Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 245

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt er til að mál nr. 2301065, Ljárskógarbyggð, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 7.

Lagt er til að mál nr. 2404005, Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Vörðufells og Kjarlaksstaða, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 8.

Lagt er til að mál nr. 2401015, Sorphirða og umhverfisdagar 2024, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 9.

Lagt er til að mál nr. 2403001F, fundargerð fræðslunefndar, fundur nr. 129, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 10.

Lagt er til að mál nr. 2402006F, fundargerð félagsmálanefndar, fundur nr. 69, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 11.

Lagt er til að mál nr. 2402006F, fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndarnefndar, fundur nr. 145, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 12.

Aðrir liðir færist til skv. fyrrgreindu.

Samþykkt samhljóða.

Í upphafi fundar minntist Eyjólfur myndlistamannsins Hreins Friðfinnssonar er ólst upp í Bæ í Dölum og lést 6. mars sl.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023, síðari umræða
Eftirfarandi var bókað á 244. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar undir dagskrárlið 1:

"Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2023 lagður fram til fyrri umræðu.

Byggðarráð tók ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023 til umræðu á 320. fundi sínum og var Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi gestur fundarins sem haldinn var þann 18. mars og bókaði byggðarráð Dalabyggðar eftirfarandi:
"Framlagður ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2023 til afgreiðslu í byggðarráði fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Haraldur fer yfir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023.

Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferðina og undirritar ársreikning 2023.

Lagt til að vísa honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða."

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2023 námu 1.473 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.123 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,74% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 107 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 48 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 1.034* millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 921 millj. kr.“
(*misritað var í fundargerð fundar nr. 244 að eigið fé hefði verið 1.017 millj.kr.)


Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn."

Til máls tók: Björn Bjarki.

Ársreikningur Dalabyggðar 2023 lagður fram til afgreiðslu að lokinni annarri umræðu.

Ársreikningur Dalabyggðar 2023 samþykktur samhljóða.
Dalabyggð Samstæða 2023_11.4.2024.pdf
Dalabyggð endurskoðunarskýrsla 2023_11.4.2024_síðari umræða.pdf
Árseikningur 2023, minnisblað við seinni umræðu 11.apríl 2024.pdf
2. 2208004 - Vegamál
Í kjölfar umfjöllunar um bágborið ástand vega víða á Vesturlandi og þá sérstaklega þjóðveg 60 (Vestfjarðarveg) og þjóðveg 54 (Snæfellsnesveg) þá var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem haldinn var þann 20. mars sl.:

"Aðalfundur SSV 2024 haldinn í Borgarnesi 20. mars 2024 samþykkir að boða innviðaráðherra, fjármálaráðherra, þingmenn Norðvesturkjördæmis, fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd og forstjóra Vegagerðarinnar til fundar á Vesturlandi sem fyrst til að ræða viðhald vega í landshlutanum.
Staðan á viðhaldi vega á Vesturlandi er með öllu óboðlegt og þá sérstaklega Snæfellsnesvegi 54 og Vestfjarðarvegi 60 um Dalabyggð. Ástand á ofangreindum vegum er afar bágborið, slitlag hefur farið mjög illa á löngum köflum og burðarlag gefið sig. Við þetta hafa skapast mjög hættulegar aðstæður víða á þessum vegum. Vegagerðin virðist ráðþrota vegna fjármagnsleysis og má benda á að hún hefur haft til skoðunar að lækka hármarkshraða á um 20 km. kafla á Snæfellsnesvegi og á Vestfjarðarvegi í Dalabyggð hefur hún brugðið á það ráð að fræsa slitlagið af veginum vegna þess að það er ekki hægt að halda því við. Hlutar vegarins verða því malarkaflar fram á sumar segir í tilkynningu sem Vegagerðin sendi frá sér 9 mars s.l.
Við þetta ástand er ekki hægt að una og það verður að grípa til aðgerða strax. Því voru fulltrúar sveitarfélaganna Vesturlandi einhuga um að boða til fundar með yfirvöldum samgöngumála og krefjast úrbóta."

Til máls tóku: Eyjólfur, Garðar, Eyjólfur (annað sinn).

Lagt til að sveitarstjórn Dalabyggðar taki undir bókun aðalfundar SSV um vegamál.

Samþykkt samhljóða.
3. 2403027 - Leiðir að byggðafestu
Framlögð skýrsla sem þau Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason hafa nú skilað af sér er ber heitið "Leiðir að byggðarfestu" og er skýrsla vegna búsetu í Dalabyggð, Reykhólasveit, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Strandabyggð og Húnaþingi vestra.
Kynnt sveitarstjórn.
Leidir að byggðafestu-010324.pdf
4. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Með tölvupósti dags. 20.03.2024 óskar Alexandra Rut Jónsdóttir eftir að losna frá skyldum aðalmanns í menningarmálanefnd Dalabyggðar þannig að skipa þarf nýjan aðalmann í þá nefnd.
Tillaga um að Gyða Lúðvíksdóttir verði aðalmaður í menningarmálanefnd Dalabyggðar og Þuríður Jóney Sigurðardóttir komi inn sem varamaður.

Samþykkt samhljóða.
5. 2403033 - Aðalfundur veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2024
Framlagt fundarboð á aðalfund veiðifélags Laxár í Hvammssveit. Sveitarstjórn þarf að tilnefna sinn fulltrúa á fundinn í því ljósi að hvorugur þeirra aðila sem kosnir voru sem fulltrúar Dalabyggðar á aðalfundi þessa félags komast á fundinn þetta árið.
Lagt til að Einar Jón Geirsson verði aðalmaður á aðalfund félagsins og Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður.

Samþykkt samhljóða.
Fundarboð aðalfundur.pdf
6. 2403022 - Breytingar á afgreiðslu Íslandspósts í Búðardal
Framlögð umsögn Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar lokunar á afgreiðslu Íslandspósts ohf. í Búðardal.
Til máls tók: Björn Bjarki.
Dalabyggð, umsögn um breytingar á póstþjónustu í Búðardal, mars 2024.pdf
7. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi á 145. fundi sínum:

Framlögð tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af Ljárskógsströnd.

Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. 5. apríl 2024, verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu á Ljárskógaströnd, sbr. mál 519/2023 í skipulagsgátt. Deiliskipulagstillaga þessi fjallar einungis um verslunar og þjónustulóðir (VÞ-18 OG VÞ-19) og felst í uppbyggingu gistiþjónustu í smáhýsum. Samanlagður fjöldi smáhýsa á hvorri lóð er 12 hús og fjöldi gistirýma er 44. Hámarksbyggingarmagn á hvorri lóð eru 800 fermetrar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki samþykkt núverandi útfærslu á svæði VÞ-19, þar sem byggingarreitur liggur yfir bæði vatnsveitu og háspennustreng, en leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna, með fyrirvara um lagfæringar, til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Til máls tók: Guðlaug.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti bókun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
LSK_20240405_DS_Greinagerð_Útgáfa_3..pdf
8. 2404005 - Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Vörðufells og Kjarlaksstaða
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi á 145. fundi sínum:

Framlögð umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og efnisvinnslu malarslitlags í tveimur námum í Dalabyggð árið 2024. Tilgangur fyrirhugaðra framkvæmda er efnisöflun vegna viðhalds á malarvegum á svæðinu. Með umsókn fylgja undirrituð samþykki landeigenda.
Um er að ræða efnistöku í eftirfarandi námum:

Vörðufell námunr. 17275, er í landi Vörðufells. Áætluð efnistaka er 4.000m3. Að efnistöku lokinni verður námusvæðið mótað og aðlagað að umhverfinu í samráði við landeiganda.

Grund námunr. 17444, er í landi Kjarlaksstaða. Áætluð efnistaka er 4.000 m3. Áður hefur verið unnið malarslitlag í námunni. Að efnistöku lokinni verða bakkar slegnir niður og námusvæðið mótað og aðlagað að umhverfinu í samráði við landeiganda.

Efnistakan er í samræmi við aðalskipulag, sbr. efnistökusvæði E5 Vörðufell og E53 Grund, í kafla 17.7 Efnistöku- og efnislosunarsvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistökunar, sbr. umsókn.

Til máls tók: Guðlaug.

Lagt til að sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi til efnistökunar sbr. umsókn.

Samþykkt samhljóða.
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Dalabyggð..pdf
9. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Umhverfis- og skipulagsnefnd bókaði og samþykkti eftirfarandi á 145. fundi sínum:

Áframhaldandi umræður um málaflokkinn í kjölfar síðasta fundar umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem eftirfarandi var bókað:
"Fyrir liggja tvö minnisblöð frá umsjónarmanni framkvæmda. Annað með tillögum að breytingum á gjaldskrá og sorphirðu frá heimilum í sveitarfélaginu. Hitt fjallar um mögulegar breytingar á fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli (málm- og timburgámar) sumarið 2024 og tillögur að færslu þriggja grenndarstöðva fyrir frístundahús.
Drög að dagskrá og hugmyndir fyrir umhverfisdaga í Dalabyggð 2024 til umræðu.

Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak."

Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti framlagðar breytingar um breytt fyrirkomulag í sorphirðu.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
Eyjólfur tók til máls og fór yfir fyrirkomulag varðandi afgreiðslu fundargerða sem lagðar eru fram til kynningar.
10. 2403001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 129
Lagt fram til kynningar.
10.1. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Á fundinn mætir Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri og kynnir stöðu verkefnisáætlunar DalaAuðs sem tengist þeim málaflokkum sem undir fræðslunefnd heyra.
Fræðslunefnd þakkar Lindu fyrir góða yfirferð.
10.2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála.
Viðgerðum við sundlaug Auðarskóla/Dalabúðar er lokið og sundkennsla hafin.
Farið yfir stöðu starfsmannamála og er auglýsing um laus störf í loftinu núna, umsóknarfrestur til 15. apríl n.k.
Einnig var farið yfir dagskrá og skipulag skólastarfsins fram að vori.
10.3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála.
Auglýsing um laus störf í leikskólanum er í loftinu núna og er umsóknarfrestur til 15. apríl.
Góður gangur er í framfylgni námsvísa og þeirra verkefna sem á dagskrá eru tengd því.
Skólastjóri vakti athygli á að aðstoðarleikskólastjóri flytji erindi á ráðstefnu Ásgarðs sem haldinn verður í Hofi á Akureyri n.k. föstudag.
10.4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Á síðasta fundi fræðslunefndar var kynnt erindisbréf starfshópsins og skipaður fulltrúi nefndarinnar í hópinn og í kjölfarið tók sveitarstjórn erindisbréfið til afgreiðslu og tilnefndi sinn fulltrúa í hópinn og formann hans. Í kjölfarið samþykkti UDN aðkomu sína að starfinu og tilnefndi sinn fulltrúa.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðrún B. Blöndal fulltrúi fræðslunefndar
Jóhanna Sigrún Árnadóttir fulltrúi UDN
Formaður starfshópsins fór yfir stöðu mála.
10.5. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Kynnt til upplýsinga staða á útboði vegna skólaaksturs. Ríkiskaup heldur utan um framkvæmd útboðsins í samstarfi við Dalabyggð.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
10.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar.
Formaður Undra kynnti að búið er að manna umsjón tómstundastarfs í Búðardal n.k. sumar, n.t.t. frá 4. júní til og með 28. júní.
Fræðslunefnd fagnar þessu góða frumkvæði Íþróttafélagsins Undra.
10.7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Rætt um tillögu að tímasetningu fundar ungmennaráðs með sveitarstjórn Dalabyggðar.
Fræðslunefnd leggur til að ungmennaráð fundi með sveitarstjórn á reglubundnum fundardegi sveitarstjórnar í júní, n.t.t. þann 13. júní.
Tómstundafulltrúa falið að undirbúa fundinn í samráði við ungmennaráð.
10.8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
11. 2402006F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 69
Lagt fram til kynningar.
11.1. 2403032 - Notendaráð Dalabyggðar 2024
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er fjallað um samráð við notendur félagsþjónustu í 8. grein laganna:
Samráð skal haft við notendur félagsþjónustunnar með það að markmiði að þeir séu virkir þátttakendur í undirbúningi ákvörðunar um þjónustu og hvernig henni verður háttað. Þá skal hafa samráð við notendur við almenna stefnumörkun innan sveitarfélagsins. Sveitarfélög skulu a.m.k. árlega funda með hagsmunasamtökum notenda félagsþjónustunnar og skulu starfrækja sérstök notendaráð sem tryggi aðkomu hagsmunasamtaka notenda við stefnumörkun og áætlanagerð sveitarfélags í málefnum er varða meðlimi þeirra. Tryggja skal þátttakendum stuðning og þjálfun til virkrar þátttöku í notendasamráði.

Dalabyggð fékk tilkynningu um notendaráðið þegar ákvæðið kom inn við breytingar á lögunum 2019 og var þáverandi þjónustuaðila (félagsþjónustu Borgarbyggðar) falið málið. Fyrr á árinu barst Dalabyggð fyrirspurn frá ÖBÍ þar sem spurt var um stöðu mála.

Félagsmálanefnd er falið að rýna leiðbeiningar frá ÖBÍ og gera tillögu að fyrirkomulagi notendaráðs Dalabyggðar.
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir hvernig málum er háttað varðandi notendaráð hjá öðrum sveitarfélögum.
Félagsmálanefnd óskar eftir tillögum frá verkefnastjóra um hvernig þessum mikilvæga þætti væri best fyrirkomið innan stjórnsýslu Dalabyggðar.
11.2. 2402007 - Félagsmál 2024
Rætt um gildandi reglur í stoð- og stuðningsþjónustu s.s. eins og fjárhagsaðstoð og heimaþjónustu og fleiri reglum.
Samþykkt að fela verkefnastjóra að koma með drög að uppfærðum reglum og framsetningu þeirra á næsta fundi sem áætlað er að halda 6. júní n.k.
12. 2403004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 145
Lagt fram til kynningar.
12.1. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Framlögð tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af Ljárskógsströnd.
Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. 5. apríl 2024, verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu á Ljárskógaströnd, sbr. mál 519/2023 í skipulagsgátt. Deiliskipulagstillaga þessi fjallar einungis um verslunar og þjónustulóðir (VÞ-18 OG VÞ-19) og felst í uppbyggingu gistiþjónustu í smáhýsum. Samanlagður fjöldi smáhýsa á hvorri lóð er 12 hús og fjöldi gistirýma er 44. Hámarksbyggingarmagn á hvorri lóð eru 800 fermetrar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki samþykkt núverandi útfærslu á svæði VÞ-19, þar sem byggingarreitur liggur yfir bæði vatnsveitu og háspennustreng, en leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna, með fyrirvara um lagfæringar, til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
12.2. 2207022 - Skógrækt í landi Ljárskóga
Skipulagsstofnun hefur til kynningar matsáætlun vegna skógræktar í landi Ljárskóga (Mat á umhverfisáhrifum) sbr mál nr. 0301/2024 í Skipulagsgátt og óskar umsagnar Dalabyggðar um matsáætlunina á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggð hefur kynnt sér matsáætlunina dags. 15. mars 2024 og bendir á eftirfarandi atriði:

Umfang fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ljárskóga er umfram stærðarviðmið um skógrækt sem heimil er á landbúnaðarsvæðum (allt að 200 ha) og kallar framkvæmdin því á aðalskipulagsbreytingu þar sem landnotkun verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að mikilvægt er að huga að aðgengi sauðfjár að beitarlandi sem þinglýst er í skjölum.

Samkvæmt matsáætlun er þess vænst að hægt sé að hefja framkvæmdir við skógræktina sumarið 2025, en forsenda þess er að ofangreind aðalskipulagsbreyting um nýtt skógræktarsvæði hafi þá öðlast gildi.

Nefndin tekur undir umsögn Fiskistofu um að rétt væri að fjalla um möguleg umhverfisáhrif áburðarnotkunar á lífríki í vatni og fiskstofna.

Einnig bendir nefndin á að vélvædd flekking sé óæskileg á stórum hluta svæðisins vegna landfræðilegra aðstæðna og viðkvæms gróðurs. Jafnframt fer stórfelld afmörkun með girðingum ekki vel saman með beitarnýtingu.

Að öðru leyti gerir umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar ekki athugasemdir við matsáætlunina. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun umsögnina.
12.3. 2404005 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Framlögð umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og efnisvinnslu malarslitlags í tveimur námum í Dalabyggð árið 2024. Tilgangur fyrirhugaðra framkvæmda er efnisöflun vegna viðhalds á malarvegum á svæðinu. Með umsókn fylgja undirrituð samþykki landeigenda.
Um er að ræða efnistöku í eftirfarandi námum:

Vörðufell námunr. 17275, er í landi Vörðufells. Áætluð efnistaka er 4.000m3. Að efnistöku lokinni verður námusvæðið mótað og aðlagað að umhverfinu í samráði við landeiganda.

Grund námunr. 17444, er í landi Kjarlaksstaða. Áætluð efnistaka er 4.000 m3. Áður hefur verið unnið malarslitlag í námunni. Að efnistöku lokinni verða bakkar slegnir niður og námusvæðið mótað og aðlagað að umhverfinu í samráði við landeiganda.
Efnistakan er í samræmi við aðalskipulag, sbr. efnistökusvæði E5 Vörðufell og E53 Grund, í kafla 17.7 Efnistöku- og efnislosunarsvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistökunar, sbr. umsókn.
12.4. 2401015 - Sorphirða og umhverfisdagar 2024
Aframhaldandi umræður um málaflokkinn í kjölfar síðasta fundar umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem eftirfarandi var bókað:
"Fyrir liggja tvö minnisblöð frá umsjónarmanni framkvæmda. Annað með tillögum að breytingum á gjaldskrá og sorphirðu frá heimilum í sveitarfélaginu. Hitt fjallar um mögulegar breytingar á fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli (málm- og timburgámar) sumarið 2024 og tillögur að færslu þriggja grenndarstöðva fyrir frístundahús.
Drög að dagskrá og hugmyndir fyrir umhverfisdaga í Dalabyggð 2024 til umræðu.
Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak."
12.5. 2404004 - Umsókn um byggingarleyfi að Vesturbraut 12
Umsókn um byggingarleyfi að Vesturbraut 12
Nefndin felur byggingarfulltrúa að leiðbeina umsækjanda um öflun nauðsynlegra gagna og samþykkja leyfi í kjölfar þess.
Jafnframt bendir nefndin á að byggingarreglugerð kveður á um tiltekinn fjölda salerna á tiltekinn fjölda sæta, til að rekstarleyfi fáist. Áformin þarf að bera formlega undir meðeigendur hússins og lóðarinnar og fá þeirra samþykki á byggingarleyfisumsókn.
12.6. 2209007 - Hreinsistöð - umsókn umbyggingarleyfi
Dalabyggð sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð við sjávargarðinn neðan Búðarbrautar á aðalskipulagsreit I6. Mannvirkið er 20' gámur festur á forsteyptar undirstöður.
Nefndin samþykkir erindið og leggur til að veitt verði leyfi að undangenginni grenndarkynningu til þeirra sem gerðu athugasemdir við fyrri tillögu.
13. 2402001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 37
Til máls tók: Einar um dagskrárlið 1 og 3.

Lagt fram til kynningar.
13.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Gróf drög eru komin að dagskrá hátíðarinnar.
Kominn er nokkur tímarammi fyrir dagskránna, hún hefjist á föstudagskvöldinu og standi fram á miðjan sunnudag.

Grjót sem nýtt hafa verið fyrir keppni Vestfjarðavíkingsins verða lánuð að Eiríksstöðum fyrir eldhátíðina þar.

Tónleikar verða í Dalíu á föstudagskvöldinu, MS heldur upp á afmæli sitt á laugardeginum og málþing um Hrein Friðfinnsson listamann á sunnudeginum ásamt ýmsu öðru.

Svör eru farin að berast frá félögum og öðrum rekstraraðilum varðandi aðra dagskrárliði og þeim verður raðað inn á dagskránna. M.a. á eftir að finna tíma fyrir erindi Jackson Crawford.
13.2. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm
Járngerðarsýningin "Úr mýri í málm" er uppi á Þjóðminjasafni Íslands og fjallar um tilraunafornleifahátíðina á Eiríksstöðum 2019. Stefnt er að því að taka sýninguna niður í lok apríl. Nefndin skoða hvort hægt sé að finna henni stað í Dalabyggð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Verkefnastjóra falið að hafa milligöngu um nánari upplýsingar um sýninguna, eignarhald og umfang hennar.
13.3. 2403013 - 17. júní 2024
Nefndin ræðir fyrirkomulag hátíðarhalda á 17. júní 2024
Lagt til að ræðumaður og fjallkona verði líkt og fyrri ár en hátíðardagskrá þess utan verði íburðarmeiri í ljósi 30 ára afmæli Dalabyggðar og 80 ára afmælis lýðveldisins.
Hátíðardagskrá verði í Dalabúð, tónlistaratriði og veitingar. Haft verður samband við félög og félagsskap í héraði um þátttöku í dagskránni.
13.4. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Frá 244. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 19.03.2024:

27. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.
Tillaga að vísa bréfinu til menningarmálanefndar og að skipulag hátíðarhalda 17. júní taki mið af þessum tímamótum.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
14. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 946.pdf
15. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
Lagt fram til kynningar.
Fundur-221..pdf
16. 2403034 - Aðalfundur veiðifélags Laxdæla 2024
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundarboð 2024.pdf
17. 2401011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2024
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar.20.03.2024..pdf
18. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023
Lagt fram til kynningar.
2023_0311_HEV ársreikningur 2023 áritaður..pdf
20240320_Aðalfundur 24 kynning..pdf
20240320_Aðalfundur_fundargerð..pdf
20240320_Skýrsla stjórnar..pdf
19. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 245.pdf
Reglulegur fundartími sveitarstjórnar er annar fimmtudagur í mánuði. Í maí ber annan fimmtudag upp á uppstigningardag og er því tillaga um að færa fund sveitarstjórnar Dalabyggðar til fimmtudagsins 16. maí 2024.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:52 

Til bakaPrenta