Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 146

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.05.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Hlynur T. Torfason skipulagsfulltrúi var viðstaddur dagskrárlið 1 og Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi var viðstaddur dagskrarlið 2.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Farið yfir stöðu máls.
Nefndin fór yfir uppfærð gögn og gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti. Skipulagsfulltrúa falið að senda gögnin til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og óska leyfis til að auglýsa tillöguna.
2. 2404024 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging að Haukabrekku
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir. Samþykkt samhljóða.
3. 2404020 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2024
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögur til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, mál 899 og mál 900.
Nefndin fer yfir drögin að umsögn Dalabyggðar.

Samþykkt
Umsögn Dalabyggðar um tillögu til þingsályktunar, mál 899..pdf
Umsögn Dalabyggðar um frumvarp til laga, mál 900 á þingskjali 1339..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta