Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 295

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.07.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirfarandi málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2207023 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2203020 - Endurskipulagning sýslumannsembætta, almennt mál, verði dagskrárliður 10.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205019 - Prókúra fyrir Dalabyggð.
Lagt fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu í orlofi sveitarstjórnar.
Afgreiðsla prókúru fyrir Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóra Dalabyggðar.

Prókura til Björns Bjarka Þorsteinssonar sveitarstjóra samþykkt samhljóða.
2. 2206024 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Lagt fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 223. fundar sveitarstjórnar 25.07.2022, dagskrárliður 1:
2206024 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Borist hefur kaupleigutilboð í Laugar.
Samþykkt samhljóða að leggja fram gagntilboð.

Efni gagntilboðs fært í trúnaðarbók.

Byggðarráði falið að vinna málið áfram og afgreiða í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gagntilboð um kaupleigusamning vegna Lauga í Sælingsdal samþykkt samhljóða.
Eignirnar verða leigðar á kaupleigu frá 1.01.2023 til 15.01.2025. Söluverð er kr. 270.000.000.
Gagntilboð - Laugafell.pdf
Samþykkt tilboð.pdf
3. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Lagt fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu í orlofi sveitarstjórnar.
Eftir fund eigenda Félagsheimilisins á Staðarfelli (Dalabyggð, Kvenfél. Hvöt, Umf. Dögunn) er það lagt til að húsið verði sett í söluferli.

Samþykkt samhljóða að setja Félagsheimilið á Staðarfelli í söluferli.
Minnisblað - 2001030 - félagsheimilið á Staðarfelli.pdf
4. 2207010 - Umsögn um breytingu rekstrarleyfis úr flokki III í flokk IV - Gil gistiheimili, Skriðuland, 371 Búðardal
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um beiðni Heljarskinn ehf kt.700821-3660, um breytingu á núgildandi rekstrarleyfi sínu REK-2021-021153 útgefnu 20. 12. 2021, til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekinn er sem Gil gistiheimili að Skriðulandi (F2118337/2118336), 371 Búðardal.
Breytingin felst í ?ósk um breytingar á rekstrarleyfi til að geta selt bjór og léttvín með mat. Breyta á rekstrarleyfi úr flokki 3 í flokk 4."
Með umbeðinni breytingu færist reksturinn úr gististaður í flokki III (gisting með veitingum þó ekki vínveitingum) í gististað í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum).
Hið breytta rekstrarleyfi yrði því til sölu gistingar í flokki IV, stærra gistiheimili, með gistirými fyrir 24 gesti.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.
Samþykkt samhljóða.
ums.b.breyt.GIII>GIV-Gil gistiheimili/Gil guesthouse,Skriðuland,371 Búðardal.pdf
ums.b.breyt. GIII í GIV-Gil guesthouse,Skriðuland,Búðard_2021021153.pdf
5. 2207018 - Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um tómstundastarf
Fyrir liggur tillaga um samstarf Dala, Reykhóla og Stranda um tómstundamál. Hluti af tillögunni eru almenningssamgöngur einu sinni í viku milli byggðarlaganna. Þær yrðu nýttar af börnum og ungmennum aðra vikuna og eldri borgurum hina vikuna.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar í fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
6. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Tillaga um að flutningur dýrahræja til förgunar verði boðin út.
Samþykkt samhljóða að bjóða út flutning dýrahræja til förgunar.
7. 2207020 - Gönguleið milli Á á Skarðsströnd og Vogs á Fellsströnd
Óskað er álits Dalabyggðar varðandi gönguleið milli Á á Skarðsströnd og Vogs á Fellsströnd.
Byggðarráð fagnar lagningu gönguleiðar milli Á og Vogs.
Samþykkt samhljóða.
Gönguleið milli Áar og Vogs.pdf
h1331-gönguleið Skarðsströnd A1 25000 600.pdf
8. 2207021 - Stuðningur við kvennareið 2022
Ósk um stuðnings vegna árlegnrar kvennareiðar í Dölum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að miða við leigu fyrir lítinn sal í Tjarnarlundi og veita 50% afslátt af þeirri leigu.
Stuðnings ósk til Dalabyggðar.pdf
9. 2207023 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags
Óskað verður eftir umsögn skólastjóra Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða.
10. 2203020 - Endurskipulagning sýslumannsembætta
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann hafa verið lögð fram í samráðsgátt.
Drög að umsögn samþykkt samhljóða.
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann.pdf
Umsögn Dalabyggðar um drög að frumvarpi til laga um sýslumann.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2207004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 60
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
Samþykkt samhljóða.
12. 2207007F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 61

1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
13. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022
Fundargerð 9. fundar 16.06.2022 lögð fram.
Byggingarnefnd 9.pdf
14. 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022
Fundargerð Dalagistingar 25.07.2022 lögð fram.
Mál til kynningar
15. 2207009 - Framtíðaráform um varaafl raforku í Dalabyggð.
Byggðarráð sendi RARIK fyrirspurn um hver framtíðaráformin væru um varaafl raforku í Dalabyggð. Svar sem barst 13.07.2022 lagt fram.
Byggðarráð þakkar fyrir skjót svör.
2206011 - Niðurstaða byggðarráðs Dalabyggðar. Svar RARIK.pdf
16. 2104022 - Sex mánaða rekstraruppgjör.
Rekstraruppgjör fyrir janúar-júní lagt fram
Lagt fram.
Miðað við sex mánaða uppgjör er rekstur sveitarfélagsins í jafnvægi að frátöldum rekstri Silfurtúns sem er kominn um 14 m.kr. umfram fjárhagsáætlun. Einnig er t.d. fjárheimild vegna snjómoksturs orðin fullnýtt.
Uppgjör janúar-júní.pdf
17. 2207019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VI
Gera þarf viðauka í ágúst m.a. vegna Silfurtúns og snjómoksturs.
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárliðum 16. og 17.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25 

Til bakaPrenta