Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 337

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.07.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að mál nr. 2506015, Reykjadalsá í Haukadal - Efnistaka, framkvæmdaleyfi, á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 3.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2506013 - Hitaveita Rarik í Dalabyggð
Á fundinn mæta fulltrúar Rarik, Kristín Soffía Jónsdóttir og Óli Þór Jónsson, sem kynntu m.a. áform fyrirtækisins um endurnýjun hituveitulagna í Búðardal.
Kristján Ingi Arnarsson verkefnastjóri eigna- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Ljóst er að endurnýja þarf dreifikerfi hitaveitu í Búðardal og er stærðargráðan á því verkefni kostnaðarlega á bilinu 3-400 millj.kr. Áætlað er að verkefnið spanni um 3 til 4 ár að óbreyttu.
Rarik er með til skoðunar samhliða þessu verkefni að endurskoða gildandi gjaldskrá og jafnframt þarf að skoða með gildandi sérleyfi sem rennur út 2028. Rarik mun senda erindi til Dalabyggðar varðandi sérleyfið í kjölfar fundarins.
2. 2208004 - Vegamál
Rætt um stöðu vegamála í Dalabyggð og lögð fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um slæmt ástand vega í sveitarfélaginu á liðnum misserum og árum og hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand Vestfjarðarvegar (60) í gegnum Dali. Í febrúar á þessu ári sendu sveitarstjórnir á Vesturlandi ákall til forsætisráðherra og innviðaráðherra um að brýn þörf væri til að bregðast strax við bágbornu ástandi tiltekinna vegarkafla, með neyðarfjárveitingu í allra brýnustu viðgerðirnar, til að tryggja íbúum, atvinnulífi og ferðafólki lágmarks öryggi á vegunum.
Byggðarráð Dalabyggðar þakkar ráðherrunum fyrir að hafa brugðist hratt við ákalli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi og boðið til fundar 10. mars sl. þar sem tækifæri gafst til þess að ræða þessi mál. Í fréttum hefur komið fram að til standi að leggja viðbótarfjármagn í vegagerð, m.a. á Vesturlandi, með fjárveitingum gegnum fjáraukalög. Ekkert liggur þó opinberlega fyrir um það hve mikla fjármuni eigi að leggja í endurbætur vega á Vesturlandi. Nú þegar júnímánuður er liðinn er ljóst að það verður æ erfiðara að nýta viðbótarfjármagn til framkvæmdaverkefna í vegagerð, þar sem drjúgan tíma þarf til að undirbúa verk, bjóða út og koma þeim af stað.
Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendur. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir allt of mjóir. Á sumum stöðum, t.a.m. á brúm og ákveðnum vegaköflum er vatnsagi mikið vandamál.
Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.
Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.
Byggðarráð Dalabyggðar ítrekar fjölmargar fyrri bókanir sínar um ástand þjóðvegar 60 sem og annarra vega í Dalabyggð og Vesturlandi öllu og krefst þess að það verði stórauknu fjármagni varið til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á Vestfjarðarvegi í gegnum Dali sem er sannkölluð vegæð inn á Vestfirði.

Samþykkt samhljóða.
3. 2506015 - Reykjadalsá í Haukadal - Efnistaka, framkvæmdarleyfi
Framlögð umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins
Dalabyggðar skv. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skilmálum í
reglugerð um framkvæmdarleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin er varðar
efnistöku við Reykjadalsá í Reykjadal, Miðdölum.

Byggðarráð samþykkir erindið.
4. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina.

5. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi
Farið yfir stöðu verkefnisins og samtal sem í gangi er við HVE um stöðu verkefnisins í Dalabyggð. Félagsmálanefnd var kynnt staða máls á 75. fundi nefndarinnar sem haldinn var þann 18. júní sl. og bókaði nefndin eftirfarandi:
"Félagsmálanefnd tekur jákvætt í þá nálgun sem kynnt var á fundinum og felur verkefnastjóra fjölskyldumála og sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í þeim anda sem rætt var um á fundinum."

Einnig kynnti verkefnastjóri fjölskyldumála á fyrrgreindum fundi könnun sem fyrirhugað er að taka í júlímánuði hjá íbúum Dalabyggðar 80 ára og eldri sem framkvæmd verður af hálfu tengiráðgjafa á vegum SSV í tengslum við Gott að eldast.

Byggðarráð tekur undir með félagsmálanefnd varðandi það að taka jákvætt í samstarf við HVE um verkefnið gott að eldast og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
6. 2506007 - Dalabúð
Rætt um rekstur og þá viðhaldsþörf sem uppi er varðandi félagsheimilið Dalabúð.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála og var falið að vinna málið áfram.
7. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Framlagt samþykkt kauptilboð í sumarhúsalóðir að Laugum, nr. 1, 2, 3, 4 og 9 sem auglýstar voru fyrir stuttu. Sveitarstjóri kynnti að viðræður séu í gangi um lóðir 6 og 7.
Framlögð fyrirspurn frá nokkrum velunnurum Tjarnarlundar varðandi mögulega starfsemi í húsinu samfara breyttu eignarhaldi.
Einnig framlögð fyrirspurn varðandi áform um eignarhald á útihúsum í landi Fjósa.

Byggðarráð staðfestir hér með sölu á umræddum lóðum á Laugum nr. 1, 2, 3, 4 og 9.

Varðandi félagsheimilið Tjarnarlund og erindi frá velunnurum þess var samþykkt að bjóða fulltrúum hópsins á næsta fund byggðarráðs til viðræðna um erindið.

Sveitarstjóri kynnti að tilkynning hafi komið fyrr í dag um að tilboðsgjafi í félagsheimilið Árblik hafi fallið frá kaupum. Byggðarráð samþykkti að setja eignina í söluferli að nýju.

Varðandi útihús í landi Fjósa þá var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara í anda þeirra umræðna sem byggðarráð tók um erindið.


8. 2506018 - Umsókn um lóð Lækjarhvammur 22
Framlögð umsókn um lóð að Lækjarhvammi 22 í Búðardal.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
9. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu
Farið yfir stöðu mála í málefnum barnaverndar. Núverandi heimild Dalabyggðar til að vera sjálfstæð í málaflokknum gildir til 15. ágúst n.k. Kynnt staða mála í viðræðum um mögulega aðild Dalabyggðar að barnaverndarþjónustu en skv. breytingum sem gerðar voru árið 2023 þurfa barnaverndarþjónustur að vera fyrir 6000 manna þjónustusvæði að lámarki.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
10. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal
Rætt um stöðu mála varðandi uppsetningu á aðkomutákni við Búðardal.
Farið yfir verkefnið og sveitarstjóra falið að ganga þannig frá málum við hönnuð að verkið komist upp sem fyrst.
11. 2506010 - Tilnefningar í Breiðafjarðarnefnd 2025
Framlagt erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem óskað er eftir tilnefningu Dalabyggðar í Breiðafjarðarnefnd til næstu fjögurra ára, aðal- og varamann.
Byggðarráð samþykkir að Valdís Einarsdóttir verði aðalmaður f.h. Dalabyggðar í nefndinni og Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður hennar.
12. 2506016 - Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
Framlögð umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir leikskóladvöl utan lögheimilis.
13. 2506017 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Framlögð umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir grunnskólavist utan lögheimilis.
14. 2506006 - Tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
Lögð fram umsókn um stuðning við tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir tónlistarnámi utan lögheimilis.
15. 2301067 - Starfsmannamál
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
Framlagt erindi er barst sveitarstjórn, efni þess rætt og samþykkt að oddviti eða sveitarstjóri svari erindinu.

Rætt um starfsmannamál. Byggðarráð samþykkir tillögu þá er sveitarstjóri kynnti og felur honum að ganga frá málum í anda umræðu á fundinum.
Fundargerðir til kynningar
16. 2504004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 75
16.1. 2501031 - Félagsmál 2025
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála.
Umrædd mál eru bundin trúnaði og því ekki frekar bókað hér.
16.2. 2406000 - Forvarnarmál
Samantekt á starfi forvarnarhóps Dalabyggðar skólaárið 2024/2025 til yfirferðar.
Lögð fram til upplýsinga samantekt á starfi forvarnarhóps Dalabyggðar, sjá hér í fylgigögnum fundargerðar.
Félagsmálanefnd lýsir ánægju með störf hópsins og lýsir áhuga á að fá að fylgjast áfram með starfi hópsins.
16.3. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu
Verkefnastjóri fjölskyldumála og sveitarstjóri kynntu stöðu mála.
Viðræður eru í gangi og mikilvægt að lending náist sem fyrst en núverandi heimild Dalabyggðar gildir til og með 15. ágúst n.k.
16.4. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála.
Reglulegir fundir hafa verið haldnir með BOFS, Barna- og fjölskyldustofu, um stöðu mála í Dalabyggð. Fyrirhugaður er fundur með starfsmönnum Dalabyggðar til að kynna stöðu innleiðingarferlisins.
Staðan í Dalabyggð er sambærileg og víða annarsstaðar hvað varðar innleiðingu farsældarlaganna.
16.5. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi
Farið yfir stöðu verkefnisins og samtal sem í gangi er við HVE um stöðu verkefnisins í Dalabyggð.
Félagsmálanefnd tekur jákvætt í þá nálgun sem kynnt var á fundinum og felur verkefnastjóra fjölskyldumála og sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í þeim anda sem rætt var um á fundinum.
Einnig kynnti verkefnastjóri fjölskyldumála könnun sem fyrirhugað er að taka í júlímánuði hjá íbúum Dalabyggðar 80 ára og eldri sem framkvæmd verður af hálfu tengiráðgjafa á vegum SSV í tengslum við Gott að eldast.
17. 2506001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 142
17.1. 2505001 - Lýðheilsa
Rætt í framhaldi af umræðum á síðasta fundi fræðslunefndar þar sem nefndin fól lýðheilsufulltrúa að vinna frumdrög að verkáætlun við undirbúning á gerð lýðheilsustefnu fyrir Dalabyggð sem og að kanna hvað Dalabyggð þurfi að uppfylla til að verða aðili að "Heilsueflandi samfélagi" sem er heildræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök.
Varðandi vinnu við gerð lýðheilsustefnu þá kynnti lýðheilsufulltrúi drög að vinnugagni til að nota í vinnunni framundan. Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá nálgun sem um ræðir og samþykkir að vinna málið áfram á næsta fundi, skipa þá starfshóp til að halda utan um verkefnið og undirbúa samtal innan samfélagsins í Dalabyggð.

Varðandi mögulega aðkomu Dalabyggðar að verkefninu "heilsueflandi samfélag" þá fóru lýðheilsufulltrúi og verkefnastjóri fjölskyldumála yfir það sem snéri að sveitarfélaginu í þeim efnum. Fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
17.2. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Rætt um starfsmannamál fyrir komandi skólaár.
Auglýsa þarf eftir einum starfsmanni í 20% starfshlutfalli í félagsmiðstöð f.o.m. næsta skólaári.
Einnig rætt um möguleika á því að sækja um í sjóð til að efla samstarf við nágrannasveitarfélög varðandi starfsemi félagsmiðstöðva.
17.3. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála vegna framkvæmda við íþróttamannvirki og verkáætlun
17.4. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum fyrir komandi skólaár.
Í framhaldi af kynningu og umræðum á síðasta fundi fræðslunefndar var rætt um framkomna tillögu að uppfærðum skólareglum.
Framlögð framvinduskýrsla umbóta ytra mats 2020 - v/grunnskóla.
Kynnt mat á starfsáætlun Auðarskóla.
Atvinnutengt nám, skólastjóri kynnti stöðu máls.
Skólanámskrá grunnskóla Auðarskóla, kynnt staða mála.
Kynnt drög að starfsáætlun Auðarskóla 2025-2026.
Kynnt drög að jafnréttisáætlun Auðarskóla.
Skólastjóri fór yfir ráðningar í stjórnunarstöður. Guðmundur Kári Þorgrímsson mun gegna til eins árs starfi deildarstjóra grunnskóla og verkefnastjóri sérkennslu hefur verið ráðin Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir.
Ljóst er að það vantar enn í starfsmannahóp grunnskólans tvo kennara og er leitað allra leiða til að leysa það úrlausnarefni.
Varðandi framkomna tillögu að uppfærðum skólareglum sem kynntar voru á síðasta fundi fræðslunefndar þá var rætt um inntak þeirra, samþykkt að fela skólastjóra að vinna málið áfram innan skólans og kynna fyrir skólaráði áður en fræðslunefnd tekur þær til afgreiðslu á fundi sínu 19. ágúst n.k.
Skólastjóri kynnti frumdrög að starfsáætlun Auðarskóla 2025-2026.
Skólastjóri kynnti framvinduskýrslu umbóta ytra mats 2020 - v/grunnskóla.
Skólastjóri kynnti mat á starfsáætlun Auðarskóla 2024-2025.
Skólastjóri kynnti áform um að taka upp atvinnutengt nám í Auðarskóla. Fræðslunefnd tekur jákvætt í að tekið upp atvinnutengt nám í Auðarskóla og felur skólastjóra að forma verklag í takt við umræður á fundinum.
Skólastjóri kynnti drög að jafnréttisáætlun Auðarskóla 2025-2028.
17.5. 2501010 - Málefni leikskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum fyrir komandi skólaár.
Rætt um gildandi reglur þegar upp kemur undirmönnun í leikskóla og kynnt drög að uppfærðum reglum.
Skólastjóri kynnti ráðningu í starf aðstoðarleikskólastjóra, Svanhvít Lilja Viðarsdóttir mun taka við starfinu þann 1. ágúst n.k.
Fræðslunefnd samþykkir reglur um viðmið vegna lágmarksmönnunar leikskóla Auðarskóla með áorðnum breytingum.


17.6. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum fyrir komandi skólaár.
Skólastjóri kynnti stöðu mála.
17.7. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal
Sveitarstjóri stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar á komandi skólaári.
18. 2505005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 54
18.1. 2209006 - Fræhöll
Jakob K. Kristjánsson og Franz Jezorski koma á fund nefndarinnar og kynna stöðu mála varðandi fræhöll, Brekkuskóg og tilraunarækt.
Nefndin þakkar Jakobi og Franz fyrir komuna og umræður.
18.2. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Uppfærð innviðaáætlun verður unnin áfram, þar verður fjallað um forgangsröðun Dalabyggðar í vegamálum, fjarskiptum, raforku og húshitun.
18.3. 2504014 - Erindi vegna byggðakvóta
Staðan rædd eftir að upplýsinga var leitað hjá ráðuneyti og SSV.
Rætt um niðurstöðu SSV, ráðuneytis og Byggðastofnunar. Búið er að upplýsa málsaðila um stöðuna.
19. 2501004 - Fundargerðir Fasteignafélagsins Hvamms 2025
20. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
21. 2506011 - Ársfundur Brák íbúðarfélags hses
22. 2501005 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2025
Samþykkt að næsti fundur byggðarráðs verði haldinn að óbreyttu 14. ágúst 2025.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til bakaPrenta