Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 119

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.10.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun til umræðu í nefndum. Nefndir skili niðurstöðum sínum til byggðaráðs fyrir 10. október.
Samþykkt samhljóða.

Skipulagsnefnd óskar eftir nánari útskýringum á fjárhagsáætlun.
2. 2104020 - Haukabrekka, deiliskipulag
Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Haukabrekku í Stóra-Langadal en skipulagssvæðið afmarkast af Stóru-Langadalsá til vesturs og brekkurótum Grásteinsfjalls að austan og nær yfir bæjarstæði Haukabrekku og nánasta umhverfi þess.
Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið með sjö frístundalóðum frá 1999 á frístundasvæði merkt (F2). Hið nýja fyrirhugaða deiliskipulag felur í sér breytta afmörkun lóðanna og í einu tilfelli nýja staðsetningu. Núgildandi deiliskipulag verður fellt úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags.

Skipulagstillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 22. júní til 4. ágúst sl. og bárust fjórar umsagnir frá lögboðnum aðilum þ.e. frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og sveitarfélaginu Borgarbyggð.

Sveitarfélagið Borgarbyggð og Vegagerðin gera ekki athugasemdir við tillöguna.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bendir á í umsögn sinni að tryggja þurfi að verndarsvæði fyrirhugaðs vatnsbóls sé staðsett í skipulagi. Skipulagsnefnd áréttar að samkvæmt tillögunni verður neysluvatn tekið úr lind sem er vestan við svæðið, í hlíðum Grásteinsfjalls og er því utan skipulagssvæðis. Nefndin telur því réttast að vísa afgreiðslu þessarar athugasemdir til þeirrar vinnu sem nú á sér stað við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur einnig æskilegt að hreinsimannvirki fyrir skólp séu staðsett á skipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd bendir á leiðbeinandi staðsetningu hreinsivirkja á skipulagsuppdrætti.

Minjastofnun gerir í umsögn sinni kröfu um að minjastaðir sem fundust við vettvangskönnun og voru mældir upp og skráðir verði settir inná skipulagsuppdráttinn ásamt 15 metra verndarsvæði. Ákvæði verði sett inn um að þessum minjum megi ekki raska.

Tekið hefur verið tillit til þessara ábendinga frá Minjastofnun og hafa ný minjasvæði og ný uppmæling þekktra minna ásamt 15 metra helgunarsvæðis verið færð inn á uppdrátt.

Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstórn Dalabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins á fullnægjandi hátt að mati nefndarinnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
8885-001-DSK-001-V03 HaukabrekkaEFTIRAUGL.pdf
8885-001-DSK-002-V01 HaukabrekkaEFTIRAUGL.pdf
2021 0628 Dalabyggð Haukabrekka Skógarströnd HEV.pdf
Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 (22.7.2021) - Umsögn - Dalabyggð - Haukabrekka í Stóra-Langadal.pdf
Haukabrekka Dalabyggd.pdf
HEV umsögn.pdf
Hraunbrekka DSK Vegagerðin umsögn.pdf
3. 2103016 - Skógræktaráform á jörðinni Barmi
Skógræktaráform á jörðinni Barmi hafa verið grenndarkynnt og barst ein athugasemd frá eiganda aðliggjandi jarðar.

Umsagnir frá stofnunum liggja hins vegar ekki fyrir.

Afgreiðslu málsins frestað þar til umsagnir stofnanna liggja fyrir.
4. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Fyrir liggur að fyrirhugaður er íbúafundur í tengslum við vinnu við endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar í október.
Skipulagsnefnd leggur til að íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins verði haldinn þriðjudaginn 26. október. Til vara leggur nefndin til dagsetningarnar 27. eða 28. október.

Samþykkt samhljóða.
5. 2012016 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
Á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er svæðisáætlunin hér með lögð fram til kynningar og óskað eftir athugasemdum innan 6 vikna eða fyrir 29. október nk.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir lengri umsagnartíma og verði málið tekið fyrir á fundi nefndarinnar 5. nóvember nk.
SAMEIGINLEG SVÆÐISÁÆTLUN UM MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS 2021-2032.pdf
Fylgibréf til Dalabyggd.pdf
6. 2109018 - Umsókn um merkingu stika og staura
Ábyrgðaraðilar Cycling Westfjords sækja um leyfi til að merkja stikur og staura í Dalabyggð, ásamt meðmælum með verkefninu.
Nefndin fagnar verkefninu en telur sveitarfélagið ekki vera hagsmunaaðila í málinu. Bendir nefndin ennfremur á að ekki megi merkja leiðir utan veghelgunarsvæðis nema með leyfi landeigenda.

