Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 71

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.09.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Guðrún Erna Magnúsdóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402007 - Félagsmál 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála.

Lagðar fram til umfjöllunar í félagsmálanefnd uppfærðar reglur um félagslega heimaþjónustu og reglur um fjárhagsaðstoð.

Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála fyrir félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að uppfærðum reglum um félagslega heimaþjónustu og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalabyggðar.
2. 2406000 - Forvarnarmál
Rætt um stöðu forvarnarmála og kynnt drög að erindisbréfi forvarnarhóps í Dalabyggð sem unnið er að stofnun á.
Félagsmálanefnd samþykkir tillögu að erindisbréfi með áorðnum breytingum og vísar staðfestingar í sveitarstjórn.
3. 2402006 - Fjárhagsaðstoð 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála.
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála.
4. 2408014 - Bjartur lífsstíll
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir og kynnti verkefnið Bjartur lífstíll.
Félagsmálanefnd lýsir ánægju með væntanlega aðild Dalabyggðar að verkefninu. Rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim íbúum sem eiga erfitt um vik að koma sér til og frá þeirri afþreyingu sem í boði gæti verið.
Bjartur lísfsstíll_um verkefnið.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til bakaPrenta