Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 341

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.10.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2510018, Samstarfssamningur við UDN (2026-2028) - uppfærsla 2025, verði tekið á dagskrá sem dagskrárliður 7. Aðrir liðir færist til skv. því.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411008 - Gott að eldast - Dalabyggð
Framlögð til umræðu fyrstu drög að samningi um rekstur samþættrar heimaþjónustu fyrir aldraða í Dalabyggð í tengslum við verkefnið Gott að eldast.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2. 2510013 - Íbúðir í Búðardal
Kynnt svör stjórnar Leigufélagsins Bríet við óskum Dalabyggðar um frekari uppbyggingu félagsins á íbúðarhúsnæði í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Leigufélagið Bríet varðandi frekari uppbyggingu, í samræmi við umræður á fundinum.
Svanur Valgeirsson framkvæmdastjóri Krambúðanna hjá Samkaupum, kemur sem gestur á fundinn undir dagskrárlið 3.
3. 2309007 - Staða innviða - dagvöruverslun
Rætt um stöðu dagvöruverslunar í Dalabyggð. Á fundinn mætir Svanur Valgeirsson framkvæmdastjóri m.a. Krambúðanna hjá Samkaupum.
Rætt um stöðu dagvöruverslunar í Dalabyggð.

Byggðarráð þakkar Svani fyrir komuna og samtalið.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi, sátu fundinn undir dagskrárlið 4.
4. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina og lagðar fram fundargerðir verkfunda. Einnig rætt um rekstraráætlun mannvirkisins og tillögu að opnunartíma eftir að það er komið í daglegan rekstur sem og drög að samstarfssamningi við umf. Ólaf Pá.
Drög að auglýsingu um starfskrafta yfirfarin.

Farið yfir stöðu framkvæmda.

Sveitarstjóra og lýðheilsufulltrúa falið að vinna áfram að rekstraráætlun, opnunartíma og verðskrá.

Lagt til að auglýsing um starfsfólk verði birt.
Samþykkt samhljóða.
5. 2508005 - Frístundahús að Laugum í Sælingsdal
Varðar lóðir fyrir sumarhús í landi Lauga í Sælingsdal og samskipti við lóðarhafa og meðeiganda Dalabyggðar að landinu. Farið yfir stöðu máls.
Farið yfir stöðu málsins.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6. 2510014 - Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar
Framlagt til kynningar og umræðu minnisblað sem er tekið saman til upplýsinga fyrir sveitarfélög við Breiðafjörð, Breiðafjarðarnefnd, stjórnir Fjórðungssambands Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og aðra hagaðila.
Markmið minnisblaðsins er að upplýsa um stöðu verkefna sem tilgreind eru í skýrslu starfshóps umhverfis-, orku og loftlagsráðherra frá júní 2024, um Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar, með undirtitlinum; Skýrsla um greiningu á verndargildi verndarsvæðis Breiðafjarðar og áhrif þess, tækifæri og ógnanir á samfélag, byggð og atvinnulíf.

Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðar verkefnið staða verkefna minnisblað FV_SSV 14. okt 2025..pdf
7. 2510018 - Samstarfssamningur við UDN (2026-2028) - uppfærsla 2025
Drög að uppfærslu á samstarfssamningi Dalabyggðar og UDN kynnt.
Verkefnastjóra falið að vinna samninginn áfram í samræmi við umræður á fundinum.
8. 2509015 - Umsókn um styrk
Framlögð umsókn um styrk vegna hleðslu grjótgarðs og girðingar sem afmarkar lóð Dagverðarneskirkju.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.
9. 2510015 - Erindi til Dalabyggðar vegna styrks
Framlagt erindi frá Hjúkrunarheimilinu Fellsenda varðandi styrk.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari, situr fundinn undir dagkskrárlið 10.
10. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun 2026 til 2029 til umræðu í byggðarráði og afgreiðslu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Rætt um tillögu að fjárhagsáætlun 2026-2029.

Lagt er til að byggðarráð komi saman fyrri hluta nóvember til að fara yfir tillögu að fjárhagsáætlun eftir breytingar sem ræddar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari, situr fundinn undir dagkskrárlið 11.
11. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026
Til afgreiðslu koma drög að gjaldskrám Dalabyggðar fyrir árið 2026

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda á árinu 2026:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars árið 2026 verði 14,97% og álagningarhlutfall fasteignaskatts eftirfarandi:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2025 eða 5%

Álagning útsvars og fasteignagjalda samþykkt.

Gjaldskrár sem ekki hækka samkvæmt vísitölu eða öðrum lögbundnum viðmiðum, hækki um 3,8%
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til bakaPrenta