Samþykkt samhljóða.
Merkingar Dalabyggð.pdf
7. 2106026 - Umsókn um byggingarleyfi - eldsneytisafgreiðsla
Olíuverslun Íslands sækir um byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð ÓB að Vesturbraut 15 ásamt steyptu plani. Eldsneytistankar eru í 40 feta gámi, ofanjarðar.
Erindinu er frestað. Nefndin felur byggingarfulltrúa að ræða við Olís um atriði er varða brunavarnir, brunahönnun og aðliggjandi lóð og þar af leiðandi nálægð við íbúðarhús og staðsetningu eldsneytistanka ofanjarðar í þéttbýli.
8. 2109020 - Umsókn um nafnabreytingu á staðfangi.
Eigendur fasteignar á Fellsendalandi lóð 1 óska eftir að nafni eignarinnar verði breytt formlega í Leiðarenda.
Nefndin gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.
9. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Tekið fyrir svar Skipulagsstofnunar frá 3. september 2021 eftir ítrekun Dalabyggðar á beiðni um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.
Þar sem viðeigandi gögn bárust seint verður málið tekið fyrir á aukafundi í skipulagsnefnd þriðjudaginn 12. október.
10. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Tekið fyrir svar Skipulagsstofnunar frá 3. september 2021 eftir ítrekun Dalabyggðar á beiðni um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Sólheima.
Þar sem viðeigandi gögn bárust seint verður málið tekið fyrir á aukafundi í skipulagsnefnd þriðjudaginn 12. október.
11. 2109021 - Erindi varðandi hundasvæði í Búðardal
Erindi frá Sigurði Bjarna Gilbertssyni þess efnis að sveitarfélagið taki það til skoðunar í fjárhagsáætlunarvinnu að koma upp hundasvæði í Búðardal.
Nefndin fagnar erindinu og leggur til að hugmyndin verði unnin áfram á íbúafundi í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Erindi er varðar hundsvæði í Búðardal.pdf
12. 2110009 - Stofnun lóðar úr landi Ytri Hrafnabjarga 137939
Óskað er eftir að stofnuð verði lóð úr landi Ytri Hrafnabjarga L137939 skv. uppdrætti frá Eflu, dags. 10.9.2021.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið og felur byggingarfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða.
13. 2110012 - Umsókn um byggingarleyfi, Þrándarkot
Veiðifélag Laxdæla sækir um að byggja við veiðihús auk endurbóta að utan.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða.
20014_0.02.X01_Sneiðingar.pdf
20014_0.01.K100_Grunnmynd kjallara.pdf
20014_0.01.101_Grunnmynd 1.hæð.pdf
20014_0.01.00_Afstöðumynd.pdf
14. 2110014 - Umsókn um landskipti fyrir lóðina Stekkjarhlíð út úr jörðinni Geirshlíð 137918
Fyrir liggur umsókn um landskipti fyrir lóðina Stekkjarhlíð út úr jörðinni Geirshlíð L137918.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

Samþykkt samhljóða.
Stekkjarhlíð_lóðaruppdráttur_undirritaður.pdf
15. 2110015 - Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal
Dalabyggð óskar eftir að skipta upp jörðinni Sælingsdalstungu á Svínadal. Útskipt land er um 714 ha að stærð og nær yfir vegsvæði þjóðvegar 60 allt að jarðarmörkum þar austan við. Innan þessa svæðis er vatnsból sveitarfélagsins ásamt vatnsverndarsvæði, sem ætlað er að verði í eigu sveitarfélagsins óháð væntanlegri sölu á jörðinni.

Tillaga að skiptingu jarðarinnar, teiknuð af Kristjáni Inga Arnarsyni, liggur fyrir.

Nefndin hefur yfirfarið tillögu að skiptingu jarðarinnar Sælingsdalstungu og gerir ekki athugasemdir við hana, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða.

Samþykkt samhljóða
16. 2110016 - Hróðnýjarstaðir - lausn úr landbúnaðarnotum
Fyrir liggur að leysa þarf hluta jarðarinnar Hróðnýjarstaða úr landbúnaðarnotum í tengslum við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna uppbyggingu vindorkuvera.
Málinu frestað og tekið fyrir á aukafundi í skipulagsnefnd þriðjudaginn 12. október.
17. 2110017 - Sólheimar - lausn úr landbúnaðarnotum
Fyrir liggur að leysa þarf hluta jarðarinnar Sólheima úr landbúnaðarnotum í tengslum við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna uppbyggingu vindorkuvera.
Málinu frestað og tekið fyrir á aukafundi í skipulagsnefnd þriðjudaginn 12. október.
Hörður Hjartarson vék af fundi undir þessum lið.
18. 2110018 - Ósk um nafnabreytingu
Veiðifélag Hörðudalsár sækir um nafnabreytingu á lóðinni. Nafnið Fremri-Hrafnabjörg verði breytt í Kornmúla.
Nefndin gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.
veidifelag Hordudalsar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta