðsgátt stjórnvalda er að finna drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Dalabyggð gerði verulegar athugasemdir við reglugerðardrögin á fyrri stigum samráðs og mun senda inn umsögn að nýju.
Málið er lagt fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd til kynningar og óskað eftir athugasemdum ef einhverjar eru sem eiga erindi í téða umsögn sem er í undirbúningi.
Í fylgigögnum er eldri umsögn sveitarfélagsins vegna málsins og reglugerðardrögin sem liggja nú í Samráðsgátt.
Nefndin vísar því til sveitarstjóra ítreka áður gerðar athugasemdir.
Mál til kynningar
12. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 941..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 942.2.pdf
13. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 243.pdf
Lagt til að næsti fundur sveitarstjórnar verði 19. mars 2024.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta