Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 189

Haldinn á fjarfundi,
27.03.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Magnína G Kristjánsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003028 - Fundir sveitarstjórnar sem fjarfundir
Taka þarf ákvörðun um hvort fundir sveitarstjórnar verði haldnir sem fjarfundir.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins til 30. júní 2020, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Jafnframt að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Að loknum fundi skal fundargerð deilt á skjá með öllum fundarmönnum og síðan staðfest af öllum fundarmönnum í tölvupósti áður en hún er birt á heimasíðu Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
2. 2003021 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga
Til máls tók: Kristján.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra fullnaðarafgreiðslu vegna breytinga á viðbragðsáætlun Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Breyting á sveitarstjórnarlögum til að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.pdf
Ákv. SRN 18.3.2020.pdf
3. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Til máls tók: Kristján.
Sveitarstjórn staðfestir viðbragðsáætlun Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun um að fella niður skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu viðbragðsteymis um að auk þeirra sem tilgreindir eru á forgangslista um þjónustu leikskóla og grunnskóla frá almannavörnum verði starfsmenn Kjörbúðarinnar og MS í Búðardal einnig á listanum.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn leggur til að miðstig Auðarskóla verði í heimakennslu meðan samkomubann er í gildi líkt og gilt hefur um elsta stigið frá 18. mars sl.
Jafnframt ítrekar sveitarstjórn nauðsyn þess að fylgja fyrirmælum almannavarna og sóttvarnarlæknis varðandi blöndun hópa. Það er til lítils að viðhafa sóttvarnastarf og enga blöndun skólahópa á skólatíma ef þeim fyrirmælum er ekki sinnt af foreldrum eftir að skólatíma er lokið.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Dalabyggð vill þakka öllu starfsfólki grunn- og leikskóla, Silfurtúns, öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum viðbragðsaðilum ásamt fólki sem sinnir þjónustu í framlínu eins og verslun fyrir framlag sitt í því ástandi sem nú ríkir.
Samþykkt samhljóða.
Viðbragðsáætlun-Dalabyggðar-vegna-COVID-19-1.-útgáfa.pdf
Forgangslisti 8 fyrir grunn- og leikskóla og dagforeldra.pdf
minnisblad_27_mars_2020 Auðarskóli.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta