Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 64

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.10.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Rætt um fjárhagsáætlun komandi árs. Grunnforsendur eru að óbreyttu þær sömu, þ.e. fjöldi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Stjórn Silfurtúns leggur áherslu á að haldið verði áfram endurnýjun rýma og leggur til að aftur verði sótt um framlag því til stuðnings í Framkvæmdasjóð aldraðra.
2. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Farið yfir stöðuna á rekstri fyrstu 8 mánuði ársins 2022. reksturinn er þungur eins og verið hefur en mannahald er komið í jafnvægi.
Verið er að undirbúa fræðslu til starfsmanna á komandi vikum.
Búið er að klára endurbætur á einu herbergi og í undirbúningi er að fara í annað herbergi.
Framkvæmdum við baðherbergi er að ljúka.
3. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og HVE
Sveitarstjóri sagði frá fundi með heilbrigðisráðherra og samtali við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Fundur hefur verið ákveðinn með forstjóra HVE þann 1. nóvember n.k. og varðar ósk stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar Dalabyggðar um að HVE yfirtaki rekstur Silfurtúns þar sem meginávinningur á sameiningu væri faglegs eðlis.
Unnið er gott starf á Silfurtúni og er mikill vilji til þess að rekstrareiningin haldist áfram eins og verið hefur þó rekstraraðili verði HVE líkt og unnið er að undirbúningi á í Stykkishólmi.
4. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Samningur við Dalakot varðandi umsjón með matseld á Silfurtúni rennur út um næstu áramót. Sveitarstjóri hefur fundað með eigendum Dalakots með það í huga að framlengja núgildandi samning. Eigendur Dalakots eru tilbúnir til að framlengja núverandi samning fram að sumri 2023 en fram að því verði rætt um fyrirkomulag varðandi umsjón á matseld á Silfurtúni.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Dalakot.
Mál til kynningar
5. 2209008 - Fyrirhuguð úttekt embættis landlæknis
Fulltrúar frá Embætti landlæknis voru á ferð í Búðardal í lok september s.l. þar sem þeir skoðuðu aðstæður á Silfurtúni og tóku út ákveðna þætti í starfssemi heimilisins. Niðurstöðu úttektar er að vænta á næstu vikum.
6. 2204020 - Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2022
Framlögð afgreiðsla á umsókn Dalabyggðar til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Dalabyggð fékk úthlutað allt að 6.070.800,- og verður þeim fjármunum ráðstað í endurbætur á heimilinu.
Stjórn Silfurtúns þakkar framlagið frá Framkvæmdasjóðnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35 

Til bakaPrenta