Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 103

Haldinn á fjarfundi,
29.04.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir fulltrúi foreldra,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Haraldur Haraldsson skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2101030 - Auðarskóli - skólastarf 2020 - 2021
Skólastarf gengur með hefðbundnum hætti miðað við ástandið.
Samræmd próf búin með góðri þátttöku.
Verið að horfa til hvort hægt sé að komast í hefðbundna viðburði framundan t.d. tónleikar tónlistarskólans og vorhátíð.
Stefnt er á skólaslit 3. júní.
2. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 18:
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Horfa þarf til framhaldsskóladeildar við gerð fjárhagsáætlunar. Að öðru leiti vísar fræðslunefnd til þeirra áherslna sem eru í skólastefnunni.
3. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Skiptar skoðanir voru innan ungmennaráðs og áhyggjur af félagslífinu. Þarf að búa til okkar skólaumhverfi og -brag.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að ungmennaráði sé haldið upplýstu um framgang málsins og vísar því til umfjöllunar á sveitarstjórnarfundi unga fólksins 10. júní.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til formlegra viðræðna við Framhaldsskóla Snæfellinga um stofnun og rekstur framhaldsskóladeildar í Dalabyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum (SHS, JHS, PJ), tveir (JEJ, HSG) sitja hjá.
Framhaldsskólamálið - frá ungmennaráði.pdf
Formlegar_vidraedur_framhaldsskoladeild_tillaga.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 3. Soffía Meldal fulltrúi í ungmennaráði sat einnig fundinn undir fyrri hluta umræðu um dagskrárlið 3.
4. 2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 15:
2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn.
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 18:
2104011 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Sæþóri Sindra Kristinssyni vegna skólaaksturs leikskólabarna á Fellsströnd.
Til máls taka Skúli, Sigríður, Einar, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.

Vilji er til að breyta reglum þannig að öll leikskólabörn komist að í skólabíl. Einnig þarf að gera ráð fyrir að framhaldsskólanemar geti fengið sæti í skólabíl verði af stofnun framhaldsskóladeildar.

Formanni fræðslunefndar, sveitarstjóra og skólastjóra falið að gera tillögu að endurskoðuðum reglum.
Samþykkt samhljóða.
Reglur um skólaakstur.pdf
Útboðslýsing Skólaakstur í Dalabyggð V20982-1 (1).pdf
5. 2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 16:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn.
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 19:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Einari Hlöðver Erlingssyni og Ingibjörgu Þórönnu Steinudóttur vegna skólaaksturs fyrir leikskólabörn.
Til máls taka Skúli, Einar, Pálmi, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.

Sjá afgreiðslu máls nr. 2104011, dagskrárliður 5.
6. 2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Úr fundargerð 16. fundar menningarmálanefndar 06.04.2021, dagskrárliður 4:
2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Nefndin ræðir stuðning og samhengi tónlistarnáms við menningu.
Nefndin ræðir hvort hægt sé að opna aftur fyrir tónlistarnám fullorðinna í Dalabyggð.
Fyrir sameiningu skólanna undir Auðarskóla var aðgangur fyrir fullorðna að tónlistarnámi, þetta breyttist við sameiningu og hefur haft áhrif á það að eldri einstaklingar hafa ekki getað sótt tónlistarnám í heimabyggð undanfarin ár.
Tónlistarnám er beintengt menningu og er að finna álíka fyrirkomulag í öðrum sveitarfélögum þar sem nemendur greiða þá fyrir.
Nefndin bendir einnig á að það er til skoðunar að setja á fót framhaldsskóladeild í sveitarfélaginu og bagalegt ef nemendum í henni væri ekki gert kleift að halda áfram tónlistarnámi.
Nefndin beinir því til byggðarráðs að finna málinu farveg.

Fræðslunefnd hvetur til þess að unnið sé áfram að þessari hugmynd.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta