Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 21

Haldinn á fjarfundi,
23.02.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Reynir Guðbrandsson sitja fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2003025 - Eiríksstaðir 2020
Rekstraraðilar koma á fund nefndarinnar.
Bjarnheiður og Reynir fara yfir rekstur Eiríksstaða árið 2020 og áætlanir fyrir 2021.
Carolin A Baare Schmidt og Skjöldur Orri Skjaldarson sitja fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2101032 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2020
Rekstraraðilar koma á fund nefndarinnar.
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal árið 2020 og áætlanir fyrir 2021.
3. 2101018 - Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - Könnun
Nefndin skoðar erindi til stjórnvalda.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar vill ítreka hvatningu til atvinnurekenda í sveitarfélaginu til þess að skoða hvort þeir eigi rétt á að nýta sér einhver úrræði stjórnvalda vegna COVID-19 og einnig nýta sér þá ráðgjöf sem býðst varðandi þau mál m.a. með viðtalstíma hjá atvinnuráðgjöfum SSV þar sem hægt er fá bæði ráð og leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að.
Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - niðurstöður_skýrsla.pdf
4. 2011022 - Kræklingaræktun í Breiðafirði
Nefndinni hafa borist svör vegna mögulegrar ræktunar.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar leggur áherslu á góð samskipti við aðila sem sýna áhuga á atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
5. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Nefndin setur sér stefnu fyrir starfsárið 2021.
- Nefndin verði reglulega í sambandi við atvinnurekendur í sveitarfélaginu og kalli gesti á fundi nefndarinnar í því skyni að fá sem besta mynd af stöðu atvinnurekenda hverju sinni.
- Nefndin verði vakandi fyrir nýjum möguleikum í atvinnurekstri, styrkjum sem styðja við atvinnuuppbyggingu, störfum án staðsetningar og standi jafnframt vörð um þann atvinnurekstur sem þegar er í sveitarfélaginu.
- Nefndin leggji sitt af mörkum til að styðja við og styrkja umhverfi til atvinnrekstrar í sveitarfélaginu.
Markmið þessi verði höfð til hliðsjónar við skipulagningu funda og vinnu nefndarinnar á starfsárinu.
Mál til kynningar
6. 2102010 - Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna
Niðurstöður könnunar lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Ibuakonnun-landshlutanna-2020-nidurstodur.pdf
Ný könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna - af heimasíðu SSV.pdf
Ibuakönnun-landshlutanna-2020-nidurstodur Vesturland utsent.pdf
Niðurstöður fyrir Vesturland - af heimasíðu SSV.pdf
7. 2102020 - Fréttir af ferðaþjónustu í Dalabyggð 2021
Studio Granda hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar og Studio Bua hlýtur 2020 AIA UK Design Awards í flokki Small Project fyrir Nýp Guesthouse.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar óskar rekstraraðilum og hönnuðum að Dröngum og Nýp í Dalabyggð innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og mikla heiður.
Studio Bua hlýtur 2020 AIA UK Design Awards í flokki Small Project fyrir Nýp Guesthouse.pdf
Studio Granda hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta