| |
Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 1, 2 og 3..
| 1. 2505001 - Lýðheilsa | |
Varðandi vinnu við gerð lýðheilsustefnu þá kynnti lýðheilsufulltrúi drög að vinnugagni til að nota í vinnunni framundan. Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá nálgun sem um ræðir og samþykkir að vinna málið áfram á næsta fundi, skipa þá starfshóp til að halda utan um verkefnið og undirbúa samtal innan samfélagsins í Dalabyggð.
Varðandi mögulega aðkomu Dalabyggðar að verkefninu "heilsueflandi samfélag" þá fóru lýðheilsufulltrúi og verkefnastjóri fjölskyldumála yfir það sem snéri að sveitarfélaginu í þeim efnum. Fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram og kynna á næsta fundi nefndarinnar. | | |
|
2. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran | |
Auglýsa þarf eftir einum starfsmanni í 20% starfshlutfalli í félagsmiðstöð f.o.m. næsta skólaári. Einnig rætt um möguleika á því að sækja um í sjóð til að efla samstarf við nágrannasveitarfélög varðandi starfsemi félagsmiðstöðva. | | |
|
3. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | |
| |
|
4. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 | |
Skólastjóri fór yfir ráðningar í stjórnunarstöður. Guðmundur Kári Þorgrímsson mun gegna til eins árs starfi deildarstjóra grunnskóla og verkefnastjóri sérkennslu hefur verið ráðin Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir. Ljóst er að það vantar enn í starfsmannahóp grunnskólans tvo kennara og er leitað allra leiða til að leysa það úrlausnarefni. Varðandi framkomna tillögu að uppfærðum skólareglum sem kynntar voru á síðasta fundi fræðslunefndar þá var rætt um inntak þeirra, samþykkt að fela skólastjóra að vinna málið áfram innan skólans og kynna fyrir skólaráði áður en fræðslunefnd tekur þær til afgreiðslu á fundi sínu 19. ágúst n.k. Skólastjóri kynnti frumdrög að starfsáætlun Auðarskóla 2025-2026. Skólastjóri kynnti framvinduskýrslu umbóta ytra mats 2020 - v/grunnskóla. Skólastjóri kynnti mat á starfsáætlun Auðarskóla 2024-2025. Skólastjóri kynnti áform um að taka upp atvinnutengt nám í Auðarskóla. Fræðslunefnd tekur jákvætt í að tekið upp atvinnutengt nám í Auðarskóla og felur skólastjóra að forma verklag í takt við umræður á fundinum. Skólastjóri kynnti drög að jafnréttisáætlun Auðarskóla 2025-2028. | MAT Á STARFSÁÆTLUN AUÐARSKÓLA 2024-2025-Lokaútgáfa.pdf | | |
|
5. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 | |
Skólastjóri kynnti ráðningu í starf aðstoðarleikskólastjóra, Svanhvít Lilja Viðarsdóttir mun taka við starfinu þann 1. ágúst n.k. Fræðslunefnd samþykkir reglur um viðmið vegna lágmarksmönnunar leikskóla Auðarskóla með áorðnum breytingum.
| Reglur við mikla undirmönnun-Leikskóli Auðarskóla-24.6.2025.pdf | | |
|
6. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025 | |
Skólastjóri kynnti stöðu mála. | | |
|
7. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal | |
| |
|