Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 53

Haldinn í Dalabúð,
05.05.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Lagt til að skýrslur um forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskiptamál í Dalabyggð verði sameinaðar í eina skýrslu er fjallar um forgangsröðun innviða í Dalabyggð.
Verkefnastjóra falið að hefja vinnu við sameinaða skýrslu. Rætt að fjalla um vegamál, fjarskiptamál, rafmagn og húshitun (hitaveitu) til að byrja með.
Forgangsrodun_vegaframkvaemda_Dalabyggd_2023.pdf
Forgangsröðun_vegaframkvæmda_uppfærð_2024.pdf
Forgangsrodun_fjarskipta_Dalabyggd_2024.pdf
2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Haldinn var fundur með fjallskilanefndum mánudaginn 7. apríl sl.
Nefndum var gefinn frestur til og með 30. apríl til að skila inn athugasemdum.
Fjallskilasamþykktin var tekin til fyrri umræðu með áorðnum breytingum á fundi sveitarstjórnar 10. apríl sl.

Rætt um dagsetningar aðliggjandi sveitarfélaga (fyrri og seinni), gæta þarf samræmis með þeim sem vinna þarf með að fjallskilum.
Skoða þarf orðalag varðandi skyldur aðila sem hafa jörð til ábúðar eða umráða.
FJALLSKILASAMÞYKKT_Dalabyggðar_fyrri_umraeda..pdf
3. 2504014 - Erindi vegna byggðakvóta
Erindi barst er varðar möguleika á byggðakvóta í Dalabyggð.
Nefndin tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Mál til kynningar
4. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í mars var 4,2% og lækkaði úr 4,3% frá febrúar.
Atvinnuleysi var 4,1% á landsbyggðinni og á Vesturlandi lækkaði atvinnuleysi úr 3,5% í febrúar í 2,9% í mars.
Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í mars. Mest var fækkunin í farþegafluningum með flugi en atvinnulausum fjölgaði í þremur atvinnugreinum, mest þó í sérfræðiþjónustu.
Alls komu inn 272 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í mars, þar af 17 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
Mars_2025_skýrsla.pdf
Lagt til að næsti fundur verði miðvikudaginn 25. júní 2025.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til bakaPrenta