Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 142

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.06.2025 og hófst hann kl. 13:45
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri, Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 1, 2 og 3..
1. 2505001 - Lýðheilsa
Rætt í framhaldi af umræðum á síðasta fundi fræðslunefndar þar sem nefndin fól lýðheilsufulltrúa að vinna frumdrög að verkáætlun við undirbúning á gerð lýðheilsustefnu fyrir Dalabyggð sem og að kanna hvað Dalabyggð þurfi að uppfylla til að verða aðili að "Heilsueflandi samfélagi" sem er heildræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök.
Varðandi vinnu við gerð lýðheilsustefnu þá kynnti lýðheilsufulltrúi drög að vinnugagni til að nota í vinnunni framundan. Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá nálgun sem um ræðir og samþykkir að vinna málið áfram á næsta fundi, skipa þá starfshóp til að halda utan um verkefnið og undirbúa samtal innan samfélagsins í Dalabyggð.

Varðandi mögulega aðkomu Dalabyggðar að verkefninu "heilsueflandi samfélag" þá fóru lýðheilsufulltrúi og verkefnastjóri fjölskyldumála yfir það sem snéri að sveitarfélaginu í þeim efnum. Fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
2. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Rætt um starfsmannamál fyrir komandi skólaár.
Auglýsa þarf eftir einum starfsmanni í 20% starfshlutfalli í félagsmiðstöð f.o.m. næsta skólaári.
Einnig rætt um möguleika á því að sækja um í sjóð til að efla samstarf við nágrannasveitarfélög varðandi starfsemi félagsmiðstöðva.
3. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála vegna framkvæmda við íþróttamannvirki og verkáætlun
4. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum fyrir komandi skólaár.
Í framhaldi af kynningu og umræðum á síðasta fundi fræðslunefndar var rætt um framkomna tillögu að uppfærðum skólareglum.
Framlögð framvinduskýrsla umbóta ytra mats 2020 - v/grunnskóla.
Kynnt mat á starfsáætlun Auðarskóla.
Atvinnutengt nám, skólastjóri kynnti stöðu máls.
Skólanámskrá grunnskóla Auðarskóla, kynnt staða mála.
Kynnt drög að starfsáætlun Auðarskóla 2025-2026.
Kynnt drög að jafnréttisáætlun Auðarskóla.

Skólastjóri fór yfir ráðningar í stjórnunarstöður. Guðmundur Kári Þorgrímsson mun gegna til eins árs starfi deildarstjóra grunnskóla og verkefnastjóri sérkennslu hefur verið ráðin Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir.
Ljóst er að það vantar enn í starfsmannahóp grunnskólans tvo kennara og er leitað allra leiða til að leysa það úrlausnarefni.
Varðandi framkomna tillögu að uppfærðum skólareglum sem kynntar voru á síðasta fundi fræðslunefndar þá var rætt um inntak þeirra, samþykkt að fela skólastjóra að vinna málið áfram innan skólans og kynna fyrir skólaráði áður en fræðslunefnd tekur þær til afgreiðslu á fundi sínu 19. ágúst n.k.
Skólastjóri kynnti frumdrög að starfsáætlun Auðarskóla 2025-2026.
Skólastjóri kynnti framvinduskýrslu umbóta ytra mats 2020 - v/grunnskóla.
Skólastjóri kynnti mat á starfsáætlun Auðarskóla 2024-2025.
Skólastjóri kynnti áform um að taka upp atvinnutengt nám í Auðarskóla. Fræðslunefnd tekur jákvætt í að tekið upp atvinnutengt nám í Auðarskóla og felur skólastjóra að forma verklag í takt við umræður á fundinum.
Skólastjóri kynnti drög að jafnréttisáætlun Auðarskóla 2025-2028.
MAT Á STARFSÁÆTLUN AUÐARSKÓLA 2024-2025-Lokaútgáfa.pdf
5. 2501010 - Málefni leikskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum fyrir komandi skólaár.
Rætt um gildandi reglur þegar upp kemur undirmönnun í leikskóla og kynnt drög að uppfærðum reglum.

Skólastjóri kynnti ráðningu í starf aðstoðarleikskólastjóra, Svanhvít Lilja Viðarsdóttir mun taka við starfinu þann 1. ágúst n.k.
Fræðslunefnd samþykkir reglur um viðmið vegna lágmarksmönnunar leikskóla Auðarskóla með áorðnum breytingum.


Reglur við mikla undirmönnun-Leikskóli Auðarskóla-24.6.2025.pdf
6. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum fyrir komandi skólaár.
Skólastjóri kynnti stöðu mála.
7. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal
Sveitarstjóri stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar á komandi skólaári.
Samþykkt að næsti fundur fræðslunefndar verði haldinn þriðjudaginn 19. ágúst.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta