Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 248

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.07.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson varaformaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Þuríður sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
Mál 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020, mál til kynningar, verði dagskrárliður 11.
Mál 2006023 - Samningur um tryggingar fyrir Dalabyggð, mál til kynningar, verði dagskrárliður 14.
Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004001 - Úthlutun úr styrkvegasjóði 2020
Vegagerðin hefur úthlutað Dalabyggð kr. 4.500.000 vegna styrkvega.


Framlögð tillaga um styrkvegi samþykkt samhljóða.
vegagerðin-0001.pdf
Tillaga að styrkvegum 2020.pdf
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2006020 - Íbúakönnun vegna vindorkuvera
Umræða um framkvæmd á könnun.


Ákveðið að spurt verði fjögurra spurninga og könnunin fari af stað eftir að tillögur að breytingu á aðalskipulagi hafa verið auglýstar.
Samþykkt samhljóða.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Útboðslýsing og tímaáætlun.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.

Gert verður tímabundið samkomulag við Terra til áramóta. Útboðsgögn samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
4. 2006025 - Endurskoðun aðalskipulags Reykhólahrepps
Reykhólahreppur óskar eftir umsögn að verkefnislýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.

Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.
Samþykkt samhljóða.
Bréf til hagaðila vegna lýsingar Reykhólahreppur.pdf
A1394-007-U01 Verkefnislýsing útg. 29.6.2020.pdf
5. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Lagt fram erindi frá tónlistarskóla.
Beðið er eftir umsókn frá forráðamanni. Málinu frestað.
6. 2006026 - Forkaupsréttur að íbúðarhúsi í Sælingsdalstungu.
Skv. afsali á Dalabyggð forkaupsrétt að íbúðarhúsinu í Sælingsdalstungu. Taka þarf afstöðu til þess hvort hann verður nýttur núna þegar húsið er selt.
Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst ekki, í þetta sinn, nýta sér forkaupsrétt vegna fyrirhugaðrar sölu á fasteigninni Sælingsdalstunga II í Dalabyggð, fastanr. 211-7415. Sveitarfélagið lýtur svo á að forkaupsréttur sveitarfélagsins haldist þrátt fyrir framangreinda sölu og óskar eftir því að hans verði getið í afsali til nýrra eigenda og jafnframt að forkaupsréttarins verði getið með athugasemd í fasteignabók eða eftir atvikum þinglýst verði sérstakri kvöð á eignina þar sem forkaupsréttar sveitarfélagsins er getið.
Samþykkt samhljóða.
7. 2006027 - Ósk um kaup á hálfri sumarhúsalóð á Laugum.
Eigandi sumarhúss sem stendur á lóð sem er 50% í eigu Dalabyggðar óskar eftir að fá að kaupa alla lóðina.
Byggðarráð óskar eftir að fá tilboð í hlut Dalabyggðar í lóðinni sem verði tekið til umfjöllunar á næsta reglulega fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða.
8. 2006029 - Útleiga á íbúðarhúsum á Laugum.
Tvö íbúðarhúsanna á Laugum voru auglýst til leigu. Ein umsókn barst um hvort hús.
Tveir aðilar sóttu um leigu, sitt hvort húsið. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamnngi til eins árs með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Leiga skv. verðskrá Dalabyggðar, hitakostnaður miðist við sambærileg hús í Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
9. 2004019 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2020
Fundargerð Breiðarfjarðarnefndar lögð fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Fundur Breiðarfjarðarnefndar 179 19_05_2020.pdf
10. 2006006 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2020
Fundargerð aðalfundar lögð fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Fundargerð aðalfundar 20_06_20.pdf
Veiðifélagsreikningur 2019 til birtingar.pdf
Mál til kynningar
11. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
Farið yfir dagskrá og skipulag vegna smitvarna.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 11.
12. 1807013 - Vínlandssetur
Farið yfir stöðuna varðandi Vínlandssetur.
13. 2006028 - Fasteignamat 2021
Lagðar fram upplýsingar um fasteignamat fyrir árið 2021.
Fasteignamat 2021 - skipt eftir sveitarfélögum og tegund eigna.pdf
Fasteignamat 2021.pdf
Þuríður vék af fundi kl. 11:37.
14. 2006023 - Samningur um tryggingar fyrir Dalabyggð.
Farið yfir verðbreytingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:55 

Til bakaPrenta