Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 65

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.02.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Guðrún Erna Magnúsdóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302006 - Félagslegar íbúðir
Rætt um félagslegar íbúðir í eigu Dalabyggðar.
Félagsmálnefnd leggur til að Sunnubraut 1 verði seld í því ásigkomulagi sem íbúðin er í núna.

Að höfðu samráði við endurskoðendur Dalabyggðar leggur félagsmálanefnd til að Stekkjarhvammur 5 og Stekkjarhvammur 7 verði færðar úr félagslega kerfinu yfir í almennt eignasafn Dalabyggðar og Gunnarsbraut 11 a og Gunnarsbraut 11b verði færðar undan rekstri Silfurtúns og yfir í félagslega kerfið.
Minnisblað félagslegar íbúðir 13.02.2023.pdf
2. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Framlögð til umræðu uppfærð drög að jafnréttisáætlun Dalabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir að vinna drögin áfram fram að næsta fundi í samræmi við umræður á fundinum og ábendingar annarra nefnda. Aðal- og varamenn í félagsmálanefnd fái aðgang að vinnunni núna næstu vikur.
3. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu
Rætt um stöðu mála á samtali við félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við nágrannasveitarfélög varðandi samstarf í málaflokknum.
4. 2211014 - Samningur við Samskiptamiðstöðina
Rætt um stöðu barnaverndarmála í Dalabyggð og möguleg vistunarúrræði.
Staða mála rædd.
5. 2301064 - Reglur um skólavist fósturbarna í Auðarskóla
Framlagðar til kynningar staðfestar verklagsreglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskóla.
Félagsmálanefnd fagnar því að komið sé á formlegt verklag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta