Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 263

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að bæta eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2511003F, fundargerð fræðslunefndar Dalabyggðar frá fundi nr.146, verði dagskrárliður nr. 15.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026
Til afgreiðslu koma eftirfarandi gjaldskrár:

Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá gæludýrahalds, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá vegna sorphirðu, gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar, gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar, gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa, gjaldskrá fyrir litla matvælavinnslu í Tjarnarlundi, gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar og gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld og gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar verða uppfærðar þegar tengd vísitala liggur fyrir.

Oddviti bar upp við fundinn hvort fundarmenn samþykktu að gjaldskrár yrðu bornar upp í einu lagi, var það samþykkt samhljóða og er því eftirfarandi bókað:

Frá 341. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2026:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars árið 2026 verði 14,97% og álagningarhlutfall fasteignaskatts eftirfarandi:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2025 eða 5%

Nú er það svo að elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi, sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.
Upplýsingar Tryggingastofnunar (TR) um tekjuviðmið hafa ekki verið birtar þegar fyrirliggjandi gögn voru unnin og því lagt til að viðmið fyrir afslátt ellilífeyrisþega og öryrkja verði birt á heimasíðu Dalabyggðar þegar tilkynnt er um álagningu fasteignagjalda 2026.
Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega getur þó að hámarki verið 85.000kr.- árið 2026.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Nýsköpunarseturs:
Lagðar eru til eftirfarandi breytingar vegna gjaldskrár Nýsköpunarseturs Dalabyggðar 2026. Að nemendur í framhaldsskólanámi og grunnnámi háskóla fái frí afnot af aðstöðu í setrinu, gegn framvísun á staðfestingu skólavistar hverja önn/lotu. Gerður verði samningur við viðkomandi m.a. um aðgengi og umgengni. Þá er lagt til að lækka gjald fyrir nemendur sem greiða, þ.e. í framhaldsnámi á háskólastigi. Þeir greiði 1.500 kr.- fyrir staka viku eða 5.000 kr.- fyrir stakan mánuð. Símenntun á Vesturlandi sér áfram um próftöku í setrinu og fer gjald vegna þessa eftir þeirra gjaldskrá. Eins er lagt til að hækka sektargjald fyrir týndan lykil upp í 2.500 kr.-
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár matarsmiðju í Tjarnarlundi:
Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt 2026. Búið er að samþykkja að fasteignin verði sett í söluferli svo allar bókanir í húsinu þarf að gera með fyrirvara um sölu.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Héraðsbókasafns Dalasýslu:
Lagt er til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu 2026 kosti ekkert frá 1. janúar til 31. desember 2026. Eins að sektargjald og millilánasafn taki mið af 3,8% hækkun en þó rúnað að heilum tölum.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár um þjónustu skrifstofu Dalabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar 2026, þ.e. kostnaður vegna prentunar og ljósritunar, taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár félagsheimila:
Lagt er til að gjaldskrá félagsheimila (Dalabúð og Tjarnarlundur) 2026 taki mið af 3,8% hækkun. Þá sé bætt við gjaldskránna kostnaði vegna skjávarpa, leirtaus/borðbúnaðar og ákvæði um sektargjald.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár gæludýrahalds:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð standi óbreytt 2026 þar sem hún var afgreidd af sveitarstjórn 9. október 2025 eftir að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð var birt í B-deild Stjórnartíðinda 3. október 2025 og tók þar með gildi. Gjaldskráin var svo birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. október 2025.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Auðarskóla:
Lagt er til að gjaldskrá Auðarskóla 2026 taki mið af 3,8% hækkun. Lagt til að sektargjald sé fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur, foreldrar kaupi frekar náðarkorter sem gildir fyrir mánuðinn ef mæta þarf bili milli vinnutíma foreldra og dvalartíma á leikskóla. Lagt til að setja inn ákvæði vegna skólagjalda tónlistarskóla: „Athugið að ef barn er skráð úr tónlistarnámi eftir að kennsla hefst, fást aðeins 50% skólagjalda endurgreitt.“
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár beitar- og ræktunarlands:
Lagt er til að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár að Fjósum :
Lagt er til að gjaldskrá vegna leigu á geymsluplássi á Fjósum 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár vegna söfnunar og eyðingar dýraleifa :
Lagt er til að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár hafna:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Dalaveitna:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum í Sælingsdal 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fráveitu:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald í Dalabyggð 2026 hækki um 3,8% að jafnaði en 150mm tenging eða minna hækki um 5.000kr. og verði því 185.000kr. í stað 180.000kr., en 200mm tenging hækki um 10.000kr. og verði því 300.000kr. í stað 290.000kr.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Vatnsveitu Dalabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.

