Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 272

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.07.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá:
Mál.nr.1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022, mál til kynningar, verði dagskrárliður 22.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2107009 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki IV
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Í viðaukanum felast eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun:
Fræðslu- og uppeldismál, rekstur hækkar um kr. 2.400.000 (kr. 1.100.000 vegna námskeiðahalds fyrir starfsmenn og kr. 1.400.000 vegna skólaaksturs).
Umferðar- og samgöngumál, rekstur og tekjur hækka um kr. 4.000.000 vegna framlags til styrkvega.
Silfurtún, tekjur og rekstur hækka um kr. 3.310,000 vegna aukinna framlaga og á móti aukins launakostnaðar og vegna hjúkrunarvara.
Framlag frá ríkinu vegna fráveituframkvæmda hækkar um kr. 3.406.000.

Viðauki IV samþykktur samhljóða.
Viðauki IV 2021.pdf
2. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Minnisblað um vinnu við fjárhagsáætlun lagt fram.
Ekki tókst að ráða starfsmann í að skrá og taka út viðhaldsþörf á eignum Dalabyggðar.

Minnisblað staðfest samhljóða.
Minnisblað - 2104022 - Vinna við fjárhagsáætlun 2022.pdf
3. 2106029 - Beiðni um afslátt af leigu í Dalabúð
Erindi frá Slysavarnadeild Dalasýslu um afslátt af leigu vegna námskeiðahalds lagt fram.
Samþykkt samhljóða að veita 20% afslátt af leigu.
Dalabúð - námskeið .pdf
4. 2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Sveitarstjóra falið að undirbúa útboð. Stefnt að því að útboðið fari fram í ágúst.
Samþykkt samhljóða.
Viðar Ólafsson sat fundinn undir dagskrárlið 4.
5. 2107002 - Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Lagt er til að sótt verði um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis umskólaakstur leikskólabarna.

Samþykkt samhljóða að sækja um framlag vegna tilraunaverkefnis skólaárin 2021-2022 og 2022-2023.
6. 2107007 - Dagsetningar funda 2021-2022
Drög að dagsetingum funda ágúst 2021 til maí 2022 lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
Fundardagar 2021-2022.pdf
7. 2107011 - Kerfisáætlun Landsnets
Kerfisáætlun Landsnets 2021-2030 hefur verið sett í opið umsagnarferli, sjá: https://www.landsnet.is/um-okkur/utgafa-og-samskipti/kerfisaaetlun-2021/kerfisaaetlun/

Drög að umsögn SSV um kerfisáætlun Landsnets lögð fram.

Byggðarráð staðfestir umsögn SSV.
8. 2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Erindi frá Hestaeigendafélagi Búðardals lagt fram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna viðhalds vegarins að hesthúsahverfinu. Málið verði lagt fyrir sveitarstjórarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
Hesthúsvegur18072021.pdf
Viðar Ólafsson sat fundinn undir dagskrárlið 8.
9. 2107013 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Hvammssveit
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Stjórnsýslukæra lögð fram.

Sveitarstjóra falið að svara Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Stjórnsýslukæra til ÚUA vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Dalabyggð.pdf
Yfirlit yfir svæði - Ásgarður.pdf
Skógræktarsamningur Ásgarður (1).pdf
ásgarður svarbréf 300421.pdf
Svar við grendarkynningu vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs.pdf
GrenndarkynningAnnaBerglind.pdf
10. 2107003 - Leigusamningar - Laugum
Leigusamningar vegna húsa á Laugum voru gerðir til eins árs. Framlenging samninga til eins árs lögð fram.
Framlenging samninga til eins árs samþykkt samhljóða.
11. 2107014 - Innheimtukrafa vegna fasteignagjalda
Ákvörðun um framhald innheimtuaðgerða.
Fært í trúnaðarbók.
12. 2107015 - Dalabúð - frágangur í kjallara - verðkönnun
Verðkönnun fór fram vegna frágangs í kjallara Dalabúðar. Eitt tilboð barst.
Tilboðið samþykkt.
Dalabúð - frágangur í kjallara - opnun tilboða - fundargerð 19_07_2021.pdf
Viðar Ólafsson sat fundinn undir dagskrárlið 12.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2106002F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 47
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Erindi frá SFV 2021 - 2102015

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
14. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Fundargerð 12.05.2021 lögð fram.

AVN fundur 2021-05-12 Minnispunktar.pdf
15. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Fundargerðir 192. og 193. fundar lagðar fram.

Breiðafjarðarnefnd - fundur 193.pdf
Breiðafjarðarnefnd - fundur 192.pdf
Mál til kynningar
16. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur staðfest samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð og sent til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

UMH20120107 - Úrgangur í Dalabyggð samþykkt.pdf
17. 2107010 - Grænbók um samgöngumál
Lagt fram.
Grænbók um samgöngumál.pdf
18. 2011037 - Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt Dalabyggð 30% styrk vegna framkvæmda við fráveitu 2020 og 2021.

Dalabyggð_2021-07-09_undirritað.pdf
19. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Farið yfir stöðu framkvæmda.
20. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Byggðarráð hvetur rekstraraðila til að gera þjónustusamning við sorphirðuaðila.
Samþykkt samhljóða.
Viðar Ólafsson sat fundinn undir dagskrárliðum 19 og 20.
21. 2107016 - Drög að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Drög að reglum sem Samband ísl. sveitarfélag hefur útbúið lögð fram.

Lagt fram.
Tölvupóstur - 16_07_2021 - frá Sambandi ísl sveitarfélaga.pdf
Drog að reglum um lækkun og niðurfellingu drattarvaxta á fasteignaskatta.pdf
22. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Gengið hefur verið frá fyrirkomulagi skólaaksturs næsta vetur en eftir er að skrifa undir samning vegna leiðar 2.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05 

Til bakaPrenta