Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 46

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.08.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir kemur inn á fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs undir dagskrárlið 1.
1. 2506002 - Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025
Nefndin fer yfir drög að dagskrá hátíðarinnar í Dalabyggð.
Ákveðið hvaða dagskrárliði eigi að athuga með.
Verkefnastjóra falið að hafa samband við þá aðila sem og eiga samtal við menningarfulltrúa Vesturlands um þau atriði sem verða í boði í landshlutanum.
2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Farið yfir áherslur og forsendur.
Menningarmálanefnd hefur undanfarin ár veitt styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði. Sl. tvö ár hefur nefndin verið með 1.000.000kr.- til úthlutunar. Vilji nefndarinnar er til að sú upphæð verði hækkuð enda skilar fjárfesting í menningarverkefnum sér margfallt til baka fyrir samfélagið.
Aukin umræða og meðvitun um menningu og menningarviðburði endurspeglast meðal annars í fjölbreytni þeirra verkefna sem hafa verið að sækja um styrki í Menningarmálaverkefnasjóð.
Tillaga nefndarinnar er að upphæð til úthlutunar verði tvöfölduð (2.000.000kr.-)
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:39 

Til bakaPrenta