Frá 341. Fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár sorphirðu:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - fasteignagjöld 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Fjósar 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Félagsheimila 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Auðarskóli 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - hafnir 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - gæludýrahald í Dalabyggð 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - fráveitugjald og rotþrær 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Sorp Úrgangur 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - hitaveita Laugum 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Héraðsbókasafn 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Vatnsveita 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - dýraleifar 2026 - tilb.pdf
Gjaldskrá - Tjarnarlundur - lítil matvælavinnsla 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Þjónusta skrifstofu 2026 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Nýsköpunarseturs Dalabyggðar 2026 - tilb..pdf
2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Tekin til annarrar umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2026 til 2029. Sveitarstjórn ræddi tillöguna við fyrri umræðu á fundi sínum þann 13. nóvember sl. og byggðarráð afgreiddi tillögu að áætlun til seinni/annarrar umræðu á fundi sínum þann 4. desember sl.
Til máls tók: BBÞ

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2026 er áætluð jákvæð um 7,5 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 3,5 milljónir króna.

Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 3,1 milljarður króna í árslok 2026, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1,8 milljarðar króna og eigið fé um 1257 milljónir króna.

Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 133 milljónir króna og samantekið fyrir A- og B-hluta 144,1 milljónir króna.

Áætlaðar fjárfestingar á árinu 2026 eru samtals að fjárhæð 229 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu við seinni umræðu.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028 samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2026-2029.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2026-2029.pdf
Íbúakynning 2.desember 2025.pdf
3. 2512001 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki VI
Byggðarráð samþykkti á 342. fundi sínum sem haldinn var þann 4. desember sl. tillögu að Viðauka VI (6) við fjárhagsáætlun 2025, sjá fylgiskjöl með fundargerð.

Í tillögunni felast breytingar á rekstrarliðum til kostnaðarlækkunar í A-sjóði um 8,0 m.kr. Einnig eru lagðar til breytingar varðandi eignfærslur sem nema, til hækkunar á þeim lið, 636 þús.kr.
Einnig er lagt til að veitt verði heimild til tilfærslu á milli bókhaldslykla sbr. yfirferð á fundinum - ekki fylgja breytingar til hækkunar eða lækkunar útgjalda vegna þeirra aðgerða.

Til viðbótar, að höfðu samráði við endurskoðanda, er lagt til að sá fjármagnskostnaður sem tilkominn er í tengslum við nýframkvæmd íþróttamannvirkja verði færður sem þáttur í framkvæmdakostnaði verksins.

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2025 m.t.t. til ofangreinds er um 173,8 m.kr. í rekstrarafgang.

Er hér tillaga að Viðauka VI (6) lögð fram til staðfestingar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_6_v2.pdf
4. 2512005 - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030.
Fram er komin tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030.

Til máls tóku: IÞS, BBÞ(2), EJG og EIB.

Hér er lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun:

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur kynnt tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun.
Í ályktuninni segir að lykilviðfangsefni í samgöngumálum á Íslandi næstu ár verði 17 talsins. Megin markmið verði þau að innviðir eigi að mæta þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög verði um land allt. Í ályktuninni kemur m.a. fram að fækka eigi einbreiðum brúm. Þó er tekið fram að það eigi við um brýr á Hringvegi og öðrum umferðarmiklum vegum, þ.e. vegum með yfir 200 bila meðalumferð á dag allt árið. Þetta þýðir að einblínt verður á þær 29 einbreiðu brýr sem eru á hringveginum en í tengslum við nýframkvæmdir utan hans geti enn verið gert ráð fyrir að einbreiðar brýr haldi sér eins og raunin hefur m.a. verið í Dalabyggð (framkvæmdir á Laxárdalsheiði og í Hvammssveit sl. 2 ár). Þetta þýðir að „stóra planið“ um fækkun einbreiðra brúa í þjóðvegakerfinu er að þær fari úr 632 í 625 árið 2030, eða fækki um heilar 7 á næstu 5 árum en verði með öllu horfnar í lok þess 15 ára tímabils sem samgönguáætlun nær yfir. Það þýðir að taka þurfi fyrir 22 brýr á ári á árunum 2030-2040. Á sama tíma eru aðeins lagðar til 500 millj. kr. í breikkun brúa á tveggja ára fresti (2026, 2028 og 2030), þ.e. af sameiginlegri fjárveitingu sem ætluð er til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm. Eins eru 50 milljónir settar árlega út tímabil áætlunarinnar vegna „smábrúa“. Nú hefur Dalabyggð fengið þau svör ítrekað að kostnaður sé ástæða þess að einbreiðum brúm hafi verið haldið eftir í nýframkvæmdum á svæðinu sl. ár. Má því velta fyrir sér þessari sameiginlegu fjárveitingu til breikkunar brúa og smábrúa og hvað því sé ætlað að verja í margar brýr ?
Af sameiginlegri fjárveitingu er ætlunin að verja 100 millj. kr. til héraðsvega á ári, út tímabil áætlunarinnar. Í Dalabyggð eru tæplega 90 km af héraðsvegum, þar af rúmlega 70 km malarvegir, sem búa flestir við þá sérstöðu að hafa ekki fengið fjárveitingu frá árinu 2007. Ekki kemur fram hvort þessar 100 millj. kr. séu stofnframlög til nýrra héraðsvega og þeirra héraðsvega sem hafa verið aflagðir en eru að koma inn að nýju eða ætlaðar til viðhalds og framkvæmda á þeim sem eru á skrá, þeirri spurningu verður að fá svör við.
Í styrkvegi af sameiginlegri fjárveitingu er ætlunin að verja 100 millj. kr. á ári, út tímabil áætlunarinnar. Vegagerðin hefur bent á, m.a. síðast núna í sumar, að umsóknir um styrkvegi hafa verið fleiri og hærri en hægt hefur verið að verða við. Fjárveitingar misháar eftir árum; sbr. 100 m.kr. 2025, um 115 m.kr. 2024, 124 m.kr. árið 2023 og töluvert meira árin tvö þar á undan, 182 m.kr. árið 2022 og 164 m.kr. 2021. Núna síðast varð t.d. 30% lækkun á framlagi til styrkvega í Dalabyggð m.v. árið á undan, m.a. vegna þess að umsóknum fjölgaði og niðurstaðan varð aðeins 3.500.000 kr.- fyrir Dalabyggð í styrkvegi.
Í þingsályktunartillögunni segir: „Þessu til viðbótar verður vetrarþjónusta á vegum fjármögnuð til að geta veitt nauðsynlega þjónustu hverju sinni. Fjárveiting til vetrarþjónustu á fyrsta tímabili áætlunarinnar verður aukin um tæpa 14 milljarða kr. frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023.“ Dalabyggð hefur tekið þátt í samráði við Vegagerðina um endurskoðun á vinnureglum um vetrarþjónustu. Síðasta hreyfing í þeim málum var fundur í Stykkishólmi í október 2023 af frumkvæði Vegagerðarinnar, eða fyrir nærri 2 árum síðan. Ekkert hefur heyrst af viðbrögðum ráðuneytisins vegna þessara tillagna og því þarf að vera skýrt hvort þessi aukning til vetrarþjónustu taki tillit til þeirra ágalla sem sveitarfélögin og Vegagerðin hafa bent á sl. ár eða hvort ætlunin sé að setja þá í vetrarþjónustu sem fer eftir reglum sem hætt er að þjónusta íbúa.
Í ályktuninni er einnig fjallað um stofnun svokallaðs innviðafélags með eftirfarandi hætti: „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stofna innviðafélag til að flýta stærri samgönguframkvæmdum og tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun þeirra til lengri tíma.“ Fram kemur að leggja eigi fram frumvarp þess efnis á vorþingi. Dalabyggð fagnar því að feta eigi þessa leið varðandi jarðgangnagerð en vill jafnframt árétta að einnig ætti að horfa til fyrirkomulags varðandi samvinnuvegi og eins fleiri vegflokka varðandi nýframkvæmdir heldur en nú er gert. Hvoru tveggja gæti hraðað framkvæmdum enn frekar og dregið úr kostnaði fyrir ríkið.
Þá fagnar Dalabyggð því að sjá framkvæmdir á Snæfellsnesvegi á áætlun og í samfellu, ólíkt því sem verið hefur í fyrri Samgönguáætlunum. Búið er að skipta upp framkvæmdum á Snæfellsnesi og Skógarstrandarvegi í tvennt frá fyrri áætlun. Fyrri hluti verður þannig tekinn Stykkishólms-megin á 1. tímabili en Dalabyggð komi inn á 2. og 3. tímabili áætlunar. Sveitarfélagið saknar þess þó að engin umfjöllun er um þverun Álftafjarðar í fram kominni áætlun.
Það má ljóst vera að það á eftir að fara fram töluverð umræða um framkomna Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og mun Dalabyggð ekki láta sitt eftir liggja í þeirri umræðu. Marg oft hefur komið fram að vegir í Dalabyggð eru mun lakari en víða annarsstaðar og hefur svæðið í heild orðið út undan í hvað varðar vegabætur svo áratugum skiptir og því þarf að vinda ofan af með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum.

Sveitastjórn samþykkir ofangreinda bókun samhljóða.

Bókun v.samgönguáætlun 2026-2040.pdf
5. 2510022 - Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla ''26-''28 - uppfærsla 2025
Lagður er fram samstarfsamningur við Leikklúbb Laxdæla til staðfestingar.
Lagt til að hann gildi frá staðfestingu sveitarstjórnar til 31. desember 2028.

Samþykkt samhljóða.
samningur_leikklubbur_uppfærsla_25_til-undirritunar..pdf
6. 2510018 - Samstarfssamningur við UDN (2026-2028) - uppfærsla 2025
Lagður er fram samstarfssamningur við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga til staðfestingar.
Lagt er til að samningurinn taki gildi 1. janúar 2026 og gildi til ársloka 2028.

Samþykkt samhljóða.
samstarfssamningur_udn_uppfaersla_haust25_til-undirritunar..pdf
7. 2501001 - Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal
Framlagður viðauki við viljayfirlýsingu á milli Dalabyggðar og Byggðastofnunar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
8. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands
Fyrir liggur að Dalabyggð ber að skipa einn aðalmann og einn til vara í farsældarráð Vesturlands. Félagsmálanefnd fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að aðalmaður Dalabyggðar í farsældarráði Vesturlands verði formaður félagsmálanefndar og varamaður hans verði formaður fræðslunefndar.
Er hér tillagan lögð fram til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar um skipan fulltrúa Dalabyggðar í Farsældarráð Vesturlands.
9. 2510031 - Deiliskipulag Tungu á Skógarströnd
Á 160. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

Framlögð tillaga til afgreiðslu að deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga fyrir frístundabyggðina Tungu í landi Dranga á Skógarströnd.
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins vegna ónógra gagna á síðasta fundi en nú hafa skilað sér inn frekari gögn.
Lögð er fram til samþykktar til auglýsingar tillaga að deiliskipulagi sett fram í greinargerð og uppdrætti, dags. 1.8.2025.
Tillagan gerir ráð fyrir einni sameignarlóð með fimm byggingarreitum fyrir frístundahús á hverjum reit auk eins gestahúss eða geymsluhúss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst þegar gerðar hafa verið eftirfarandi lagfæringar á gögnum:
- Í texta á uppdrætti er talað um skýra skiptingu lóða en um er að ræða eina lóð. Leiðrétta þarf misræmið.
- Í skýringardálki á uppdrætti vantar tákn fyrir lóðamörk.

