Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 281

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.12.2021 og hófst hann kl. 18:20
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirfarandi máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2112010 - Umsókn um fasteignastyrk, almennt mál, verði dagskrárliður 6.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Þuríður mætir til fundar kl. 18:35.
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Eftirfarandi breytingar lagðar til:
Tekjur lækka 3.024 þús. v. leikskóla (gjaldskrá lækkar um 50%).
Hækkun tekna um 1.817 þús. v.sorpgjalda (hækkað úr 10% í 20%).
GJöld lækka 820 þús. v.niðurgr.leikskgj (gjaldskrá lækkun).
Lækkun 1.000 þús. v.lögfræðikostn.
Lækkun 500 þús. v. vaxtakostn hjá Dalaveitum.
Hækkun fræðslumála um 3.164 þús.
Samtals hækkun á rekstrarkostnaði um 2.051 þús.
Afgangur af A og B hluta verður því 6.713 þús. og þegar tekið hefur verið tillit til hlutdeildarfélaga er afgangurinn 4.083 þús.

Gjaldskrár uppfærðar í samræmi við niðurstöðu 280. fundar byggðarráðs fyrir Auðarskóla og sorphirðu. Einnig gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld uppfærð miðað við byggingarvísitölu og gjaldskrá vatnsveitu.

Uppfærð tillaga að fjárhagsáætlun og greinargerð lögð fram.

Breytingartillögur samþykktar samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Gjaldskrár staðfestar og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Minnisblað um endurskoðaða þjóðhagsspá.pdf
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - seinni umræða.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2022-2025 fyrir byggðarráð.pdf
2. 2111020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII.
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 2:
2111020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII.
Umræða um viðauka.
Verður tekið fyrir á aukafundi 6. desember.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari, Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir dagskrárlið 2.

Tillaga að viðauka lögð fram.

Viðauki VIII samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Slökkvilið 2021 Beiðni um Viðauka .pdf
Viðauki VIII.pdf
3. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Drög að sorphirðudagatali fyrir 2022 lögð fram.
Helsta breytingin milli ára er að tæmingum á brúnu tunnunni er fækkað en tæmingum á grenndarstöðvum og endurvinnslutunnunum í Búðardal fjölgað.
Aukalosun verður á endurvinnslutunnum 27.12.2021.

Sorphirðudagatal samþykkt samhljóða
Sorphirðudagatal 2022.pdf
4. 2008011 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
5. 2112003 - Umsögn um leyfi til sölu á skoteldum
Lögreglustjórinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Ósk un sölu á skoteldum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til sölu skotelda.
Samþykkt samhljóða.
Björgunarsveitin Ósk.pdf
6. 2112010 - Umsókn um fasteignastyrk
Umsókn frá Hestamannafélagiðnu Glað um styrk vegna fasteignagjalda.
Samþykkt samhljóða að veita Hestamannafélaginu Glað styrk vegna fasteignagjalda. Félagið á 60,5% í Nesodda ehf.
Ársreikningur Glaðs 2020.pdf
Glaður umsókn um fasteignastyrk 2021.pdf
Nesoddi Ársreikningur 2020.pdf
Mál til kynningar
7. 2111014 - Umsókn um styrk vegna vegar
Umsækjandi óskar eftir upplýsingum á hverju byggðarráð byggir tillögu sína til sveitarstjórnar um afgreiðslu erindisins.
Byggðarráð lagði til við sveitarstjórn að veita ekki styrk til vegarins þar sem sveitarfélagið styrkir ekki heimreiðar.
Fwd: Umsókn um Vegastyrk, Fellsströnd.pdf
8. 2111018 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2022
Tölvupóstur frá Ólafsdalsfélaginu þar sem óskað er eftir að byggðarráð endurskoði styrkupphæð.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en samþykkir samhljóða að halda sig við fyrri tillögu þar sem styrkupphæðin er í samræmi við styrki til annarra félagasamtaka.
Tölvupóstur - 02_12_2021 frá Ólafsdalsfélaginu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta