Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 27

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.09.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðar kemur sem gestur inn á fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðar kemur á fund nefndarinnar.
Verkefnisáætlun hefur verið samþykkt og búið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðar.
Menningarmál eiga einna helst undir meginmarkmið 2 og 3 í verkefnisáætlun.
Farið yfir undirmarkmið og tengingu við starf menningarmálanefndar.

Nefndin þakkar Lindu kærlega fyrir komuna og hvetur íbúa til að láta slag standa, eiga samtal við Lindu og skila inn umsókn.
Verkefnisaaetlun-DalaAuds_Utgafa-2022.pdf
2. 2110030 - Bæjarhátíð 2022
Uppgjör vegna Heim í Búðardal 2022
Nefndin ítrekar ánægju með framkvæmd og þátttöku á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal 2022.
Uppgjor_Heim_i_Budardal_2022.pdf
3. 2209004 - Jörvagleði 2023
Undirbúning fyrir Jörvagleði 2023 hefst.
Sumardagurinn fyrsti fellur á 20. apríl 2023.
125 ár frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara.
Halldór Ásgeirsson listamaður hefur haft samband varðandi opna vinnustofu.
Stefnt að kvöldvöku/setningu á fimmtudagskvöldinu í Árbliki.
Leikklúbbur Laxdæla skoði sýningarhald.
Farið verði yfir drög að dagskrá Jörvagleði 2021 sem var lögð til hliðar vegna COVID-19.
4. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir málaflokk menningarmála
Nefndin leggur til að veitt verði 1.000.000 kr. í fjárhagslykil 9191 í deild 0501 fyrir Menningarmálaverkefnasjóð.
Gætt verði að fjármagni til Byggðasafns Dalamanna varðandi uppsetningu eða geymslu muna.
Hugað verði að framkvæmd við aðgengi að Héraðsbókasafni Dalasýslu í samræmi við bókanir nefndarinnar.
5. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Farið yfir verkefni sem fengu úthlutað á árinu og undirbúningur fyrir næstu úthlutun.
Lagt er til að úthlutunarreglum verði breytt á þann hátt að 6. gr. orðist þannig:
Styrkir eru greiddir út í einu lagi inn á þann bankareikning sem kemur fram í umsókn
um leið og skýrslu um nýtingu styrkja hefur verið skilað í samræmi við 8. gr.
Með því að binda greiðslu styrkja við skýrsluskil verður úrvinnsla auðveldari, þá minnka líkur á því að
nota þurfi 9. gr. er varðar endurgreiðslu styrkja.

Samþykkt.

Úthlutun fyrir árið 2023 verði auglýst 2. desember 2022.

Samþykkt.
MINNISBLAÐ - menningarmálaverkefnasjóður 09092022.pdf
6. 2203007 - Aðgengi að bókasafni
Rætt um aðgengi að Héraðsbókasafni Dalasýslu
Umræða hefur verið um aðgangsstýringu að Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar.
Við þá vinnu vill nefndin að kannað verði með aðgangsstýringu að Héraðsbókasafni Dalasýslu með það að markmiði að auka aðgengi námsmanna og annarra íbúa að safnkosti þess.
Þannig geti íbúar komist inn og tekið bækur í útlán utan hefðbundins opnunartíma með snjalllausnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:52 

Til bakaPrenta