Er hér bókun umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og staðfestir hér með.
10. 2511025 - Borgarbraut - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Tveimur raðhúsalóðum breytt í þrjár parhúsalóðir í takt við eftirspurn vegna byggingu leiguíbúða. Afmarkanir eldri lóða lagfærðar til samræmis við skráðar stærðir.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur breytinguna geta fallið undir málsmeðferð um óverulega breytingu. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða í götunni eða hærri hús en gildandi skipulag heimilar og því eru áhrif hennar óveruleg á nærumhverfið.
Nefndin samþykkir breytingartillöguna að undangenginni grenndarkynningu eigenda húsa við Borgarbraut í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.


Er hér bókun umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og staðfestir hér með.
Fundargerðir til kynningar
11. 2511001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 343
11.1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Á 262. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var Fjárhagsáætlun 2026 - 2029 vísað til seinni umræðu. Farið yfir stöðu mála og þær breytingar sem orðið hafa í kjölfar vinnu á milli umræðna og íbúafunda sem haldnir voru þann 2. desember sl.
Byggðarráð þakkar starfsmönnum Dalabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í vinnu við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir að beina fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2026 til 2029 til seinni umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar, með áorðnum breytingum í fjárfestingum er varðar hundagerði, eftir framkomnar ábendingar. Í stað hundagerðis verður fjármagninu varið til opinna svæða.
11.2. 2512001 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki VI
Framlögð tillaga að Viðauka VI við fjárhagsáætlun 2025.

Í tillögunni felast breytingar á rekstrarliðum til kostnaðarlækkunar í A-sjóði um 8,0 m.kr. Einnig eru lagðar til breytingar varðandi eignfærslur sem nema, til hækkunar á þeim lið, 636 þús.kr.
Einnig er lagt til að veitt verði heimild til tilfærslu á milli bókhaldslykla sbr. yfirferð á fundinum - ekki fylgja breytingar til hækkunar eða lækkunar útgjalda vegna þeirra aðgerða.

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2025 er um 139,8 m.kr. í rekstrarafgang.
Samþykkt samhljóða.
11.3. 2511008 - Erindi frá Foreldrafélagi Auðarskóla
Framlagt erindi frá foreldrafélagi Auðarskóla.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar fræðslunefndar.
11.4. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024/2025
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina og lagðar fram fundargerðir verkfunda. Rætt um fyrirliggjandi tillögur að búnaðarkaupum og fleira því tengt.
Unnið er að innkaupum m.a. á tækjum í líkamsrækt, ræstingar- og þvottavörum.

Verið er að ganga frá ráðningum og tímalína stenst enn, þ.e. afhending í byrjun febrúar.
11.5. 2501006 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025
Framlögð fundargerð og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026.
11.6. 2512002 - Erindi frá ADHD samtökunum
Framlagt erindi með ósk um stuðning frá ADHD samtökunum.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.
11.7. 2511026 - Þóknun kjörstjórnar
Lagt fram minnisblað frá formanni sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra.

Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga um að þóknun fulltrúa í sameiginlegri kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra verði í samræmi við þóknun fulltrúa í kjörstjórn Húnaþings vestra. Formaður fái greiddar kr. 8.664 pr. klst. Aðrir stjórnarmenn kr. 7.076 pr. klst.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu. Vert er að taka fram að þóknun kjörstjórnar greiðist af sérstökum styrk Jöfnunarsjóðs til sameiningarviðræðna.
11.8. 2511027 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt framkomin umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt samhljóða.
11.9. 2501029 - Skammtímadvöl barna
Framlögð drög að viljayfirlýsingu milli sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar um uppbyggingu skammtímadvalar fyrir fötluð börn á Vesturlandi
Sveitarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Dalabyggðar miðvikudaginn 3. desember 2025.
11.10. 2511028 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasölu (skoteldar)
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar smásölu á skoteldum í húsnæði sveitarinnar að Vesturbraut 12b. Fyrirkomulag verður með sama sniði og fyrri ár.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við sölu Björgunarsveitarinnar Óskar á skoteldum.

Samþykkt samhljóða.
11.11. 2511030 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasýningar 2025
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir umsögn og leyfi landeigenda vegna fyrirhugaðrar flugeldasýningar á Gamlárskvöld þ.e. 31. desember nk. Áætlaður sýningartími er kl. 21:00 og áætluð staðsetning á gömlu bryggjunni eins og undanfarin ár.
Byggðarráð veitir fyrir hönd Dalabyggðar sem landeiganda leyfi fyrir flugeldasýningu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisumsóknir fyrir flugeldasýningu á Gamlárskvöld.

Samþykkt samhljóða.
11.12. 2512003 - Mögulegt samstarf við Dalabyggð er tengist Mongólíu
Rætt um mögulegt samstarf við Dalabyggð um þróunarverkefni sem tengist Mongólíu.
Ásmundur kynnti drög að samstarfs- og þróunarverkefni sem tengist Mongólíu.

Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna.

Lagt er til að Dalabyggð haldi samtalinu varðandi verkefnið áfram, með mögulegt samstarf í huga.

Samþykkt samhljóða.
11.13. 2511031 - Samningur við verkefnastjóra hátíðarhalda 2026
Auglýst var eftir verkefnastjóra hátíðarhalda í Dalabyggð 2026.

Samið hefur verið við Ingibjörgu Grétu Gísladóttur um undirbúning, skipulag og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní og bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal.
11.14. 2511006 - Þjónusta sveitarfélaga, húsnæði þess og innviðir - Skýrsla RBS
Skýrsla Rannsóknarstofnunar í Byggða- og sveitarstjórnarmálum um Þjónusta sveitarfélaga, húsnæði þess og innviðir lögð fram til kynningar.
12. 2510004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 47
12.1. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025
Farið yfir stöðuna á nýtingu styrkja úr Menningarmálaverkefnasjóði 2025.
2 verkefnum lokið sem hafa skilað inn skýrslum. Upplýsingar liggja fyrir um önnur 3 sem munu klárast fyrir áramót. Verkefnastjóra falið að hafa samband við styrkþega og athuga stöðu verkefna.

Farið verður betur yfir nýtinguna á nýju ári þegar allar skýrslur styrkþega liggja fyrir.
12.2. 2511019 - Menningarmálaverkefnasjóður 2026
Skv. úthlutunarreglum Menningarmálaverkefnasjóðs skal úthlutun fara fram fyrir 1. febrúar.
Verkefnastjóra falið að auglýsa Menningarmálaverkefnasjóðinn fyrir 2026 eigi síðar en 1. desember nk.
12.3. 2506002 - Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025
Farið yfir framkvæmd og uppgjör BARNÓ.
Viljum við þakka fyrir þátttöku á þeim viðburðum sem hafa verið í boði. Það skiptir miklu máli að öll börn og ungmenni fái að prufa eitthvað allt annað en það sem þau hafa aðgengi að daglega. Þannig geta þau aukið sköpun og virkni, kynnst hvert öðru betur, víkkað sjóndeildarhringinn og jafnvel eignast ný áhugamál.
12.4. 2510008 - Árskýrsla 2024 Byggðasafn Dalamanna
Starfsemi Byggðasafns Dalamanna vegna rekstrarársins 2024.
Nefndin þakkar safnverði fyrir skýrsluna.
12.5. 2511021 - Ársyfirlit 2025 - Héraðsbókasafn
Starfsemi Héraðsbókasafns Dalasýslu, ársyfirlit 2025.
Nefndin þakkar safnverði fyrir skýrsluna.
12.6. 2501013 - Fréttir frá verkefnastjóra 2025
Verkefnastjóri fer í orlof í desember fram í nýtt ár.
Auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra fyrir hátíðarhöld í Dalabyggð 2026.
Staða mála rædd.
13. 2511005F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 77
13.1. 2501031 - Félagsmál 2025
Farið yfir stöðu mála í málaflokknum.

Umrædd mál eru bundin trúnaði og því ekki frekar bókað hér.
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála.
13.2. 2501029 - Skammtímadvöl barna
Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur síðustu mánuði kannað möguleika á sameiginlegum rekstri á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun á svæðinu. Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.

Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd lýsir ánægju með að þetta skref sé tekið og styður það að Dalabyggð verði aðili að viljayfirlýsingunni.
13.3. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands
Þann 1. október sl. var Farsældarráð Vesturlands formlega stofnað þegar undirrituð var samstarfsyfirlýsing meðal sveitarfélaga og stofnana á Vesturlandi.
Samstarfsyfirlýsingin tekur mið að tímabilinu 1.10.2025 - 31.12.2026 og er lagt upp með áframhaldandi samstarfi að þeim tíma loknum.
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Vesturlands. Dalabyggð ber að skipa fulltrúa í farsældarráðið, einn aðalmann og einn til vara.
Félagsmálanefnd leggur til að formaður félagsmálanefndar verði aðalmaður og formaður varamaður og vísar staðfestingu þessa til sveitarstjórnar.
13.4. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu
Farið yfir stöðu mála varðandi barnavernd. Framlengd undanþága Dalabyggðar til að vera sjálfstæð í málaflokknum hefur verið samþykkt fram til 28.02.2026.

Rætt um stöðu mála í viðræðum um mögulega aðild Dalabyggðar að barnaverndarþjónustu.
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála varðandi samtal við barnavernd Mið Norðurlands.
13.5. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi
Staða mála í samskiptum við HVE kynnt.
Verkefnastjóri fjölskyldumála og sveitarstjóri fóru yfir stöðuna á samtali við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um samstarf. Félagsmálanefnd lýsir ánægju og stuðningi við framgang verkefnisins.
14. 2511002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 160
14.1. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Samkvæmt 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu.
Umhverfis- og loftslagsstefna Dalabyggðar gildir 2021-2031 en hana ber að endurskoða eftir þörfum en rýna árlega.
Nefndin leggur til að texti neðst á bls. 2: "og dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún" verði felldur út, þar sem sveitarfélagið rekur Silfurtún ekki lengur.
14.2. 2510031 - Deiliskipulag Tungu á Skógarströnd
Framlögð tillaga til afgreiðslu að deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga fyrir frístundabyggðina Tungu í landi Dranga á Skógarströnd.
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins vegna ónógra gagna á síðasta fundi en nú hafa skilað sér inn frekari gögn.
Lögð er fram til samþykktar til auglýsingar tillaga að deiliskipulagi sett fram í greinargerð og uppdrátti, dags. 1.8.2025.
Tillagan gerir ráð fyrir einni sameignarlóð með fimm byggingarreitum fyrir frístundahús á hverjum reit auk eins gestahúss eða geymsluhúss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst þegar gerðar hafa verið eftirfarandi lagfæringar á gögnum:
- Í texta á uppdrætti er talað um skýra skiptingu lóða en um er að ræða eina lóð. Leiðrétta þarf misræmið.
- Í skýringardálki á uppdrætti vantar tákn fyrir lóðamörk.
14.3. 2511025 - Borgarbraut - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Tveimur raðhúsalóðum breytt í þrjár parhúsalóðir í takt við eftirspurn vegna byggingu leiguíbúða. Afmarkanir eldri lóða lagfærðar til samræmis við skráðar stærðir.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur breytinguna geta fallið undir málsmeðferð um óverulega breytingu. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða í götunni eða hærri hús en gildandi skipulag heimilar og því eru áhrif hennar óveruleg á nærumhverfið.
Nefndin samþykkir breytingartillöguna að undangenginni grenndarkynningu eigenda húsa við Borgarbraut í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
14.4. 2412014 - Eiríksstaðir 2025
Rædd möguleg uppsetning þjónustuhúsnæðis á Eiríksstöðum m.t.t. skipulagsmála.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli gamallar tillögu að skipulagi, sem ekki öðlaðist gildi á sínum tíma.
14.5. 2511018 - Umsókn um breytt staðfang
Framlögð umsókn um breytingu á staðfangi.
Nefndin setur sig ekki upp á móti breytingu á nafni fasteignarinnar.
14.6. 2512004 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósi að Emmubergi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósi að Emmubergi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
14.7. 2511024 - Markvissari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum
Fyrr á þessu ári óskaði innviðaráðuneytið í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga eftir upplýsingum um aðgerðir sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum. Beiðnin var sett fram á grundvelli aðgerðar 7 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2028 en markmið verkefnisins er að kortleggja aðgerðir sveitarfélaganna til að skapa grundvöll fyrir markvissari árangri á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Alls bárust svör frá 37 sveitarfélögum.
Meðfylgjandi er samantekt á framangreindri kortlagningu en með henni er þeim hluta verkefnisins eins og honum er lýst í áætluninni lokið. Næstu skref eru frekari gagnaöflun varðandi ákveðin umhverfistengd verkefni og að nýta niðurstöðurnar til að bæta upplýsingagjöf og stuðning til sveitarfélaga, s.s. í gegnum Verkfærakistu loftslagsvænni sveitarfélaga.
Þegar hefur verið ráðist í ítarlegri gagnaöflun á grunni þeirra niðurstaðna sem settar eru fram í þessari skýrslu. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi könnun á stöðu sveitarfélaga í loftslagsmálum og liggja niðurstöðurnar fyrir. Kannanir um stöðu sveitarfélaga í úrgangs- og loftslagsmálum verða jafnframt framkvæmdar reglulega á næstu árum til að sífella verði í gagnaöfluninni og hægt verði að sjá breytingar yfir ákveðin tímabil í samræmi við samstarfssamning sem er í gildi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Mál til kynningar.
15. 2511003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 146
15.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Kynnt staða mála varðandi framkvæmdir, ráðningar og á innkaupum á búnaði.
Lýðheilsufulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi ráðningar starfsmanna og eru þær langt komnar.
Einnig farið yfir innkaup á búnaði í þreksal og er reiknað með að þau fáist afhent um miðjan febrúar.
15.2. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026
Farið yfir stöðu mála í grunnskólanum.
Skólastjóri kynnti að búið væri að ganga frá við Skólaráð að taka við verkefnum Gæðaráðs og sinna verkefnum tengdum innra mati.
Danskennslu er nú lokið og var þátttaka nemenda mjög góð bæði í kennslustundum og í lokasýningu námsins. Jón Pétur sá um kennsluna sem fyrr og er honum þakkað fyrir hans framlag sem og nemendum sem aðstoðuðu við kennsluna með einum eða öðrum hætti.
Starfsáætlun er nú komin inn á heimasíðu Auðarskóla.
Uppfærðar skólareglur hafa nú verið birtar á heimasíðu Auðarskóla.
15.3. 2511008 - Erindi frá Foreldrafélagi Auðarskóla
Framlagt erindi frá foreldrafélagi Auðarskóla. Erindið var lagt fram á 343. fundi byggðarráðs sem vísaði því til umsagnar í fræðslunefnd.
Ljóst er að skerpa þarf á því verklagi sem verið hefur og kynna tímanlega fyrir foreldrum og foreldrafélagi ef kemur til kostnaðarþátttöku nemenda/forráðamanna. Einnig vill fræðslunefnd hvetja foreldra og forráðamenn, í samstarfi við nemendur, að fara í fjáraflanir þegar tök eru á.

Einnig er rétt að vekja athygli á því að það eru til úrræði sem hægt er að leita til ef e.h. tiltekin kostnaður er umfram fjárhagsgetu einstakra fjölskyldna.
15.4. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026
Farið yfir stöðu mála í leikskólanum.
Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir stöðu mála í leikskólanum og kynnti stöðu í starfsmannamálum og hvernig horfurnar eru varðandi fjölda barna í leikskólanum en að óbreyttu mun börnum fjölga í leikskólanum á komandi misseri.
15.5. 2305001 - Skólaþjónusta
Rætt um fyrirkomulag sérfræðiþjónustu við Auðarskóla.
Kynnt erindi varðandi fyrirkomulag sérfræðiþjónustu frá hluta starfsmanna grunnskóladeildar Auðarskóla. Rætt um stöðu mála og hvernig samskiptum er háttað við ráðgjafa.

Fræðslunefnd þakkar erindið og felur skólastjórnendum ásamt sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum og kynni fyrir fræðslunefnd tillögur um næstu skref á fundi nefndarinnar í lok janúar 2026.

Mál til kynningar
16. 2501005 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2025
Fundur-237..pdf
17. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 989.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 990..pdf
18. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025
Til máls tóku: IÞS og GFV.
Skýrsla sveitarstjóra á 263. fundi.pdf
Rætt um tímasetningu næsta fundar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða að halda aukafund í sveitarstjórn miðvikudaginn 17. desember 2025 kl. 16:00.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta