Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 122

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.12.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103016 - Skógræktaráform á jörðinni Barmi
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Barmur, en um er að ræða ræktun á 32 ha. svæði.

Skógræktaráformin hafa verið grenndarkynnt og barst ein athugasemd frá eiganda aðliggjandi jarðar. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi nefndarinnar þann 8. október sl. þar sem ekki lágu fyrir lögbundnar umsagnir stofnana.

Í svari Minjastofnunar dags. 12. nóvember kemur fram að stofnunin muni ekki veita umsögn um fyrirhugaða skógrækt fyrr en skráning í samræmi við staðla stofnunarinnar um fornleifaskráningu af fagaðila á sviði skráningar liggur fyrir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins vegna ófullnægjandi svars frá Minjastofnun við umsagnarbeiðni dags, 19. október 2021.
Barmur_tillaga.pdf
Barmur_greinagerð.pdf
Svar við grenndarkynningu frá Hermanni Karlssyni Klifmýri.pdf
Umsögn Minjastofnunar.pdf
2. 2111022 - Ægisbraut 4, skipting lóðar
Söluferli á sláturhúsinu er í gangi og mun Ægisbraut 4b verða undanskilin þeirri sölu. Því þarf að skipta upp lóðinni.
Nefndin gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.
Ægisbraut 4b_Síbería_drög að lóðarblaði_nóv21.pdf
3. 2004020 - Deiliskipulag í landi Þurraness
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi í landi Þurraness, en þann 14. maí 2020 samþykkti sveitarstjórn að unnið yrði áfram með deiliskipulagstillögu dags. 28.07.2017.

Þann 8. maí 2020 hafði umhverfis- og skipulagsnefnt mælt með verkefninu, með fyrirvara um að svæðið falli undir flokk 2 í flokkun landbúnaðarlands.

Skipulagsnefnd metur það svo að skipulagstillagan samræmist ekki kröfum um gerð deiliskipulags en umfang hennar og breytt landnotkun krefst ítarlegrar skipulagslýsingar sem yrði kynnt og auglýst í aðdraganda tillögunnar.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fara áfram með málið.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
4. 2112004 - Stafrænt aðalskipulag
Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns aðalskipulags, auk sniðmáts fyrir gerð stafræns aðalskipulags. Þetta er gert til að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns aðalskipulags.

Samkvæmt skipulagslögum skal aðalskipulag unnið á stafrænu formi sem felur í sér að skipulagsgögn eru unnin í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að aðalskipulagið er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur. Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagsráðgjafar og skipulagshönnuðir þurfa að tileinka sér.

Lagt fram til kynningar.
5. 2103030 - Arnarbæli
Byggingarfulltrúi Dalabyggðar kynnir útgefið byggingarleyfi á íbúðarhúsi og skemmu í Arnarbæli.
Lagt fram til kynningar.
ARN AT-100.pdf
ARN AT-101.pdf
ARN AT-102.pdf
ARN AT-103.pdf
ARN AT-104.pdf
ARN AT-105.pdf
ARN AT-106.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til bakaPrenta