Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 266

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.04.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirfarandi málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2008016 - Vinnutímabreytingar, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Mál.nr. 1904034 - Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva, almennt mál, verði dagskrárliður 25.
Mál.nr. 2104033 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2021, almennt mál, verði dagskrárliður 26.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104023 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki II
Hækkun kostnaðar vegna deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði og breytingar á tekjum og kostnaði vegna Silfurtúns. Söluhagnaður vegna hússins Skuldar.
Viðauki II samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Viðauki.II.pdf
2. 2104024 - Innheimta 2021
Ákvörðun um innheimtu eða afskriftir vegna nokkura mála.
Samþykkt samhljóða að halda áfram innheimmtuaðgerðum.
3. 2102029 - Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda
Greinargerð endurskoðanda lögð fram.
Frestað til næsta fundar.
Dalabyggð - ferli og eftirlit með fjárfestingum_28.4.2021_Endanlegt.pdf
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárliðum 1, 2 og 3.
4. 2104025 - Skipting eignarhalds á frístundalóðum á Laugum.
Tillaga um skiptingu frístundalóða að Laugum milli Dalabyggðar og Bergljótar S. Kristjánsdóttur.
Uppskipting lóða samþykkt þannig að lóðir F1-F4 og F6-F9 verði eign Dalabyggðar og lóðir F5 og F10-F16 verði eign Bergljótar Kristjánsdóttur. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Skipulagsuppdráttur - Laugar.pdf
5. 2101026 - Almannavarnadeild Vesturlands-Áhættuskoðun 2020-Umsögn
Drög að áhættuskoðun lögð fram.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við áhættuskoðunina..
Áhættuskoðun Vesturland 2020 - vinnuskjal 2021-04-06.pdf
6. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lóðarleigusamningar lagðir fram til afgreiðslu.
Engir nýjir lóðaleigusamningar fyrirliggjandi.
Frestað.
7. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Breyting á reglum m.a. framlenging umsóknarfrests.
Byggðarráð samþykkir breytingar á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki til lágtekjuheimila vegna Covid-19.

Jafnframt samþykkir byggðarráð að sækja megi um styrk vegna leikjanámskeiðs Ólafs Pá, Æskunnar, Dögunar og Stjörnunnar sumarið 2020 þar sem reikningar voru ekki gefnir út fyrr en á þessu ári. Þetta á bæði við um íþrótta- og tómstundastyrkinn vegna Covid-19 og tómstundastyrk Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni.
Vegna sérstakra styrkja (íþr og tómst) - 2 uppfærsla.pdf
Beiðni samstarfsnefndar til byggðarráðs.pdf
8. 2102010 - Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna
Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Nichole fór yfir starfsemi Fjölmenningarseturs og mögulegan stuðning við Dalabyggð varðandi málefni innflytjenda.
9. 2101024 - Menningarþörf íbúa Dalabyggðar
Úr fundargerð 16. fundar menningarmálanefndar 06.04.2021, dagskrárliður 2:
2101024 - Menningarþörf íbúa Dalabyggðar
Nefndin tekur sama greinargerð vegna könnunar um menningarþörf íbúa Dalabyggðar.
Nefndin samþykkir greinargerð vegna könnunar um menningarþörf íbúa og félagsheimili í Dalabyggð. Greinargerðinni verði vísað til byggðarráðs og nefndin vinnur áfram að málinu samkvæmt tillögum í greinargerð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að því ásamt skólastjóra að tillaga menningarmálanefndar fái framgang.
Samþykkt samhljóða.
Greinargerd_menningarþorf_felagsheimili.pdf
10. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Úr fundargerð 16. fundar menningarmálanefndar 06.04.2021, dagskrárliður 3:
2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Nefndin tekur sama greinargerð vegna könnunar um nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.
Nefndin samþykkir greiargerð vegna könnunar um menningarþörf íbúa og félagsheimili í Dalabyggð. Greinargerðinni verði vísað til byggðarráðs og nefndin vinnur áfram að málinu samkvæmt tillögum í greinargerð.

Byggðarráð þakkar menningarmálanefnd fyrir þessa vinnu og bíður niðurstöðu fundanna sem hafa verið boðaðir.
Greinargerd_menningarþorf_felagsheimili.pdf
11. 2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Úr fundargerð 16. fundar menningarmálanefndar 06.04.2021, dagskrárliður 4:
2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Nefndin ræðir stuðning og samhengi tónlistarnáms við menningu.
Nefndin ræðir hvort hægt sé að opna aftur fyrir tónlistarnám fullorðinna í Dalabyggð.
Fyrir sameiningu skólanna undir Auðarskóla var aðgangur fyrir fullorðna að tónlistarnámi, þetta breyttist við sameiningu og hefur haft áhrif á það að eldri einstaklingar hafa ekki getað sótt tónlistarnám í heimabyggð undanfarin ár.
Tónlistarnám er beintengt menningu og er að finna álíka fyrirkomulag í öðrum sveitarfélögum þar sem nemendur greiða þá fyrir.
Nefndin bendir einnig á að það er til skoðunar að setja á fót framhaldsskóladeild í sveitarfélaginu og bagalegt ef nemendum í henni væri ekki gert kleift að halda áfram tónlistarnámi.
Nefndin beinir því til byggðarráðs að finna málinu farveg.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið.
12. 2104032 - Tjaldsvæðið Laugum - verðskrá 2021
Tillaga að verðskrá verði:
Verð fyrir fullorðna: 1.600 kr.
Aldraðir og öryrkjar: 1.300 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir yngri en 18 ára.
Rafmagn: 1.000 kr

Samþykkt samhljóða.
13. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 20:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Tillaga um að Dalabyggð sæki um aðild að verkefninu "Brothættar byggðir".
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að kanna hvort að Dalabyggð geti fengið aðild að verkefninu brothættum byggðum og/eða verkefnum sem unnin eru með sambærilegri aðferðafræði.

Óskað er eftir því að fulltrúi frá SSV komi á næsta fund byggðarráðs vegna málsins.
14. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Samkomulag um fyrirkomulag á styttingu vinnutíma starfsfólks í stjórnsýsluhúsinu.
Vinnutímabreyting samþykkt samhljóða.
skpalon-nidurstada-atkvaedagreidslu-endurskodun.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 6 til 14.
15. 2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 18:
2104011 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Sæþóri Sindra Kristinssyni vegna skólaaksturs leikskólabarna á Fellsströnd.
Til máls taka Skúli, Sigríður, Einar, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.

Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.
Reglur um skólaakstur.pdf
Útboðslýsing Skólaakstur í Dalabyggð V20982-1 (1).pdf
16. 2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 19:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Einari Hlöðver Erlingssyni og Ingibjörgu Þórönnu Steinudóttur vegna skólaaksturs fyrir leikskólabörn.
Til máls taka Skúli, Einar, Pálmi, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.

Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.
Haraldur Haraldsson skólastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 15 og 16.
17. 2104009 - Erindi frá Félagi sauðfjárbænda vegna timbur- og járngáma
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 21:
2104009 - Erindi frá Félagi sauðfjárbænda vegna timbur- og járngáma
Eftirfarandi erindi barst frá Félagi sauðfjárbænda í Dalasýslu í tölvupósti 9.04.2021:
"Félag Sauðfjárbænda í Dalasýslu beinir því til Sveitastjórnar Dalabyggðar að beita sér fyrir því að járna- og timburgámar verði til taks í tiltekin tíma á völdum stöðum í sveitafélaginu líkt og verið hefur undanfarin sumur.
Við teljum að þessi þjónusta hafi ýtt undir hjá okkur hér í deifbýlinu að losa okkur við ónauðsynlega hluti."
Lagt til að málinu verði vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða að settir verði upp gámar í dreifbýli fyrir málma og ómálað timbur með sama hætti og verið hefur undanfarin sumur.
18. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.
19. 2103049 - Hreinsun rotþróa 2021-23 - útboð
Tveir aðilar skiluðu inn tilboði vegna útboðs á hreinsun rotþróa.
Samþykkt samhljóða að taka tilboði Verkvals ehf. sem bauð lægra verð.
Bréf til Byggðaráðs Dalabyggðar 20 04 2021.pdf
Hreinsun rotþróa - Opnun tilboða 19_04_2021.pdf
20. 2104026 - Umsókn um styrk - Ólafur Pá - fasteignagjöld 2021
Umsókn um styrk til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2021.
Umsókn um styrk samþykkt samhljóða.
Umsókn um styrk - Ólafur Pá - fasteignagjöld 2021.pdf
Ársreikningar 2020 - Ólafur Pá.pdf
21. 2104027 - Umsókn um styrk - Björgunarsv.Ósk - fasteignagjöld 2021
Umsókn um styrk til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2021.
Afgreiðslu frestað þar til ársreikningur hefur borist.
Umsókn um styrk - Björgunarsv.Ósk - fasteignagjöld 2021.pdf
22. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Umræða um stöðuna.
Engin svör hafa enn borist frá menntamálaráðuneyti við erindi vegna málsins. Mikilvægt er að niðurstaða fáist sem fyrst. Óskað verður eftir fundi með fjármálaráðherra og menntamálaráðherra.
Samþykkt samhljóða.
Valdís Einarsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Dalamanna sat fundinn undir dagskrárlið 20.
23. 2104029 - Starfsmannastefna - endurskoðun
Starfsmannastefna Dalabyggðar var síðast endurskoðuð 2010.
Sveitarstjóra falið að vinna tillögur endurskoðaðri starfsmannastefnu.
Samþykkt samhljóða.
Starfsmannastefna Dalabyggðar.pdf
24. 2104031 - Umsókn um lóð
Umsókn frá Arnari Svanssyni um lóðina Ægisbraut 5. Lóðinni var úthlutað til umsækjanda árið 2016 en ekki varð af framkvæmdum þá.
Umsókn um lóð samþykkt samhljóða.
25. 1904034 - Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva.
Dreifing á tunnum stendur nú yfir.

Athugasemdir hafa borist vegna staðsetningu á tunnustöðum við Ósrétt og Staðarfell.

Til skoðunar er að breyta staðsetningu við Ósrétt. Með aðra staði verður að koma reynsla á fyrirkomulagið en það verður til stöðugrar endurskoðunar.
Sveitarstjóra falið að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.
26. 2104033 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2021
Lagt er tl að dagvinnulaun/klst í vinnuskólanum sumarið 2021 verði 1.435,40 fyrir 17 ára, 1.359,85 fyrir 16 ára, 1.133,21 fyrir 15 ára, 982,11 fyrir 14 ára og 831,02 fyrir 13 ára.
Samþykkt samhljóða.

Ekki hefur enn verið sótt um starf verkstjóra vinnuskólans.

vinnuskóli 2021 - tillaga um laun.pdf
Mál til kynningar
27. 2104028 - Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila - skýrsla
Skýrsla sem vísað hefur verið að þyrfti að liggja fyrir áður en frekari ákvarðanir væru teknar varðandi rekstur hjúkrunarheimila eins og Silfurtúns.
Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila - skýrsla.pdf
28. 2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Íbúðarhúsið Skuld hefur verið selt. Söluverð var kr.14.500.000.
29. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.
Tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.
Frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.
Frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs) 715 mál.pdf
frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála) 716 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr 48_2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku) 709 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026 705 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands 707 mál.pdf
Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana 712 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur hringrásarhagkerfi) 708 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr 162_2006 668 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila 539 mál.pdf
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð 702 mál.pdf
Frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta samþætting o fl) 731 mál.pdf
Frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði) 748 mál.pdf
30. 2104030 - Frístundahúsabyggð
Guðjón Ragnar Jónasson mætir á fundinn.
Sælingsdalstunga - deiliskipulag - frístundabyggð.pdf
31. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Ekki hefur verið boðað til aðalfundar.
Dalabyggð fer fram á að haldinn verði hluthafafundur í samræmi við lög um einkahlutafélög.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta