Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 242

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.01.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að eftirfarandi dagskrárliðum verði bætt á dagskra:

Mál nr. 2401031, Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi Þorrablót UMF Stjörnunnar, verði bætt á dagkrá og verði dagskrárliður nr.5 sem og að mál nr. 2401016, Almennt um vinnu verktaka 2024, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.7 og mál 2401032 umsagnarbeiðni um Þorrablót að Staðarfelli verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.6

Aðrir dagskrárliðir í útsendum fundarboði færist til í samræmi við það.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305010 - Löggæsla í Dalabyggð
Framlögð til kynningar og umræðu skýrsla sem Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið vegna stöðu löggæslu í Dalabyggð.
Til máls tók: Björn Bjarki

Sveitarstjóra falið að koma skýrslunni á framfæri við yfirvöld í samstarfi við lögregluembættið á Vesturlandi.
Samþykkt samhljóða.
Löggæsla í Dalabyggð, skýrsla ríkislögreglustjóra 21.desember 2023..pdf
2. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Unnið hefur verið uppfært sérfræðiálit vegna áforma sveitarfélagsins um að fara í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Álitið var unnið af Ólafi Sveinssyni hagverkfræðingi eins og það fyrra. Í uppfærðu sérfræðiáliti hefur verið tekið tillit til þeirra aðgerða sem sveitarstjórn og sveitarfélagið hefur gripið til á undanförnum mánuðum til hagræðingar í rekstri.
Samkvæmt fyrirliggjandi sérfræðiáliti er Dalabyggð að standast alla lykilmælikvarða sem settir eru í tengslum við fjármálareglur sveitarfélaga þó farið verði í framkvæmdir við íþróttamannvirkin.

Til máls tók: Björn Bjarki

Byggðarráði og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Sérfræðiálit ÓS - 10.01.2024.pdf
10 ára áætlun - fylgigagn 10.01.2024.pdf
3. 2310012 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2024
Á 317. fundi byggðarráðs Dalabyggðar, sem haldinn var 8. janúar sl. var eftirfarandi bókað og samþykkt:
Á 240. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar voru gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2024 teknar til afgreiðslu og samþykktar. Tvær gjaldskrár þarf að skoða frekar, annars vegar gjaldskrá slökkviliðs Dalabyggðar m.t.t. samræmingar gjaldskrár innan byggðarsamlagsins sem starfað er innan og hins vegar gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs á gámasvæði í Búðardal.
Einnig er hér tekin til afgreiðslu tillaga vegna afsláttar af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar, sjá viðhengi með fundargerð.

Varðandi gjaldskrár var einnig rætt um stöðu kjaraviðræðna.
Sveitarstjórn Dalabyggðar fylgist náið með viðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Eitt mikilvægasta verkefnið í kjaraviðræðunum er að ná niður verðbólgu og háu vaxtastig. Slíkar hækkanir hafa komið afar illa niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum.

Sveitarstjórn Dalabyggðar telur að samstillt átak allra þurfi til að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi. Til þess þurfa ríki, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins og fyrirtæki landsins að leggjast á eitt og enginn getur skorast undan ábyrgð.

Oddviti leggur fram tillögu að bókun.

Til máls tók: Björn Bjarki

Gjaldskrá slökkviliðs Dalabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs á gámasvæði í Búðardal lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga vegna afsláttar af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

Oddviti leggur fram bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar vill leggja sitt af mörkum svo nást megi þjóðarsátt allra aðila og er tilbúin að endurskoða gjaldskrárhækkanir ef og þegar forsendur þjóðarsáttar liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - Slökkvilið Dalabyggðar 2024..pdf
Gjaldskrá - útsvar og fasteignaskattur 2024.pdf
Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð..pdf
4. 2312010 - Umsagnarb. tækifærisleyfi. Þorrablót Laxdæla 27. janúar 2024
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 27. janúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007. Umsækjandi sótti um beiðni um breytingu umsóknar. Breytingin fólst í fækkun gesta úr 400 í 250 gesti.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, þ.e. fædd 2006 eða 18 ára á árinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts Laxdæla þann 27. janúar 2024.

Samþykkt samhljóða.
5. 2401031 - Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi Þorrablót UMF Stjörnunnar
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 3. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, þ.e. fædd 2006 eða 18 ára á árinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts Stjörnunnar þann 3. febrúar 2024.

Samþykkt samhljóða.
6. 2401032 - Umsagnarb. tækifærisleyfi Þorrablót Staðarfelli
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 17. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, þ.e. fædd 2006 eða 18 ára á árinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts áð Staðarfelli 17. febrúar 2024.

Samþykkt samhljóða.
7. 2401016 - Almennt um vinnu verktaka 2024
Lagðar fram vinnureglur vegna vinnu verktaka fyrir Dalabyggð og Dalaveitur. Drög að reglunum voru kynnt byggðarráði á 317. fundi og verktökum og iðnaðarmönnum á fundi með atvinnumálanefnd þann 17. janúar.
Til máls tók: Garðar.

Vinnureglur lagðar fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Vinnureglur um vinnu verktaka 2024_jan24.pdf
8. 2401023 - Samvinnuverkefni vegna aðgengis elli- og örorkulífeyrisþega að líkamsrækt
Lagður fram samningur milli Dalabyggðar og Ungmennafélagsins Ólafs pá um aðgengi elli- og örorkulífeyrisþega að líkamsræktarstöð félagsins.
Regluleg hreyfing er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Rannsóknir sýna að reglubundin líkamsrækt við hæfi styður við aukna virkni og árangur í endurhæfingu.
Þá er líkamsþjálfun fyrir eldra fólk gríðarlega mikilvæg og hefur aukist sl. ár, er samningur þessi liður í því að efla hana enn frekar hjá eldri íbúum Dalabyggðar.

Samningurinn lagður fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Samningur likamsraekt eldri_oryrkja_OliPa_til-undirritunar.pdf
Fundargerð
9. 2312001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 317
Samþykkt samhljóða.
9.1. 2310012 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2024
Á 240. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar voru gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2024 teknar til afgreiðslu og samþykktar. Tvær gjaldskrár þarf að skoða frekar, annars vegar gjaldskrá slökkviliðs Dalabyggðar m.t.t. samræmingar gjaldskrár innan byggðarsamlagsins sem starfað er innan og hins vegar gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs á gámasvæði í Búðardal.
Einnig er hér tekin til afgreiðslu tillaga vegna afsláttar af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar, sjá viðehngi með fundargerð.
Breytingar á gjaldskrá Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og slökkviliðs Dalabyggðar 2024 samþykktar.
Breytingar á gjaldskrá hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2024 samþykktar.
Breytingar á afslætti fasteignaskatts ellilífeyrisþega og öryrkja 2024 samþykktar.
9.2. 2312004 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024
Framlögð umsókn Samtaka um kvennaathvarf um rekstrarstyrk á árinu 2024.
Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
9.3. 2305010 - Löggæsla í Dalabyggð
Framlögð til kynningar skýrsla sem Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið varðandi löggæslu í Dalabyggð.
Skýrslan lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð og verður til umfjöllunar á sveitarstjórarfundi 18. janúar nk.
9.4. 2301028 - Grassláttur og hirðing 2024 - 2025
Lögð fram til umræðu og afgreiðslu tillaga að samningi vegna grassláttar og hirðingar á árunum 2024 til 2025 byggð á verðkönnun sem gerð var vorið 2023 og samningi sem gerður var í kjölfar þeirrar verðkönnunar við Harra ehf.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.
9.5. 2401016 - Varðandi vinnu verktaka 2024
Framlögð til umræðu drög að vinnureglum vegna vinnu verktaka fyrir Dalabyggð 2024 ásamt verkbeiðnaformi.
Vakin er athygli á að reikningar vegna vinnu 2023 fyrir Dalabyggð og Dalaveitur þurfa að skila sér í síðasta lagi 15. janúar nk. Hægt er að koma með reikninga á skrifstofu Dalabyggðar milli kl.09-13 alla virka daga, setja þá í póstkassann í anddyri Stjórnsýsluhúss þegar opið er eða senda þá rafrænt á dalir@dalir.is

Drög að vinnureglum vegna vinnu verktaka verða kynnt verktökum, iðnaðarmönnum og öðrum sem tengjast vinnu fyrir Dalabyggð og Dalaveitur. Að því loknu verði þær sendar sveitarstjórn til afgreiðslu.
9.6. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Gámafélagið hefur breytt fyrirkomulagi við söfnun matarleifa. Í stað maíspoka verði notaðir bréfpokar. Minnisblað umsjónarmanns framkvæmda lagt fram.
Sveitarfélagið Dalabyggð tekur upp nýmæli við sérsöfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum til að styðja við það fyrirkomulag sem er að verða ráðandi á landinu og er einnig umhverfisvænni leið.
Þannig verði lífrænn úrgangur flokkaður í bréfpoka í stað maíspoka.

Vegna þessara breytinga mun sveitarfélagið útdeila þar til gerðri körfu á öll heimili í Dalabyggð ásamt búnti af bréfpokum (80 stk.) og leiðbeiningabækling til að auðvelda íbúum breytingarnar.
9.7. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlagt erindi frá Högum/Olís með lóðarumsókn.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið, felur sveitarstjóra að hafa samband við umsækjanda og upplýsa um reglur um úthlutun lóða.
9.8. 2210026 - Uppbygging - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila
Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.

Rætt um mögulega uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð en eins og kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs þá hefur erindi verið sent til FSRE, Lögreglunnar á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Rauða Kross deildarinnar í Dalabyggð, Slysavarnardeildar Dalasýslu, Björgunarsveitarinnar Óskar og slökkviliðsstjóra Dalabyggðar varðandi mögulega aðkomu að uppbyggingu húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð.

Rætt um stöðu eignarhluta FSRE/ríkisins í Miðbraut 11.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9.9. 2401004 - Eiríksstaðanefnd
Kennitala Eiríksstaðarnefndar er enn við lýði og eign skráð á þá kennitölu en nefndin var formlega lögð niður og hélt lokafund sinn þann 8. júní árið 2021.
Byggðarráð leggur til að kennitalan verði lögð niður og felur sveitarstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þessa.
9.10. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Rætt um útboð á skólaakstri og hvaða forsendur eru uppi varðandi t.a.m. fjölda akstursleiða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja samtal við Ríkiskaup og undirbúa útboð á skólaakstri fyrir árin 2024-2027 með möguleika á framlengingu (tvisvar sinnum 1 ár í senn).
9.11. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrirspurn um viðhald og endurnýjun
Framlagt svar frá Rarik við bréfi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem sent var í kjölfar 239. fundar sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar breyttrar innheimtu hitaveitunnar gagnvart lögbýlum.
Byggðarráð þakkar fyrir svar frá RARIK en hvetur fyrirtækið til að sýna hófsemi gagnvart notendum hitaveitunnar.
9.12. 2312013 - Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum
Á fundinn mæta fulltrúar Kruss ehf. og kynna verkefni sitt "Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum".
Byggðarráð þakkar Þorgrími fyrir komuna og kynninguna á verkefninu.
Mál til kynningar
10. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023
Lagt fram til kynningar.
Fundur-218.pdf
11. 2312012 - Aðalfundur menningar- og framfarasjóðs Dalasýslu 2023
Lagt fram til kynningar.
Ársreikn MoF 2022..pdf
Menn og Fram fundargerð 2023..pdf
12. 2301001 - Fundargerðir samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2023
Lagt fram til kynningar.
178 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
13. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 940.pdf
14. 2401020 - Boðun XXXIX. landsþings Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Boðun XXXIX. landsþings sambandsins.pdf
15. 2401019 - Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Til allra sveitarstjórna..pdf
16. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 242.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til bakaPrenta