Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 319

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.02.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr. 2402013, skólavist utan lögheimilissveitarfélags, verði tekið á dagskrá og verði mál nr. 10.

Lagt er til að mál nr. 2402016, beiðni um styrktarlínu, verði tekið á dagskrá og verði mál nr. 11.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023
Kynnt tímaplan varðandi umræðu um ársreikning Dalabyggðar og undirstofnana fyrir árið 2023.
Byggðarráð tekur ársreikning til afgreiðslu 18. mars og stefnt að því að hann fari í framhaldi fyrir sveitarstjórn 19. mars.
2. 2210026 - Uppbygging - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila
Stöðuyfirlit frá vinnuhópi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal sem og stöðuyfirlit frá sveitarstjóra um stöðu mála í samskiptum við FSRE/ríkisvaldið um uppbyggingu húsnæðis fyrir viðbragðsaðila í Búðardal.
3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Farið yfir stöðu mála varðandi undirbúning og gerð útboðsgagna vegna útboðs á skólaakstri fyrir árin 2024-2027 með möguleika á framlengingu (tvisvar sinnum 1 ár í senn).
Útboðsgögn eru í undirbúningi og stefnt að útboði í mars.
4. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður sat fundinn undir dagskrárlið 5.
5. 2402010 - Óbyggðanefnd
Framlögð tilkynning varðandi kröfur sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur afhent óbyggðanefnd um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlands.
Rætt um störf óbyggðanefndar á svæði 12 "eyjar og sker".

Byggðarráð hvetur landeigendur sem falla innan þess svæðis sem er til vinnslu núna til að gera kröfugerð um sínar eignir.
6. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
7. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Rætt um ljósleiðarakerfi Dalaveitna, stöðu og horfur og farið yfir það sem gerst hefur frá síðasta fundi byggðarráðs Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
8. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Í fundargerð sveitarstjórnar 243. fundi var samþykkt að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn um uppfærð drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Sveitarstjórn Dalabyggðar skilaði inn umsögn á fyrri stigum um þau drög sem þá lágu fyrir.
Ný og uppfærð drög eru efnislega á sömu nótum og þau fyrri og því tilefni til að sveitarstjórn Dalabyggðar taki þau að nýju til umræðu. Hér meðfylgjandi er afrit af umsögn sem Dalabyggð skilaði inn.

Dalabyggð, umsogn sjalfbær landnýting 20.02.2024.pdf
9. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Staða mála í tengslum við Fóðuriðjuna Ólafsdal ehf. rædd.
10. 2402013 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
11. 2402016 - Beiðni um styrktarlínu Breiðfirðingur 2024
Samþykkt að styrkja útgáfu Breiðfirðings 2024 um styrktarlínu upp á 18.000kr.-
Breiðfirðingur 2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:36 

Til bakaPrenta