Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 300

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.10.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt var til að bæta við á dagskrá fundarins einum lið, Framkvæmdir 2022, málsnúmer 2202026, sem verði liður 2 á dagskrá fundarins, aðrir liðir færist niður samkvæmt því út frá útsendri dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari situr fundinn undir dagskrárlið 1
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2023 - 2026 til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 10. nóvember n.k.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda situr fundinn undir dagskrárlið 2
2. 2202026 - Framkvæmdir 2022
Framlagt tilboð frá Jenna ehf. sem barst í kjölfar verðkönnunar sem auglýst var varðandi jarðvegsskipti í gatnagerð í Lækjarhvammi og Iðjubraut.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á 21,3 millj.kr., í verkið og felur umsjónarmanni framkvæmda að ganga frá samningi.
3. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Á 63. fundi félagsmálanefndar Dalabyggðar var fjallað um jafnréttisáætlun og henni vísað til umfjöllunar í byggðarráði.

Rædd voru fyrirliggjandi fyrstu drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Dalabyggðar og samþykkt að vinna áfram á milli funda að gerð hennar. Í kjölfar þess fari hún til umsagnar í nefndum og ráðum Dalabyggðar.
4. 2210025 - Afréttarmál
Rætt um afréttarmál og þau tilvik sem upp hafa komið í haust varðandi það mikilvæga verkefni sem afréttarmál eru í Dalabyggð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar að funda með fulltrúum afréttanefnda á næstunni.
5. 2210026 - Atvinnumál
Rætt um uppbyggingu innviða og mikilvægi einstakra þátta t.a.m. hvað varðar tækifæri til atvinnuuppbyggingar.

Byggðarráð Dalabyggðar vill árétta mikilvægi þess að 3 fasa rafmagn verði lagt á sem flesta staði í dreyfbýlinu. Fyrir liggur að áhugasamir aðilar hafa í hyggju að setja upp atvinnustarfsemi á Fellsströnd rétt utan þess svæðis sem Rarik hyggst leggja til í ár 3 fasa streng.
Byggðarráð Dalabyggðar hvetur Rarik til að endurmeta þær áætlanir og fara lengra með strenginn en nú er á áætlun og felur sveitarstjóra að koma þeim áherslum á framfæri við Rarik og alþingismenn í NV-kjördæmi.
6. 2210020 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Samþykkt að verða við erindinu.
7. 1905020 - Grassláttur og hirða - verksamningur 2019 - 2020 og 2021-2023
Framlagt erindi frá BS þjónustunni ehf. þar sem óskað er eftir að gildistími samnings við fyrirtækið um garðslátt verði styttur um eitt ár og að samningurinn gildi þar með til 31.12.2022.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu og felur sveitarstjóra að undirbúa útboð á garðslætti í Dalabyggð.
8. 2209006 - Viljayfirlýsing Dalaskógar
Framlögð drög að viljayfirlýsingu á milli Dalabyggðar og Dalirnir heilla ehf/Dalaskógar um heimild til handa Dalirnir heilla ehf./Dalaskógar til þess að athuga svæði austan við Vestfjarðarveg, norðan Iðjubrautar, nánar og jafnframt að leggja fram hugmyndir um mögulega nýtingu svæðisins undir gróðurhús eða þyrpingu gróðurhúsa.
Byggðarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur sveitarstjóra að undirrita hana f.h. Dalabyggðar.

9. 2205025 - Frístundaakstur
Rætt um frístundaakstur í kjölfar eftirfarandi bókunar á 114. fundi fræðslunefndar Dalabyggðar svohljóðandi:
"Framlagt minnisblað um útfærslu á frístundaakstri fram til 2. desember n.k. Fræðslunefnd óskar eftir að byggðarráð Dalabyggðar taki málið til umfjöllunar og afgreiðslu m.t.t.fjármögnunar á fundi sínum n.k. fimmtudag og eigi samtal við Íþróttafélagið Undra um mögulegt fyrirkomulag þessa verkefnis ef af verður."

Byggðarráð samþykkir að styðja við tilraunaverkefni Íþróttafélagsins Undra um tómastundaakstur fram til 2. desember n.k. um allt að 1 millj.kr. Varðandi mögulegt framhald verkefnisins í kjölfar tilraunaverkefnis til 2.desember n.k. skuli samtal tekið á milli aðila fyrir lok nóvember n.k. og er sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Íþróttafélagsins Undra á þessum nótum.

Mál til kynningar
10. 2206019 - Tikynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ormsstaðavegar nr 5922-01 af vegaskrá
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við ákvörðun þessa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta